Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 77

Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 77
153 benda, t. d. Asknes, Eskja, Eskifjörður, Eskiholt, Eskilsey, Eskiey, Eskifell og Eskihlíð (?). .4 grenitré benda og nöfnin Grenivlk, Granastaðir og Grenitrésnes. Þó geta sum af þessum nöfnum stafað frá rekaviði (eins og sagt er um Grenitrésnes). og önnur verið flutt til Islands frá staðanöfnum í Noregi. En þau nöfn, sem ker.d eru við askinn, eru svo mörg, að hitt virðist öllu líklegra, að asktré hafi í fornöld verið til á íslandi. Væri fróðlegt, ef við ættum eftir að finna leifar af þeirn, eins og af öspinni. V. G. Islenzk hringsjá. JÓHANN SIGURJÓNSSON: ÓNSKET. Skuespil i 3 Akter. Khöfn 1915. Jóhann Sigurjónsson er frægur orðinn fyrir »Fjalla-Eyvindc sinn. sem leikinn er um allar jaröir; en ekki ætti hann síður skilið að verða það fyrir þetta leikrit. Því ekki stendur það hinu að baki að djúpsettum skáldskap og hreinni fegurð, heldur að vorum dómi feti framar. Efnið er tekið úr þjóðsögunni um Galdra-Loft, en þó ekki úr henni notað nema aðaldrættirnir, heldur breytt til í mörgam greinum, svo að alt geti orðið náttúrlegt og skiljanlegt og fengið á sig meiri fegurðarblæ; en dregið úr því, sem hryllilegast er og voðalegast í sögunni. Galdra-Loftur er skólapiltur í Hólaskóla í byrjun 18. aldar. og látinn vera sonur ráðsmannsins þar. Hann er námfús mjög og hefir ótakmarkaða fróðleiksfýst. Fer hann. eins og fieiri um ]iær mundir, að fást við galdra, og hans hæsta ósk er, að ná í þá römmustu galdrabók, sem liann nefir heyrt getið, »Rauðskinnu«, sem sagt er, að Gottskálkur biskup grimmi hafi átt, en látið grafa með sér. Kallar Loftur hana »valdabókina«, því sá, sem hana hafi í höndum. geti fengið allar sínar óskir uppfyltar og haft hvaðeina á sínu valdi. Ung stúlka er þar á staðnum, sem Steinunn heitir, og lendir Loftur í ásta- bralli við hana, svo hún verður þunguð af hans völdum, En seinna verður hann ástfanginn í dóttur biskupsins, Dísu, og hún í honum, og vill hann þá fyrir hvern mun losna við Steinunni; en hún elskar hann út af lífinu og beitir öllum brögðum til að halda honum föstum. Loftur hefir þá trú, að ef maður óski einhvers með nógu miklum krafti og einbeittum vilja, og viðhafi jafnframt ákveðnar særingar, þá verði manni að ósk sinni. Og nú óskar hann, að Steinunn væri dauð, svo hún standi honum og ást hans til biskupsdóttur ekki í vegi. Og það verður. Steinunn drekkir sér, og er Loftur sannfærður um. að hann sé valdur að dauða hennar með ósk sinni, og verður því sturlaður og geðveikur af samvizkubiti. Honum finst, liann hafi drýgt synd, sem aldrei verði fyrirgefin. Eina ráðið, til að bæta fyrir brot sitt, sé að ná í »valdabókina« Rauðskinnu og með henni tangarhaldi á »makt myrkr- anna«, og nota svo vald sitt til þess, að gera gott með því. Hann tekur sér þvi fyrir hendur, að særa Gottskálk biskup upp úr gröf sinni á næturþeli í dómkirkj- unni, og tekst það; cn um leið rísa og allir hinir biskuparnir upp og ávarpa hann,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.