Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 11

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 11
3.7 Bóklestur - hvað var lesið Viðmælendur mínir voru sammála um að skáldsögur hafi verið langvinsælustu bækurnar. Bækur eins og Ben Húr, Sigrún á Sunnuhvoli, Kapítóla, Börn óveðursins, Valdimar munkur og Sögur herlœknisins voru nefndar. Þetta eru allt þýddar skáld- sögur og gætu flokkast undir spennusögur í dag. Margar af þeim bókum sem varðveist hafa frá gömlu lestrarfélögunum eru greinilega mikið lesnar og lúðar og eins kom það fram hjá viðmælendum að vinsælar bækur voru lesnar upp til agna. Einnig eru tímaritin nefnd, en það voru ekki öll lestrarfélög sem keyptu þau, enda sést í aðfangabókunum að þau hafa verið nokkuð dýr miðað við bækur. Þau voru einnig keypt á all- mörgum heimilum og gengu milli manna. Vinsældir þeirra gætu hafa byggst á fróðlegum ritgerðum eða erindum sem síðar urðu svo vinsæl í ríkisútvarpinu. Sem dæmi um vinsæl tímarit má nefna Eimreiðina, Grímu, Skírni, Nýjar kvöldvökur og Arsrit Garðyrkjufélagsins. Skinfaxa, blaði UMFÍ var dreift til allra ungmennafélaga og kom því inn á mörg heimili. Viðmælendur nefndu einnig ferðasögur, ævisögur, íslend- ingasögur og ljóð vinsælla íslenskra skálda, svo sem Matthíasar Jochumssonar, Þorsteins Erlingssonar og Steingríms J. Thor- steinssonar. Elsti viðmælandinn (85 ára) svaraði aðspurður, að það hefði verið steinhætt að lesa nmur þegar hann man fyrst. A fundi í UMF Biskupstungna 6. febrúar 1909 var tekið til umræðu málefnið „Hvað eigum við að lesa“ og var fram- sögumaður Viktoría Guðmundsdóttir. Hún hélt því mjög fram að „nauðsynlegt væri að lesa góðar og nytsamar bækur“, en hins vegar væri það matsatriði hvað væru góðar bækur. Mat á bókum færi eftir „hve uppbyggilegar þær væru og hve mikil list væri í frásögn þeirra". Hún hvatti til lesturs íslendingasagna en „mintist að síðustu á þær bækur er almenningur teldi oftast mjög skemmtilegar, svo sem ýmsar skáldsögur, en hélt margar þeirra miður hollar, sökum þess hve æsandi þær væru“. Nokkrar umræður urðu um málið á eftir og hvöttu flestir til lesturs fornsagnanna, en einn fundarmaður, Þórður Þórðarson taldi „best að lesa flest það er yfir yrði komist“. I sveitablaðinu Gnúpverji frá 1931 er ómerktur pistill sem einnig nefnist „Hvað eigum við að lesa?“ Höfundurinn segir að: „Bækurnar eiga að lyfta manninum upp yfir það hverdagslega og opna honum einhver ný sjónarmið." Hann telur tímanum mjög illa varið í lestur lélegri bókmennta eins og „útlendra neðanmálssagna“ og hvetur sveitunga sína til að lesa góðar bækur, eins og íslendingasögurnar og að hugsa um þær. Skáldsögur virðast þannig hafa verið mjög vinsælar, en ekki taldar að sami skapi holl lesning. Það er greinilegt að almenn- ingur hefur sótt í spennandi sögur, rétt eins og í dag, en hugsandi fólk hefur viljað beina lestrinum inn á aðrar brautir. Erfitt er að meta hvort bókakosturinn féll að smekk félagsmanna að öllu leiti. Ef bornar væru saman bókaskrár félaganna og svo útlána- skrárnar gæti komið í ljós að það beri nokkuð í milli varðandi skoðanir fólks á því hvað ætti að lesa og svo hvað það las í rauninni. 3.8 Húsnœði og aðbúnaður Mjög misjafnlega var búið að söfnunum. Eins og áður hefur komið fram voru þau oft geymd á heimilum fólks, sérstaklega í byrjun. Nokkur söfn fengu fljótlega samastað í kirkjum og þá var um að ræða sóknarlestrarfélög. Bækurnar voru geymdar í fordyrinu annað hvort í skáp undir stiganum upp á loft eða í skáp sem var á móti stiganum. í Hrepphólakirkju var varðveittur'slík- ur skápur til ársins 1994, en þá var hann endursmíðaður þegar unnið var að viðgerðum við kirkjuna. I honunt er nú geymd ryk- suga og hreingerningaáhöld ásamt ýmsu öðru dóti í eigu kirkj- unnar. í elstu reikningum má sjá útgjöld fyrir kaupum eða smíði á skáp fyrir bækur félagsins. Þessir skápar hafa eflaust verið mis- munandi, en ekki mjög stórir, því það varð að vera hægt að flytja þá á milli bæja ef skipt var um bókavörð. Einn slíkur skápur er varðveittur í Sandvíkurhreppi. Þá munu bækur einnig hafa verið geymdar í stórum kistum, sem einnig var unnt að flytja milli bæja. Önnur söfn fengu samastað í öðrum stórbyggingum í hreppn- um, svo sem í skólum, þinghúsum og síðar í félagsheimilum. Einn viðmælenda sagði að eftir að félagsheimilasjóður kom til sögunnar og farið var að reisa félagsheimili vítt og breitt um landið hafi heimamenn oftast gert kröfu um að bókasafn hrepps- ins eða sveitarinnar fengi aðstöðu eða eitt herbergi í félags- heimilinu. Ymsar ástæður gátu verið fyrir flutningi á bókunum. Betra húsnæði bauðst ef til vill eða að það gamla var tekið undir aðra starfsemi, í einhverjum tilfellum var bókum komið í geymslu ef starfsemin var í lamasessi o.s..frv. Sem dæmi um flutninga á bókasafni innan eins hrepps má taka Lestrarfélag Stóra-Núpssóknar eða Lestrarfélag Gnúpverja eins og það heitir í dag. Það er talið stofnað 1890 eða 1891 og upphaflega var því komið fyrir í kirkjunni á Stóra-Núpi og þar var það geymt í tréskáp undir stiganum upp á loftið. Kirkjan fauk í óveðri 1908 og lítið var eftir af heillegum bókum. Það sem hefur verið nothæft var líklega flutt í þinghús sveitarinnar eða í nýja kirkjubyggingu. Safnið fór í Ásaskóla eftir að hann var byggður en óvíst er hvenær, líklega ekki fyrr en 1934-35. Þar var safnið fram til 1970, enda var bókavörðurinn skólastjóri við skólann. Síðan var safnið flutt í félagsheimilið Árnes og var þar í geymslu í nokkur ár og á þeim tíma flæddi vatn í kjall- aranum og hluti af bókunum eyðilagðist. Árið 1986 er tekinn í notkun nýr skóli í hreppnum, Gnúpverjaskóli og þar er bóka- safnið nú í sérstöku húsnæði, sem var ætlað undir bókasafn strax á teikniborðinu. Eins og áður segir var aðbúnaðurinn misjafn og ýmis óhöpp konru uppá svo sem eldsvoðar, fok, vatnsskemmdir, raki, óhreinindi og músagangur. Oft var húsnæðið sem bækurnar voru geymdar í ekki upphitað eða að það var kynt í nokkra klukku- tíma öðru hvoru, þegar húsið var í notkun og hefur það eflaust átt sinn þátt í að stytta líftíma bókanna. 3.9 Útlán Utlán voru með ýmsum hætti og miðuðust við aðstæður eins og legu bæja, fólksfjölda, stærð safnsins o.fl. Mjög líklegt er að reglurnar hafi breyst í tímans rás eins og með bættum sam- göngum. Þar sem söfnin voru varðveitt í kirkjum voru messudagar jafnframt útlánadagar og einn viðmælandi nefndi að meðhjálp- arar hafi oft verið bókaverðir. Þar sem þetta atriði barst í tal við viðmælendur, kom þeim öllum saman um að þetta hafi verið mjög gott skipulag, því messusókn var almenn áður fyrr og allir fóru til að sýna sig og sjá aðra. Þetta tryggði einnig nokkuð öra skiptingu á bókum milli fólks. Einnig þekktist að nýjar bækur hvers árs voru látnar ganga boðleið á milli bæja í hreppnum og þá las heimilsfólkið þær bækur sem það gat og vildi og skilaði svo af sér á næsta bæ eftir fyrirfram ákveðinn tíma. Ef félagsmenn vildu fá eldri bækur urðu þeir að sækja þær sjálfir. Þegar söfnin stækkuðu og farið var að kaupa meira af bókum virðist sem þessi venja að senda bækurnar milli bæja hafi lagst af. í einhverjum tilvikum var farið út í að prenta eða fjölrita lista eða skrár yfir bókakostinn og þeirn var síðan dreift á öll heimili í sveitinni. Þá var hægt að velja sér bækur eftir listanum. Með tilkomu símans urðu öll samskipti auðveldari og þá var hægt að BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 11

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.