Bókasafnið - 01.04.1997, Side 36
Erla Huld Halldórsdóttirr
Kvennasögusafn í Þjóðarbókhlöðunni
Fyrir rúmum 22 ámm stofnaði Anna Sigurðardóttir, ásamt
bókasafnsfræðingunum Else Miu Einarsdóttur og Svanlaugu
Baldursdóttur, Kvennasögusafn Islands á heimili sínu á
Hjarðarhaga 26 í Reykjavík. Tilgangurinn með stofnun safnsins
var að safna, skrá og varðveita efni sem á einhvern hátt snerti
sögu kvenna að fornu og nýju. Safnkosturinn var að stórum
hluta bækur, blöð og tímarit auk ýmissa gagna sem Anna hafði
safnað frá því um 1950.
Kvennasögusafnið var sjálfseignarstofnun en í reglugerð þess
frá 1975 sagði að yrði því „tryggð framtíðarvist og starfsskilyrði
á vegum Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns eða
annars ríkisbókasafns eða skjalasafns“ mætti fella það inn í við-
komandi safn sem sérdeild. Þar með
yrði Kvennasögusafn íslands eign
íslenska ríkisins.
Þar sem safnið var ekki á vegum
stofnunar eða hins opinbera bjó það
við fjárhagslegt óöryggi. Styrkir til
reksturs þess fengust öðru hverju úr
ríkissjóði og Þjóðhátíðarsjóði en þar
var þó ekki á vísan að róa. Þeir
styrkir sem fengust voru notaðir til
kaupa á nauðsynlegum búnaði til
safnsins, kaupa á bókum og tíma-
ritum og einnig til að greiða bóka-
safnsfræðingum laun vegna skrán-
ingar og flokkunar ört vaxandi
safns. Sjálf vann Anna starf sitt í
sjálfboðavinnu, var bæði forstöðu-
maður og starfsmaður Kvennasögu-
safnsins, jafnan boðin og búin að
hjálpa þeim sem til hennar leituðu.
Frá upphafi var það vilji Önnu
Sigurðardóttur og annarra aðstand-
enda safnsins að því yrði fundinn
staður í Þjóðarbókhlöðu. Haustið
1994 var orðið ljóst að sá draumur
myndi rætast og við opnun Lands-
bókasafns íslands - Háskólabóka-
safns I. desember 1994 mátti sjá
herbergi merkt Kvennasögusafni á
fjórðu hæð hússins. Það var þó ekki
fyrr en í mars árið 1996 að endan-
legir samningar tókust milli að-
standenda Kvennasögusafns íslands og Landsbókasafns um
llutning og starfsemi Kvennasögusafns í Þjóðarbókhlöðu.
Akveðið var að Kvennasögusafnið skyldi opna í nýja húsnæðinu
5. desember 1996, daginn sem dr. Anna Sigurðardóttir hefði
orðið 88 ára gömul, en hún lést í ársbyrjun 1996. Forstöðumaður
tók til starfa við safnið 2. september og hófst handa við upp-
setningu safnsins og undirbúning opnunar þess.
Þann 5. desember lýsti borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, Kvennasögusafn íslands opið. í tilefni
opnunar var sett upp sýning á gögnum og munum úr fórum
safnsins og stóð hún tii 16. janúar. Einnig var haldin kvöldvaka
í veitingastofu Landsbókasafns að kvöldi opnunardags þar sem
flutt voru erindi á sviði kvennarannsókna auk ljóðalesturs og
kórsöngs. Þótti dagskráin takast með miklum ágætum og hefur
verið rætt um að Kvennasögusafnið standi fyrir kvöldvöku ár-
lega, ávallt 5. desember, og heiðri þannig minningu dr. Önnu
Sigurðardóttur.
Kvennasögusafnið er sér eining innan Landsbókasafns
íslands - Háskólabókasafns og hefur sérstakan fjárhag til ársins
1999 en þá verður samningurinn endurskoðaður. Þriggja manna
stjórnarnefnd fer með mál Kvennasögusafnsins og sér um að
afla fjár til reksturs þess. í stjórninni sitja Stefanía M. Péturs-
dóttir formaður, fulltrúi Kvenfélagasambands íslands, Sigríður
Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, fulltrúi Rannsóknastofu í
kvennafræðum við Háskóla
íslands og Erna Sverrisdóttir
bókmenntafræðingur, starfs-
maður í þjóðdeild Landsbóka-
safns, fulltrúi Landsbókasafns
Islands - Háskólabókasafns. A
liðnu hausti gekk stjóm Kvenna-
sögusafnsins á fund ráðamanna í
bankastofnunum, menntamála-
ráðherra, borgarstjóra og fjár-
laganefndar alþingis í þeim til-
gangi að afla fjár til reksturs
safninu. Nokkrir styrkir fengust
frá menningarsjóðum bankanna
og einnig fjárlaganefnd. Styrkirn-
ir gera þó ekki meira en svo að
balda starfsemi safnsins gang-
andi árið 1997 og þarf meira til ef
veita á fé í aðföng, sýningar,
fyrirlestra eða ráðstefnuhald,
hvað þá útgáfu fræðslurita og
heimildaskráa.
Markmið Kvennasögusafnsins
eru áfram hin sömu og við stofn-
un þess árið 1975, að safna, skrá
og varðveita heimildir um sögu
kvenna, að leiðbeina rannsak-
endum við heimildaöflun, standa
fyrir útgáfu fræðslurita og heim-
ildaskráa, afla vitneskju um
heimildir um sögu kvenna sem
varðveittar eru annars staðar,
halda sambandi við önnur kvennasögusöfn o.s.frv.
Kvennasögusafnið er staðsett í hornherbergi á fjórðu hæð
Þjóðarbókhlöðu. Þar er vinnuaðstaða forstöðumanns, einnig
borð og stólar fyrir gesti svo þeir geti tylll sér niður með gögn
safnsins. Flestir sem koma inn í safnið spyrja í forundran hvar
bækurnar séu því í hillum þess eru aðallega handritaöskjur og
svo örfáar bækur. Því er til að svara að samkvæmt samningi
Kvennasögusafns og Landsbókasafns renna bækur og tímarit
þess fyrrnefnda saman við safnkost Landsbókasafns. Bækur og
tímarit Kvennasögusafnsins dreifast því í viðeigandi flokka en
uppruni þeirra er vandlega skráður í Gegni. Það fer því ekki á
milli mála hvaðan bækurnar komu. Hið sama gildir um handrit
upphafi þessarar aldar. (Ljósm. Helgi Bragason)
36 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997