Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 25
Regína Eiríksdóttir
Ævintýrin gerast enn...
- hönnun skapandi bamadeildar
í þessari grein er fjallað um hönnun barnadeilda. Lögð er
áhersla á að nauðsynlegt er að skilgreina vel notendahópinn og
markmið sem ætlunin er að ná fram. Hugmyndir um ýmiss kon-
ar starfsemi í barnadeild eru settar fram og leiðir að markmiðinu
að sýna fram á ævintýraheim bókarinnar skilgreindar. Dæmi er
tekið um endurhönnun barnadeildar. Lögð er áhersla á sveigjan-
leika og það að skapa nýjum miðlum rými.
Inngangur
Þegar innrétta á bókasafn eða eina deild í safni er margt sem
hafa þarf í huga. Ekki er nóg að vita hve mörgum bindum þarf
að koma fyrir. Það þarf fyrst og fremst að skilgreina fyrir hverja
og hvaða starfsemi á að fara þarna fram. Við sem vinnum á
bókasöfnum verðum að gera okkur
grein fyrir hverjir það eru sem við
erum að skapa umhverfi fyrir.
Þegar barnadeildir eru hannaðar er
oft of mikið horft á þá hópa sem
koma í umsjón annarra á safnið;
smábörnin, leikskólakrakkana og
skólabekkina. Aðstaða til að taka á
móti þessum hópum þarf ekki
endilega að vera bundin við barna-
deildina. Mín skoðun er sú að við
hönnun barnadeildar eigi fyrst og
fremst að hugsa um þá einstaklinga
sem koma einir og sjálfviljugir á
safnið. Hvað viljum við bjóða
þessum krökkum? Hvaða starfsemi
í bókasafninu sem stofnun laðar
þau að og fær þau til að koma aftur
og aftur? Við hönnun á fyrst og
fremst að huga að því fagurfræði-
lega, skapa stemmingu og heimilis-
kennd þeirra sem koma á safnið.
Við viljum hvetja til bóklesturs og
minna á þá ánægju sem góð bók veitir. Markmiðið er að skapa
notalegt umhverfi þar sem heimur bókarinnar ríkir. Leiðinni að
þessu markmiði verður lýst hér á eftir.
Undirbúningur
Áður en hafist er handa við teikningu á útliti barnadeildar er
gott að setja sig í hugsanaham. Punkta niður hvernig við kom-
umst næst því að uppfylla markmiðið að skapa notalegt um-
hverfi um bækur og bóklestur.
í undirbúningi að hönnun barnadeildar er ágætur útgangs-
punktur að láta hugann reika til þess tíma þegar maður sjálfur
var krakki og kom í bókasafnið.
Ég fór ekki á bókasafn með foreldrum mínum og á mínum
ungdómsárum lögðu kennarar ekki í að fara með heilan bekk á
bókasafnið, þannig að ég fór ein eða með vinum.
Ég hafði frétt það hjá bókaormi sem ég þekkti að niðri í bæ
væri flott hús fullt af bókum. Sjö ára lagði ég upp í ævintýraferð
með strætó til að finna þetta hús. Þingholtsstrætið var miklu
lengra en það er í dag og þegar ég loksins stóð í hliðinu og
horfði á þetta stórfenglega hús var ekki laust við að ég fengi í
hnén. Ég tiplaði upp tröppurnar og inn. Inni var þungt, mollulegt
loft og bókalykt. Afgreiðsluborðið blasti við eins og ókleifur
veggur. Ég reyndi að teygja nefið upp á borðið og spyrja: „hvar
eru bækurnar?" Kona ekki allt of alúðleg benti á að bamadeildin
væri þarna, sagði að fullorðinsdeildin væri fyrir fullorðna og á
lessalinn uppi væri ég alls ekki velkomin. Til að fá bækur yrði
ég að ferðast með grátt spjald alla leið inn í Laugarnes og láta
f-o-r-r-á-ð-a-m-a-n-n fylla það út, þá fengi ég gegn vægu gjaldi
þrjá bókavasa sem þýddi að ég mætti taka þrjár bækur með mér
heim. Þrátt fyrir formlegar og stífar móttökur hélt ég áfram að
koma aftur og aftur.
Hvað var það sem heillaði? Jú, það var þögnin, bannið og til-
finningin að vera alveg ein. Hér
fylgdist enginn með mér. Ég var
alein í landi bókarinnar. Hér gat
ég látið greipar sópa, dmkkið í
mig allskonar ævintýri. Ég las
þær bækur sem var stillt upp og
ég las flestar bækur sem voru í
hillunum nema þær sem stóðu of
hátt til að ég næði í þær. Ég bar
óttablandna virðingu fyrir bóka-
vörðununt og trufiaði þá aðeins
til að taka við bókum eða lána
mér þær út.
Börn í nútímasamfélagi eru
daglega í stofnanaumhverfi þar
sem allt er miðað við þarfir
þeirra, þau eru undir eftirliti, um-
sjá og stjórn fullorðinna. Þau eru
á leikskólum, dagheimilum og í
skólum þar sem allt fer fram eftir
ákveðnu kerfi sem þau verða að
laga sig að. Bókasafnið er hins
vegar stofnun þar sem barnið á
þess kost að finnast það vera sjálfstætt án þess þó að vera eitt.
Mest heillandi við bókasafnið að mati flestra barna sem fara að
venja komur sínar þangað er það sama og mér fannst forðum
daga. Á bókasafninu eru þau alein, án eftirlits og geta gramsað
í öllu sem þar býðst.
í grein eftir tvær danskar 14 ára stúlkur, sem við getum í
lauslegri þýðingu nefnt Öðruvísi bókasafn, koma fram mjög
skemmtilegar hugmyndir um hvernig draumabókasafnið á að
vera. Stúlkunum finnst t.d. mikilvægt að börn og unglingar hafi
hvort sína deild. Unglingabókavörðurinn sé ungur og ekki af-
skiptasamur. Þær vilja hafa bakgrunnstónlist, tölvur til að semja
sögur á og að safnið bjóði upp á eftirfarandi flokka áberandi
merkta: Brandarar, Hryllingur, Ást, Kynlíf, Sakamálasögur
o.s.frv. Þær óska eftir tónlistarherbergi fyrir hlustun en einnig
æfingaherbergi fyrir þá sem leika á hljóðfæri. Öll sæti eiga að
vera mjúk og þægileg. Síðast en ekki síst á að vera sjoppa á
safninu (Friedman, 1995, 72-75).
Óskir stúlknanna blandast hugmyndum um félagsmiðstöð en
allt bendir til að þær kunni betur við sig á bókasafninu en þar.
BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 25