Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 10

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 10
Bókasafn Þingvallahrepps eða Lestrarfélag Þingvallahrepps I einhverjum tilfellum þar sem mikið hefur verið um sam- einingar eða að söfn hafi runnið inn í önnur eða breytt um nöfn, er hægt að rekja feril bókanna eftir stimplunum. Þar geta verið allt upp í fjórir mismunandi stimplar. Merkingar, t.d. hlaupandi númer, í samræmi við innfærslur í aðfangabækur eru á mörgum bókanna. Ef aðfangabók er glötuð, er hægt að áætla í grófum dráttum fjölda bóka í eigu félagsins út frá númerunum. Einnig geta verið merkingar í samræmi við flokkunarkerfi utan á bókinni og innan í henni. Inni í bókunum geta leynst lausir útlánamiðar og þeir geta einnig verið límdir innan á spjöld bókarinnar, þannig að hægt er að rekja hversu oft hún fór í útlán, hverjir lásu, hversu lengi, o.s. frv. 3.3 Forvígismenn og stjórnir Þeir sem stóðu að stofnun lestrarfélaganna voru oftar en ekki prestar, velmegandi bændur eða ungir menn, sem kynnst höfðu nýjum hugmyndum og hrintu þeim í framkvæmd. Þeir sem völdust í stjóm voru oft áhrifamenn í sinni sveit eða fólk sem var menningarlega sinnað. I mörgum félögum var gert ráð fyrir að bókavörður geymdi bækumar og sæi um útlán. Það var því mikilsvert að til þessa starfa veldist vandað fólk og einng var það mikilvægt að bóka- vörðurinn hefði þetta embætti með höndum sem lengst, til þess að bækurnar lentu ekki á flakki. Dæmi eru um að fólk hafi verið bókaverðir áratugum saman og geymt safnið á heimili sínu. Það stuðlaði að festu í starfseminni og yfirleitt blómguðust söfnin undir stjórn þessa fólks. Einnig þekktist það að fjölskylda sá um alla vinnu við safnið. í einhverjum tilfellum lognuðust félög útaf eða lögðust í dá við það að forsprakkarnir fluttu úr sveitinni. Stundum nægði að einn maður færi og þá datt starfsemin niður. 3.4 Meðlimir Mjög misjafnt var hversu margir félagsmenn voru í hverju félagi. Dæmi eru um að þeir hafi einungis verið sjö eitthvert árið en síðan allt upp í 25. Algengt var að einn félagsmaður hafi verið á hverjum bæ í sveitinni og þá vanalega húsbóndinn á heimilinu, þó að það hafi ekki verið algilt. Félagsmennirnir hafa þá væntanlega verið ábyrgir fyrir meðferð bókanna og skilum þó að aðrir heimilsmenn hafi að sjálfsögðu getað nýtt sér þær. í nokkrum tilfellum er hægt að sjá í gjörðabókunum að fleiri en einn var félagsmaður á sumum bæjum. f viðtölunum kom fram að einhleypt vinnufólk gerðist stundum félagar og á stórum heimilum var eðlilegt að fleiri en einn væri félagsmaður. Einn viðmælenda sagði að félagsmönnum í hans lestrarfélagi hefði verið fjölgað í tvo á hverju heimili til þess að fá hærri styrki. Styrktarsjóður lestrarfélaga var stofnaður með Iögum um lestrarfélög og kennslukvikmyndir frá árinu 1937. Úthlutanir úr sjóðnum miðuðust við tekjur félagsins úr sýslu og/eða hrepps- sjóði og fjölda félagsmanna, þannig að því fleiri sem greiddu hæfilegt árgjald því hærri varð styrkurinn. (Nokkrar leiðbein- ingar handa stjórnendum lestrarfélaga..., 1944.) Ekki var algengt að konur væru félagsmenn og í sumum hreppum voru engar konur skráðar sem slíkar. Þó er heldur ekki hægt að segja að það hafi verið sjaldgæft og í nokkrum tilfellum urðu konur bókaverðir. 3.5 Árgjöld og tekjur Flestir viðmælenda töldu að það hefði verið ódýrt að vera í lestrarfélagi. Þrátt fyrir að árgjöldin hafi verið lág var alltaf eitt- hvað um að fólk gat ekki verið með sökum féleysis. Það kom fram í viðtölunum að almenningur hafði ekki efni á miklum bókakaupum og óvíða var mikið lesefni til á heimilum. Eini útvegurinn til að komast í bækur fyrir t.d. fróðleiksþyrsta ung- linga var að ganga í lestrarfélagið (sjá einnig Einar Ólafsson, 1989; Halldór Kristjánsson, 1984.) Upphaflega nutu lestrarfélögin lítilla eða engra styrkja og því voru tekjurnar bundnar við framlög félagsmanna. Til að auka tekjurnar var farið út í að halda hlutaveltur, standa fyrir böllum og fleiri uppákomum og í einhverjum tilfellum voru gamlar bækur seldar. Það hafa þá væntanlega verið bækur sem allir félagsmenn voru búnir að lesa eða bækur sem enginn hafði áhuga á. í gjörðabók Lestrarfélags Stóra-Núpssóknar er færsla frá 14. janúar 1906: „Seldar bækur eftir messu á Stóra-Núpi“ Þar var seld 21 bók og skráð hverjir keyptu og hvað þeir borguðu fyrir. í Lestrarfélagi Þorlákshafnarveiðistöðvar voru bækur félagsins seldar á uppboði í vertíðarlok og peningamir notaðir til að kaupa nýjar bækur fyrir (Suðri, 1969). Einnig lögðu sjómennirnir inn fisk í sameiginlegan sjóð til að kaupa bækur fyrir. Einn við- mælenda nefndi að bækur frá lestrarfélaginu hefðu verið meðal annars góss á hlutaveltu til styrktar félaginu. Mjög fljótlega fóru þó félögin að fá styrki úr hrepps- eða sýslusjóði, en það var mjög misjafnt hvernig að því var staðið og hversu háar upphæðir það vom. Sýslusjóður Árnessýslu styrkti bókasöfn í sýslunni allt fram til ársins 1988. En það er ekki fyrr en með áðurnefndum lögum um lestrarfélög og kennslukvik- myndir, sem félögin fengu fastan tekjustofn frá því opinbera. 3.6 Bókakostur Þegar félög voru stofnuð var algengt að þeir félagsmenn sem voru aflögufærir gáfu bækur til félagsins til þess að koma því í gang og í einstaka tilfelli var um stórgjafir að ræða. Einnig þekktist að fólk borgaði félagsgjöldin með bókum, allavega hluta þeirra. Samkvæmt lögum sumra lestrarfélaga var það formannsins að ákveða hvaða bækur skyldu keyptar. I öðrum tilfellum gátu félagsmenn eða félagsfundur komið með tillögur og síðan átti formaðurinn að samræma óskirnar, allt eftir efnum og ástæðum en annarsstaðar sá bókavörðurinn um bókakaupin. I varðveittum aðfangabókum og bókaskrám sést að yfirgnæf- andi meirihluti bókanna var á íslensku, enda voru ekki margir sem gátu lesið sér til gagns á öðrum tungumálum á þessum tíma. Þó er vitað um bókagjafir á erlendum tungumálum til lestrar- félaga og a.m.k. í einu tilfelli, frá Lestrarfélaginu Baldri, hefur varðveist bókaskrá yfir erlendar bækur. I henni eru 30 færslur með bókum á Norðurlandamálunum. Eitthvað var um að lestrarfélögin gerðust félagar í Sögu- félaginu, Bókmenntafélaginu eða Máli og menningu og fengu þannig útgáfur þessara félaga sjálfkrafa eða á mjög góðu verði. Sumt af þessu efni hefur eflaust ekki fallið að almannasmekk svo sem Fombréfasafn og Alþingisbækur Islands. Nokkuð er um að aðfangabækur hefjist á upptalningu á ýms- um útgáfum íslendingasagna og út frá því má álykta að þær hafi skipað nokkuð veglegan sess í augum þeirra sem sáu um inn- kaup á bókunum. Þær hafa verið meðal þess sem fyrst var keypt. I llokkunarkerfunum sem áður er minnst á em fyrstu flokkarnir í báðum tilfellum fslendingasögurnar og gefur það sömu vísbendingu um hug fólks til fornsagnanna. Ekki er hægt að sjá á þeim gögnum sem liggja til grundvallar rannsókninni að einhver ágreiningur hafi verið uppi varðandi bókakaup í einstökum félögum, en þó kemur fram í fundargerð- um bæði lestrarfélaga og ungmennafélaga að umræður hafi orðið um bókakaup. 10 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.