Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 40

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 40
Anna Torfadóttir Notendaþjónusta í Borgarbókasafni 1 þessum örstutta pistli held ég mig ekki alveg við að lýsa notendaþjónustu Borgarbókasafns eins og hún er í dag, þótt mér hafí verið uppálagt það í upphafi af ritstjórn blaðsins. Mig langar í fyrsta lagi að tæpa á hve mismunandi notendaþjónusta getur verið, í öðru lagi að minna á þá sem gætu verið hornrekur varðandi þjónustu og í þriðja og seinasta lagi að horfa fram á við. Þessi mál eru í deiglunni, ekki aðeins vegna breyttrar tækni og miðla, heldur einnig vegna þess að skoða þarf betur og skilgreina notendur safnsins og þá sem ekki nota safnið. Satt best að segja er alltaf nóg að gera við að þjóna þeim sem koma og gera kröfur og er þá hætt við að augunum sé lokað fyrir þeim sem gera litlar kröfur eða koma jafnvel ekki. Hefðbundin mynd af almenn- ingsbókasafni sem stað þar sem menn finna sér góða bók, helst skáldsögu, til að taka með sér heim að lesa er auðvitað afar takmörkuð eins og lesendur þessa blaðs þekkja best. Almenningsbókasafn hefur löngum verið kallað „háskóli” al- mennings og stundum er sagt að það sé eins konar „fnríki" því þang- að eru allir jafnvelkomnir, ungir og aldnir, fatlaðir og heilbrigðir, há- menntaðir og lítt menntaðir, atvinnulausir og atvinnurekendur. Enginn er spurður um ástæðu fyrir veru sinni í safninu, menn eru þar í friði á eigin forsendum. Almenningsbókasafnið er mörgum ómetanlegt skjól, andlegt og félagslegt. Borgarbókasafn hefur nú sett sér skrifleg markmið og er stefnt að því að fara ákveðnar leiðir að þessum markmiðum. Markmið safnsins má lesa á heimasíðu þess: http://www.rvk.is/ bokasafn/ index.htm. Við lestur þessara markmiða sést glöggt að það er notandinn og þjónustan við hann sem starfsemi safnsins miðast við. Þar segir m.a.: „Þjónusta safnsins skal ná til þeirra [borgar- anna] allra, án tillits til aldurs, kyns, kynþáttar, stjórnmála- skoðana, trúar, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu”. Hvað er notendaþjónusta? Starfsemi bókasafna er oft skipt í tvo meginþætti. Annars vegar er starfsemi í svokölluðum stoð- deildum og hins vegar er starfsemi, sem er sýnilegri, þ.e. not- endaþjónusta. Þetta tvennt er auðvitað samþætt og góð notendaþjónusta getur ekki þrifist án góðra stoðdeilda. Dæmi um mikilvægi stoðdeilda við að bæta notendaþjónustu er sú gjörbreyting sem orðið hefur í Borgarbókasafni með tölvukerfi safnsins, Feng. Um nokkurra ára skeið hafa notendur safnsins notið góðs af því að á augabragði sést hvort rit er einhvers staðar til og er ritið sent í þá safndeild sem viðkomandi hentar. Safnkosturinn nýtist betur nú en áður og fjölbreytnin eykst stöðugt. Nú er smám saman verið að bæta leitarleiðir í Feng til að auka líkur á að notendur safnsins fínni það sem þá vantar. Dæmi um slíkt er aukin og bætt skráning tímaritsgreina, ritgerða og einstakra tónverka. Þá er í auknum mæli farið að gefa safngögnum efnisorð því þeim, sem eru að afla sér upp- lýsinga um ákveðið efni, hentar oft best að leita eftir efnis- orðum. Með notendaþjónustu er einkum átt við hefðbundin útlán notenda, sem koma sjálfir í bókasafnið, ýmsa sérþjónustu eins og „bókina heim", útlán til skipa og stofnana, þjónustu bókabíla, millisafnalán og síðast en ekki síst upplýsingaþjónustu sem tekur á sig sífellt fjölbreyttari myndir. Upplýsingaþjónusta getur verið allt frá því að vera sam- tvinnuð almennum útlánum og afgreiðslu í safni án þess að vera merkt sérstaklega, að vera sérstaklega merktur staður í safni þar sem bókasafnsfræðingur þjónar notendum og loks verið deild með mörgum starfsmönnum með mismunandi sérmenntun sem vinna saman. Þá er til í dæminu að skipta upplýsinga- þjónustu/-deildum eftir fræða- sviðum eða að skipta upplýs- ingaþjónustu eftir þjónustustigi t.d. í hraðþjónustu annars vegar og hins vegar í aðstoð við ítaríega upplýsingaleit. Víða er boðið upp á upplýsingaþjónustu þar sem starfsmaður og gestur geta verið út af fyrir sig og upp- lýsingaþjónusta í gegnum síma er stundum mönnuð sérstaklega. I Borgarbókasafni hefur upplýs- ingaþjónusta verið starfrækt um árabil á ýmsa vegu eftir aðstæðum í hinum ýmsu deildum. Stöð- ugt þarf að huga að því hvaða skipulag leiðir af sér bestu upplýsingaþjónustuna. Segja má að Borgarbókasafn hafi boðið upp á góða þjónustu með því að hafa fjölbreyttan safnkost bæði að efni og formi og með því að taka nýjustu upplýsingatækni í þjónustu sína. A hinn bóginn hefur Borgarbókasafn ekki boðið upp á eitt og annað sem víða erlendis þykir sjálfsagður hlutur. Eitt dæmi er upplýsingaþjónusta sveitarfélagsins sem löng hefð er fyrir í nágrannalöndum okkar. Þar myndu menn fá upp- lýsingar um málefni borgarinnar, hinar ýmsu stofnanir og þjón- ustu þeirra, fyrirtæki, skóla, námskeið, menningarviðburði o.s.frv. ásamt leiðbeiningum um hvert leita skuli. Kynningar- bæklingar, eyðublöð og þess háttar geta legið frammi og ýmis önnur þjónusta er hugsanleg eins og að selja strætómiða og frímerki. Annað dæmi er upplýsingaþjónusta við atvinnulífið, einkum þjónusta við smærri fyrirtæki og einyrkja sem sjálfsögð þykir í almenningsbókasöfnum. Bæði hér á landi og erlendis er mikið tjallað um símenntun sem nauðsynleg er nútímamanninum og endurmenntun t.d. atvinnulausra eða þeirra sem eru að koma aftur út á vinnumark- aðinn. í ýmsum löndum hafa almenningsbókasöfn sinnt slíkri óhefðbundinni menntun, annað hvort óbeint með því að bjóða upp á aðstöðu eða beint með því að taka þátt í að skipuleggja hana. Til þess að ná utan um notendurna og að auðvelda okkur að skipuleggja notendaþjónustu er oft farin sú leið að setja þá í Lestrarhestar við iðju sína 40 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.