Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 38

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 38
Hrafn Harðarson Notendaþjónusta í bókasafni Kópavogs Smásýningar í júlí 1995 var byrjað að halda „smásýningar" í sýningarköss- um bókasafnsins. Fólk sem safnar smáhlutum kemur með þá og getur hver sem er boðið söfn sín til sýningar. T.d. hafa verið sýndir pennar, sparibaukar, teskeiðar, spil o.fl. Skipt er um sýn- ingarefni mánaðarlega. Þessar sýningar hafa hlotið verðskuld- aða athygli. Vinnustaðakynningar í júní og september 1995 var gert átak til að kynna safnið á vinnustöðum í Kópavogi. Var útbúinn bæklingur og farið með hann á flestalla vinnustaði í bænum. Rætt var við starfsfólk og því afhentur bæklingurinn. Virðist þetta átak hafa skilað árangri, því í byrjun júní voru skráðir notendur alls 7.623, en um áramót voru þeir orðnir 8.389 eða 766 fleiri. Starfsfólk hefur veitt því athygli að margir karlmenn á starfsaldri hafa gengið í safnið á þessum tíma, en margir vinnustaðir í Kópavogi eru dæmigerðir karlavinnustaðir, svo sem verkstæði og smiðjur ýmis konar. Siðareglur í samræmi við landslög svo og alþjóðlegar samþykktir hafa nú verið settar siðareglur fyrir starfsfólk Bókasafns Kópavogs til leiðsagnar. Varða þær fyrst og fremst þagnarskyldu vegna persónubundinna upplýsinga og meðferð þeirra. farnar að berast fyrirspurnir um upplýsingar og gögn, sem þar eru geymd. Búið er að raða talsvert af gögnum sem tengjast félögum, stofnunum og fyrirtækjum bæjarins og eru Kópavogs- blöðin aðgengileg. Ljósmyndasöfnun Auglýst var eftir gömlum ljósmyndum að vori afmælisárs bæjarins og bárust myndir víðs vegar að. Samvinna var nokkur <r Timarit $ þ 1 X tRtCNDUM M>ll Unql íólk Frá bókasafni Kópavogs Liepaja í Lettlandi Frú Aina Krauce, bæjarbókavörður í Liepaja í Lettlandi, dvaldi vikutíma í október 1995 í Kópavogi í starfskynningu á Bókasafni Kópavogs. Var sú dvöl í beinum tengslum við systrasamband safnanna í Kópavogi og Liepaja og er vonandi aðeins upphafið að öðru meira í samvinnu landanna á þessu sviði og öðrum. Söfnin hafa gert með sér bráðabirgðasam- komulag, sem nú þarf að endurskoða og gefa meira vægi með fulltyngi bæjaryfirvalda. Er stefnt að því að starfmenn Bókasafns Kópavogs endur- gjaldi heimsókn frú Ainu Krauce innan tíðar. Bókmenntaklúbbur Hana-nú Á Lesstofu heldur Bókmenntaklúbbur Hana-nú fundi sína og tekur fyrir ýmis bókmenntaverk, fær til sín höfunda og fræðinga og æfir dagskrár. Er nýhafið 13. starfsár bókmenntaklúbbsins og er hann sífellt í sókn. Á vormisseri voru tekin fyrir sagnaminni úr Kópavogi í tilefni af 40 ára afmæli bæjarins og sagðar sögur frá árdögum byggðar. Þá voru verk Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi lesin og sett upp samlestrardagskrá undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur og Ásdísar Skúladóttur og hún flutt í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni í desember. Síðast á haustmisseri 1996 voru verk Matthíasar Johannessen krufinn og kom hann síðan í heimsókn. Eru þessar samkomur sóttar af milli 20 og 30 manns í hvert sinn. Átthagadeild: Kópavogsstofa Segja má að Kópavogsstofa sé nú komin í gagnið og þegar búin að sprengja utan af sér þá 60 fermetra sem henni voru ætlaðir. Margar gjafir bárust á afmælisári bæjarins og þegar eru við þá aðila sem stóðu að söfnun mynda og sýningu í Listasafni Kópavogs og eru þær myndir varðveittar t' Kópavogsstofu. Er nú stefnt að því að taka eftir þeim myndum (um 800 alls) sem eftir eru og koma þeim þannig fyrir að þær geymist komandi kyn- slóðum til fróðleiks og ánægju. Útgáfa 1 viðbót við eldri bæklinga og lista (Iþróttir og útilíf, skrá yfir bækur um efni tengt íþróttum og Lærum að lesa, skrá yfir bækur um lestrarkennslu og til lestrarkennslu, Bækur fyrir barnafólk, Gróður og garðrækt) voru þessir gefnir út á síðasta ári: 1. Bókasafnið þitt - kynning á safninu fyrir vinnustaði í bænum. 2. Leiðsögn um s.afnið 3. Sögustundir 4. Myndbönd í Bókasafni Kópavogs 5. Jónas Hallgrímsson - Dagur íslenskrar tungu, 16. nóv. 1996. 6. íslensk menning - Já takk! (Skrá yfir bókmenntaverðlaun og hverjir hafa hlotið þau). Sem fyrr hafði Inga Kristjánsdóttir veg og vanda af útgáfu listanna. Notendur Um þriðjungur íbúa Kópavogs notar sér þjónustu safnsins og fjölgar þeim stöðugt. Teljari að láni frá Þjónustumiðstöð bókasalna var í safninu frá 11. des. 1996 til 11. janúar 1997. Samkvæmt honum komu 8.825 gestir í safnið á þessu límabili, sem gerir þá um eitt hundrað þúsund gestir á ári. Útlán á síðasta ári voru rúm 161 þúsund og lætur þá nærri að hver lánþegi hafi fengið um 1.6 gagn að láni að jafnaði. 38 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.