Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 57

Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 57
Marta Hildur Richter Fundir forstöðumanna almenningsbókasafna Þann 29. september 1984 var stofnfundur Félags forstöðu- manna almenningsbókasafna r Bókasafni Seltjarnarness. Stofnfélagar voru 17 forstöðumenn víðs vegar að af landinu. Kosin var þriggja manna stjórn og samþykkt voru lög félagsins í 7 greinum. í nokkur ár höfðu forstöðumenn af Stór-Reykjavík- ursvæðinu haft óformlegt samband sín á milli og komið saman árlega til skrafs og ráðagerða. Söfn úti á landsbyggðinni höfðu aftur á móti staðið ein og afskipt í þessum efnum. Haldnir voru 8 stjórnarfundir. Næsti aðalfundur var svo haldinn í Bókasafni Hafnarfjarðar 12. október 1985. Þar var fjallað um tölvuvæð- ingu, sameiginleg tölvukaup og sameiginlegt tölvukerfi, endur- skoðun á lögum um almenningsbókasöfn og sameiginlega út- lánakönnun. Formlegir fundir lögðust af m.a. þar sem formað- urinn fluttist úr landi og annar meðstjórnandinn varð alvarlega veikur, en forstöðumenn hittust óformlega eftir sem áður. Vorið 1989 hittust forstöðumenn í Kópavogi, og sendu 42 forstöðumenn frá sér sameiginlegt bréf til allra bæjarstjóra á landinu um launakjör starfsfólks almenningsbókasafna. I októ- ber 1989 var boðað til fundar forstöðumanna almenningsbóka- safna í Mosfellsbæ ásamt fulltrúa frá H.í. og bókafulltrúa. Alls mættu 32 á fundinn. Var sá fundur m.a. haldinn til að undirbúa endurskoðun á lögum um almenningsbókasöfn í þriðja sinn. Mikill tími fór í kjaramál á fundunum 1989, en srðan hefur þeim verið haldið utan dagskrár á þessum fundum. Síðan 1991 hafa verið reglulegir vor- og haustfundir sent boðaðir hafa verið með dagskrá. Ný stjórn hefur ekki verið kosin aftur og fundir eru ekki boðaðir í nafni félagsins. Það fyrirkomulag hefur komist á að fundarstaðir eru ákveðnir með löngum fyrirvara og reynt að dreifa þeim um landið. Tveggja daga fundir eru í maí og dagsfundir í september. 18. apríl 1991 var haldinn vorfundur í Keflavík og haust- fundur 20. september á Akranesi. Þar var stofnaður kynning- arsjóður almenningsbókasafna og samþykktar starfsreglur fyrir hann. 22. maí 1992 var svo vorfundur á Akureyri. Fundurinn sem vera átti í tengslum við Landsfund BVFÍ á Selfossi um haustið féll niður. 13. og 14. maí 1993 var haldinn vorfundur í Vestmannaeyjum og haustfundur 17. september sama ár í Grindavík. 18. - 20. maí 1994 var vorfundurinn haldinn á Höfn í Hornafirði og haustfundurinn í tengslum við Landsfund BVFI í Munaðarnesi í september sama ár. 11.-12. maí 1995 var vorfundur í Stykkishólmi og haustfundur í Mosfellsbæ 22. september. Vorfundurinn 1996 var 17. - 18. maí í Bolungarvík og haustfundur í tengslum við Landsfund BVFÍ í Munaðarnesi í september. Aukafundur forstöðumann var haldinn í Kópavogi 31. janúar 1997 til að ræða frumvarp það til laga um almenn- ingsbókasöfn sem nú liggur fyrir Alþingi. Næsti forstöðumannafundur verður haldinn á Húsavík 23. og 24. maí næstkomandi. Á fundina mæta yfirleitt um 22-26 forstöðumenn víðs vegar að af landinu, flestir frá stærri sveitarfélögum. Allir forstöðu- menn almenningsbókasafna eru velkomnir. Sá forstöðumaður sem býðst til að halda næsta fund hefur veg og vanda af skipu- lagi hans og leitar samráðs við aðra forstöðumenn um funda- refni. Eins láta forstöðumenn uppi óskir um efnisumfjöllun. Búið er að mynda tölvupóstlista forstöðumanna, en sífellt fleiri forstöðumenn geta nýtt sér þá tækni. Á fundunum eru tekin fyrir þau málefni sem helst eru á döfinni í „bransanum”. Má þar nefna hagsmunamál er varða stjórnun, fjármál, starfsmannahald, tækninýjungar og daglega starfsemi og rekstur almenningsbóka- safna. Þá eru rædd ýmis sameiginleg verkefni og hagsmunamál og teknar ákvarðanir um framkvæmd þeirra og fjármögnun. Stundum eru utanaðkomandi aðilar fengnir til að mæta með framlag er tengist starfsemi almenningsbókasafna. Á milli funda starfa svo vinnuhópar að ákveðnum verkefnum. Forstöðumannafundirnir eru sterkt afl í samvinnu almenn- ingsbókasafna landsins. Samstaða er nauðsynleg því við höfum á engan að treysta nema okkur sjálf. Það skortir faglega yfirstjórn, samræmingu og ráðgjöf fyrir bókasöfnin í landinu. Svona samvinna og upplýsingastreymi byggist á persónulegum samskiptum einstaklinga og því er mjög mikilvægt að hittast og ræða málin. Þótt þetta séu fyrst og fremst fundir til að ræða fagleg málefni eins og áður er getið, þá má ekki gleyma því, að við notum einnig tækifærið til að gleðjast saman. Gleðin er andlegur og líkamlegur orkugjafi og skyldi ekki vanmetin. Heimamenn sem halda fundina taka rausnarlega á móti okkur, bjóða upp á ævintýra- og skoðunarferðir og hátíðarkvöldverð. Búið er að stofna nokkrar deildir meðal forstöðumanna eins og snjósleðadeild, siglingadeild og fleiri í kjölfar þessara funda. Það er tilhlökkunarefni að fara á forstöðumannafund. Af því höfum við bæði gagn og gaman. Það er fjölbreytt, spennandi og mikilvægt starf að vera almenningsbókavörður í dag - og svo eru bókaverðir líka svo hrikalega mikilvægir, flottir og skemmtilegir bæði í leik og starfi. Tekið saman í febrúar 1997. SUMMARY The Association of Public Libraries' Administrators An historical account of the Association of Public Libraries' Administi'ators which was founded in 1984 by seventeen head librarians from all over Iceland. The association held meetings regularly during the winter of 1984-85 but only met informally from then until the spring of 1989 when meetings started to be held again. The purpose of the meetings is to discuss matters common to all public libraries: management, funding, staff problems, technical innovations etc. Between meetings small committees work on various projects. A listserv has also been set up. The general feeling is that the association's meetings are a great help and inspiration to the librarians. ÁA BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.