Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 52

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 52
Almennar spurningar um starfsemina Spurt var um nýja þjónustu sem boðið hefur verið upp á, á síð- ustu 5 árum. Nýjungar í þjónustu fóru eftir því á hvaða þjónu- stustigi söfnin höfðu verið. Sú nýja þjónusta sem boðið var upp á var í langflestum tilvikum hefðbundin bókasafnsþjónusta sem boðið hafði verið upp á annars staðar. Ný þjónusta sem boðið hefur verið upp á síðustu 5 árin: • Útlán á tónlist á geisladiskum • Útlán á myndböndum • Útlán á tímaritum • Pöntunarþjónusta á bókum, sem voru í útláni • Tölvuleit í Gegni • Lánþegar beðnir um tillögur að bókakaupum, látnir vita þegar bókin kom • Opnunartími lengdur • Þjónusta sem var til staðar kynnt í fyrsta sinn • Rithöfundakynningar • Bókmenntakynningar í samvinnu við grunnskóla • Bókmenntagetraun - bókmenntaverðlaun • Flokkun og skráning safnkosts grunnskóla • Opið hús fyrir eldri borgara • Upplestur í félagsmiðstöð aldraðra • Útibú fyrir börn • Sögustund fyrir 6-12 ára að sumarlagi Ein nýjung í þjónustu á einu safninu var sögustund fyrir 6-12 ára yfir sumartímann. Þetta var mjög vinsælt því lítið er fyrir þennan aldurshóp við að vera þegar skólarnir eru lokaðir. Þarna er sjálfsagt óplægður akur og gætu bókasöfnin boðið upp á margs konar dagskrá og þjónustu fyrir þennan aldurshóp í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð bæjarfélaganna. Eitt safnið hafði nýverið opnað útibú fyrir börn. Ekki var komin mikil reynsla á þessa nýjung, sem er svipuð þeirri þjónustu sem boðið er upp á í barnadeildum bókasafna. Engar sérstakar ástæður voru nefndar fyrir því að þessir nýju þjónustuþættir voru teknir upp. Eins og þessi upptalning ber með sér, er hér um mjög hefðbundna þjónustuþætti að ræða. Það er greinilegt að þegar bryddað er upp á nýjungum í þjónustu safnanna hætta menn sér ekki út á ókunn mið, en sækja helst í smiðju til annarra safna og bjóða upp á það sama og annars staðar. I sumum tilvikum þekkja safngestir til þjónustu annarra safna og óska eftir sambærilegri þjónustu á sínu heimasafni. Var það í einu tilviki nefnt sem rök fyrir nýjum þjónustuþætti sem áætlað var að taka upp í framtíðinni. I dag eru gjöld fyrir þjónustu bókasafnanna það lág að þau hindra engann í að nota þjónustuna. Spurningin um gjaldtöku kann þó að verða áleitnari í framtíðinni, ef og þegar farið verður að bjóða upp á sérhæfða upplýsingaþjónustu sem krefst aðgangs að dýrum tækjabúnaði og gögnum. Á stærri söfnunum eru menn þegar farnir að velta því fyrir sér hvort takmarka eigi upplýs- ingaþjónustu og þá til hverra. Upplýsingaleit fyrir börn sem eru að leysa þrautir í tölvuleikjum getur verið tímafrek og matsatriði hvort réttlætanlegt sé að verja tfma starfsmanna safnanna í slíka upplýsingaþjónustu. Siðferðilegar spurningar af ýmsu tagi vakna þegar vandamál af þessum toga koma upp og eru söfnin almennt ekki búin að móta stefnu í þessum efnum. Spurt var um þjónustu sem ekki er boðið upp á í dag, en sem forstöðumennirnir vildu bjóða upp á. Uppákomur af ýmsu tagi sem starfsmenn safnanna skipulegðu og sæju um framkvæmd á nefndu allir. Bókmenntakynningar, sýningar og sögustundir fyrir börn eru dæmi um uppákomur sem áhugi var að bjóða upp á. Flestir nefndu að þeir vildu auka notkun tölva í upplýsinga- þjónustu. Einnig var nefndur aðgangur að tölvuvæddum gagna- grunnum innlendum og erlendum, opinn aðgangur að gagna- grunnum safnanna sjálfra fyrir fólk utan safnsins og aðgang að tölvum fyrir almenning. Flestir nefndu aðgang að upplýsingum á geisladiskum. Einn nefndi heimsendingarþjónustu fyrir aldr- aða og tölvuskrá yfir safnkostinn. Einnig var nefnt að menn vilja gjaman geta boðið upp á fundaraðstöðu fyrir smærri fundi, fyrir fullorðinsfræðslu og klúbbastarfsemi af ýmsu tagi. Framtíðaróskir og áætlanir endurspegluðu ástandið á söfnunum hverju fyrir sig. Allir nema einn töldu að núverandi húsnæði safnsins stæði starfseminni fyrir þrifum og gerði þróun þjónustunnar illmögulega. Flestir sáu þó fram á úrbætur í húsnæðismálum innan fárra ára. Spurt var hvort til væru skrifleg markmið safnsins. Hvergi voru til skrifleg markmið fyrir þjónustuna. Allir viðmælendur töldu að skrifleg markmið væru gagnleg. Á einu safninu voru stafsmenn byrjaðir á því að setja niður skrifleg markmið fyrir safnið. Flestir nefndu lög um almenningsbókasöfn sem starf- semi safnanna tæki mið af. Einn viðmælandi lagði til að höfð væri samvinna um að semja sameiginleg markmið fyrir söfnin. Þó að ekki séu til skrifleg markmið eða áætlanir um starfið, eru skrifaðar fundargerðir á starfsmannafundum, þar sem hug- myndir sem fram koma eru skráðar og einnig ákvarðanir varð- andi starfsemi safnanna. Á einu safninu er útbúin vinnuáætlun fyrir árið. Á öllum söfnunum eru þó til langtímamarkmið sem allir þekkja svo sem flulningur í nýtt húsnæði eða tölvuskráning safnkosts. Á engu safnanna var til formleg skrifleg stefnumótandi áætl- un fyrir starfsemi safnsins. En allir voru með mjög ákveðnar skoðanir á því hver væru mikilvægustu baráttumál safnanna. Allir nema einn nefndu húsnæðismálin, sem mikilvægasta þátt- inn í þróun safnanna. Það má því segja að formleg markmiðs- setning og áætlanagerð séu ekki notaðar sem stjórntæki á söfnunum. Markaðssetning, markaðsáœtlanir, markaðsrannsóknir Spurt var um markaðsáætlanir. Það sama gildir um markaðs- áætlanir og aðrar formlegar áætlanir, þær tíðkast ekki á söfnun- um. Allir voru jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að gera mark- aðsáætlanir og áætlanir af ýmsu tagi, en þetta eru verkefni sem ekki eru ofarlega í forgangsröðun verkefna á söfnunum. Á minni söfnunum sérstaklega, er það áberandi að forstöðumaðurinn verður að ganga í flest störf sem unnin eru og gefst því oft lítill tími til stjórnunarstarfa. Aðferðir sem notaðar eru við kynningar- og markaðsstarf: • Fréttatilkynningar • Greinaskrif í blöð og tímarit • Þátttaka í uppákomum bókavarðasamtaka • Kynningarstarf forstöðumanna almenningsbókasafna • Dreifibréf á heimili - dreift til skólabarna • Almennir kynningarbæklingar • Veggspjöld • Plastpokar merktir safni • Bókamerki - Ýmsir smáhlutir • Kynningarheimsóknir fyrir 9 ára skólabörn • Kynningar fyrir sérstaka hópa - Rótary - sveitarstjórnarmenn • Skipulagðar uppákomur á söfnunum Hópur forstöðumanna almenningsbókasafna stendur sameigin- lega að kynningu á söfnunum og hefur látið útbúa kynningarefni af ýmsu tagi. Á minni stöfnunum er beitt þeirri aðferð að senda bréf með reglulegu millibili inn á öll heimili á þjónustusvæði safnsins, til að minna á tilvist og þjónustu þess. 52 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.