Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 59
Viss áherslumunur í söfnunum á ýmsum sviðum stafaði að
verulegu leyti af mismunandi hlutverki þeirra. Þessi áherslu-
munur kom m.a. fram í því að í Háskólabókasafni var lögð
áhersla á efnisaðgang og var það t.d. oftar með aukamarktölur
en Landsbókasafnið eldra, en í hinu síðarnefnda var aftur á móti
lögð áhersla á mjög ítarlega bókfræðilega lýsingu íslensks efnis
vegna útgáfu Islenskrar bókaskrár og voru m.a. gerðar þar auka-
færslur fyrir þýðendur efnis, en þetta tíðkaðist ekki að marki í
Háskólabókasafni.
í Háskólabókasafninu gamla voru byltiflokkar (fönixflokkar)
hverrar nýrrar útgáfu Deweykerfisins markvisst endurflokkaðir,
undanþegin endurflokkun voru þó rit sem voru í geymslum og
aðeins starfsmenn höfðu aðgang að. Ekki var yfirleitt um tíma
eða mannafla að ræða til að endurskoða tölur sem ýmist höfðu
styst eða lengst milli útgáfna og ekki lögð á það áhersla. Ávallt
var þó reynt að samræma flokkun eldri eintaka rita nýjum
útgáfum þeirra. Ekki var eins brýnt að endurflokka í Landsbóka-
safninu eldra sem ekki var sjálfbeinasafn.
Þróun flokkunarhefðar
Þýðingar skáldrita af erlendum málum á íslensku voru lengi
vel flokkaðar í Landsbókasafni með íslenskum bókmenntum en
í Háskólabókasafni voru þær tlokkaðar með frummálinu. í al-
menningsbókasöfnum var algengt og er enn tíðkað í einhverjum
mæli að flokka þýddar bókmenntir með bókmenntum þeirrar
tungu sem þýtt er á. í Qókasafnsriti Björns Sigfússonar og Ólafs
F. Hjartar, sem áður er getið, er boðið upp á tvær mismunandi
leiðir við flokkun þýddra bókmennta: a) gert ráð fyrir að ís-
lenskar og þýddar bækur flokkist eins, og fari forstafurinn I þá
á undan flokkstölu á þýddunt ritum; b) flokkarnir 818.2-.9
notaðir fyrir erl. skáldrit þýdd á íslensku, og segir þá aftasta
talan til um úr hvaða máli var þýtt, t.d. 818.2 úr ensku, .3 úr
þýsku (sbr. 820, 830 o.s.frv.). í Bókasafnsriti kemur fram sú
íslenska hefð sem haldist hefur, að talan 1 sé fyrir ísland, t.d.
031, 051, 061, 071, 410, 810 o.s.frv. Björn, sem með réttu má
telja föður bókasafnsfræðinnar hér á landi, tók upp kennslu í
flokkun er bókasafnsfræði varð kennslugrein við Háskóla
íslands árið 1956 að hans frumkvæði.
Hér má geta þess að önnur útfærsla kemur fram í grein frum-
kvöðulsins Jóns Ólafssonar, ritstjóra og bókavarðar, í Tímariti
Hins íslenska bókmenntafélags árið 1902, sbr. svohljóðandi
lýsing hans: „Gerum nú ráð fyrir, að 810 sé ísl. bókmenntir, al-
menn rit; 810.1 sé ljóð; 810.2 sjónleikar; 810.3 skáldsögur;
810.4 ritsöfn höfunda.“ fsl. fornbókmenntir voru lengi fl. í
839.6, eddukvæði í 293 og ísl. málfræði í 439.6. (Jón Ól. 1902,
s. 100.)
Afstaða til endurflokkunar
Eftirfylgd við nýjar útgáfur með endurflokkun hlýtur alltaf að
kosta nokkuð. Ekki er víst að ávallt sé fyrir hendi mannafli sem
þarf til að sinna daglegri flokkun á efni sem berst og jafnframt
endurflokka það efni sem fyrir er með úrelta flokkun. Sé þetta
vanrækt verður flokkunin smám saman úr öllum takt við tímánn,
flokkendur eiga erfitt með að notfæra sér aðfengna flokkun og
flokkunarkerfið hættir að þjóna tilgangi sínum. Sjálfbeini víkur
smátt og smátt fyrir safnbeina. Að skjóta sér undan endurflokk-
un er því ekki raunhæfur valkostur.
Líta þarf á endurflokkun sem sjálfsagðan hlut og ganga skipu-
lega að því verki. Ekki er æskilegt að vera með flokk of lengi
undir. Að mörgu er að hyggja, breyta þarf flokkun á ritunum
sjálfum, flokkstölum í skrám og á kjalmiðum. Hugsanlega einn-
ig á fortengdum strikamiðum. Þegar farið er af stað með endur-
flokkun þarf að auglýsa hana og fyrirhugaða forgangsröð
flokka, ennfremur kynna tímaáætlun meðal allra starfsmanna
safns. Þá þarf að láta aðra notendur vita af framkvæmdinni og
takmörkun á afnotum tiltekinna flokka rita meðan á henni
stendur. Sjálfsagt er að nota tækifærið og breyta um leið rað-
stöfum/ höfði ef reglur hafa breyst eða misræmis verður vart.
Mörkun stefiiu - meginþœttir
í Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni ríkir eftirfarandi
stefna:
a) að halda sem bestu samræmi í flokkun í safninu sem heild og
hinum ýmsu deildum þess
b) að fylgja í aðalatriðum nýjustu alþjóðlegri útgáfu DDC við
flokkun safnefnis en taka fram yfir séríslensk afbrigði
Flokkunarkerfis þar sem slíkt á við
c) að birta í Islenskri bókaskrá flokkstölur sem fara að lengd
sem næst þeirri útgáfu Flokkunarkerfis sem er í notkun, þ.e.
nýjustu útgáfu þess eða forprenti að nýrri útg.
d) að láta nýja byltiflokka ganga fyrir í endurflokkun skv.
hverri nýrri útgáfu DDC en meta auk þess hverju sinni
mikilvægi og umfang annarra breytinga og taka ákvarðanir
um endurflokkun skv. þvf
e) að meta þörf á grisjun áður en til endurflokkunar kemur og
endurflokka ekki efni sem vistað hefur verið eða verður
vistað á næstunni f geymslum vegna lítillar notkunar eða
úreldingar, efni sem afhenda á úr safninu eða fleygja
f) að nota þar sem þörf er á forstafi til sundurgreiningar efnis
umfram það sem flokkstölur gefa kost á og halda lista um
slíka forstafi og merkingu þeirra
g) að halda lista um segultölur fyrir þvergreinarit og annað
áþekkt safnefni ef flokkunarkerfi telst ekki gefa nægilega
skýr fyrirmæli um forgang flokkstalna eða sérstakar
aðstæður kalla á tilteknar lausnir
h) að halda lista um raðir sem markvisst er haldið saman eða
dreift skv. ákvarðanatöku fremur en eðli ritanna, sbr. sam-
kvæmni flokkunar og raðstafa.
Flokkun og niðurskipan safnkosts
Landsbókasafninu eldra var skipt niður í þjóðdeild, handrita-
deild og erlenda deild og var safnkostur aðskilinn á sama hátt. í
Háskólabókasafni var íslenskum ritum og erlendum einnig hald-
ið aðskildum í aðalsafni en samraðað í útibúum safnsins. í
Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni er íslenskum sjálf-
beina ritum fyrrum Háskólabókasafns raðað með erlendum rit-
um úr söfnunum báðum, þannig að á sjálfbeina raðast nú frum-
textar og þýðingar saman og reynir þá á að flokkunin sé hin
sama. Samröðun íslenskra og erlendra rita gildir einnig í útibú-
um safnsins. Ritum þjóðdeildar er haldið sér. Önnur sérsöfn bera
yfirleitt uppruna sínum efnislegt vitni og er uppistaða þeirra
ýmist erlend eða íslensk, en sum eru að einhverju leyti blönduð.
í handritadeild er niðurskipan eftir handritsnúmerum skv. upp-
runa handritanna (bókstafir og númer).
Auk þess sem flokkstölur hafa þann tilgang að skipa saman
því sem saman á í skrám og í hillum safnsins, þá hafa þær einnig
þann tilgang að sundurgreina efni í röðun og raðstafir úr höfði
eru svo til enn frekari hjálpar við þetta, enda þótt þeir greini ekki
ávallt fyllilega í sundur eins og t.d. raðstafir skv. kerfi Cutters.
Library of Congress hætti á sínum tíma að nota Deweykerfið
(tugakerfi) og tók upp sitt eigið kerfi, LC C-flokkunarkerfið,
sem er blandað kerft (bókstafír og tölustafir). Allt of mikið efni
safnaðist á hverja tölu Deweykerfisins, þar sem safnkosturinn
var orðinn svo gífurlegur. I LC er einnig notað Cutter kerfi, en
skv. því geta fleiri eintök sama rits fengið mismunandi Cutter-
auðkenni. (Cutter 1904.) 1 mjög smáum söfnum er tilhneiging til
að líta fram hjá þessu hlutverki flokkunar en bera notagildi
þeirra aðeins saman við efnisorð.
BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 59