Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 42

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 42
Kristín Aðalsteinsdóttir Þjónusta almenningsbókasafna við nýbúa Inngangur Eitt af hlutverkum og markmiðum almenningsbókasafna hefur löngum verið að þjóna öllum jafnt. (Wheeler 1981, s. 18) Víðast hvar á Vesturlöndum má finna einhvers konar ákvæði um þetta hlutverk í lögum og reglugerðum um almenningsbókasöfn. Sömu sögu er að segja ef skoðaðar eru yfirlýsingar, siðareglur og stefnuskrár alþjóðlegra samtaka svo sem Alþjóðlegra samtaka bókavarðafélaga (IFLA) og Menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). íslensk lög um almenningsbókasöfn ætla söfnunum að vera mennta-, upplýsinga- og tóm- stundastofnanir fyrir almenning (sbr. fyrstu grein laga um almenn- ingsbókasöfn frá 1976). Sam- kvæmt nýjum tillögum frá ís- lenska menntamálaráðuneytinu er almenningsbókasöfnum ætlað að þjóna öllum þegnum landsins. Þar er meðal annars sérstaklega tekið fram að söfnin geti jafnað aðstöðu fólks til aðgangs að upplýsingum (í krafti upplýsinga, 1996). Víða er tekið fram sérstaklega að almenningsbókasöfnum beri að þjóna öllum jafnt, án tillits til mis- munar eins og aldurs, kynþáttar og skoðana (Giacoma 1989, s. 14; Tinker 1990, s. 41; UNESCO Public Library Manifesto, 1995). Jafnvel er sums staðar tekið fram að söfn vilji veita sér- hópum ekki síðri þjónustu en „venjulegum“ notendum (A Charter for Public Libraries 1993). Nýbúar eru einn þeirra þjóðfélagshópa, sem oft þurfa á sérh- æfðri þjónustu að halda. Vegna þessa eru víða dæmi um að bókakaup og jafnvel önnur bókasafnsþjónusta við nýbúa sé styrkt sérstaklega af rfkissjóði viðkomandi lands eða af borgar/ héraðsyfirvöldum (Nyeng 1987, s. 686; Rispy Tveter 1987, s. 235; Ekman 1990, s. 78; Hellman 1990, s. 16; Chao 1993, s. 319-320). Hér á eftir verður fjallað um þjónustu nokkurra almenn- ingsbókasafna á íslandi við nýbúa. Sagt verður frá þjónustu, sem stendur nýbúum til boða hjá nokkrum stofnunum hérlendis en er af því tagi að almenningsbókasöfn sinna henni víða erlend- is. Að lokum verður lítillega gert grein fyrir hvernig þjónustu við nýbúa er háttað í nágrannalöndunum. Lítið mun vera til á prenti um þjónustu íslenskra almenn- ingsbókasafna við nýbúa. Því byggist vitneskja mín um hana fyrst og fremst á viðtölum við bókaverði. Auk þess hef ég rætt við forstöðumann Upplýsinga- og menningarmiðstöðvar nýbúa um starfsemi miðstöðvarinnar, rætt við fulltrúa hjá Rauða Krossi íslands og starfsfólk hjá Skólasafnamiðstöð Reykja- víkurborgar. Einnig leitaði ég upplýsinga hjá námstjóra í nýbúa- fræðslu á grunnskólastigi. Kann ég öllum viðmælendum mínum bestu þakkir fyrir aðstoðina. Nýbúar á íslandi Erfitt er að nálgast nákvæmar tölur um fjölda nýbúa á íslandi. Skráningaraðferðir þær sem Hagstofan notar við færslu þjóðskrár eru ekki verulega vel til þess fallnar að veita upp- lýsingar um slíkt. Kristín Njálsdóttir, forstöðumaður Upplýs- inga- og menningarmiðstöðvar nýbúa, telur að frá Asíu allri séu hér um 1200 nýbúar og rúmlega 1400 frá Bandaríkjunum en stærsti hópurinn hér séu Norðurlandabúar. Sennilegt má telja að nýbúar hérlendis muni vera 7 - 8000 manns. Þessir nýbúar koma víða að úr heiminum og fjöldi tungumála, sem þeir eiga að móðurmáli, skiptir tugum. Nýbúar setjast að á íslandi af ýmsum ástæðum. Sumir eru flóttamenn. Þeir hafa oftast komið hingað í afmörkuðum hópum frá ákveðnu landi í senn (Ung- verjar 1956, Júgóslavar 1959, Víetnamar 1979, '90 og '91, Pól- verjar 1982 og hópur frá fyrr- verandi Júgóslavíu 1996). Farand- verkafólk af ýmsum þjóðernum hefur komið hingað sem tíma- bundið vinnuafl en ílengst, meðal annarra Pólverjar, Nýsjálendingar og fólk af SA-asískum uppruna. Margir nýbúar eru giftir íslend- ingum og hafa flutt til landsins með maka sínum og fleiri ástæður mætti telja. Böm fólks af ofan töldum hópum hafa mörg svipaðar þarfir og nýbúar, jafnvel þótt þau séu fædd hérlendis. Hvernig bókasafnsþjónustu þurfa nýbúar? Það er ekki einfalt mál fyrir almenningsbókasöfn að þjónusta nýbúa. Þeir þurfa augljóslega safnkost á tungumáli sem þeir skilja. En þar að auki þurfa þeir að ýmsu leyti annars konar safn- kost en meðaljón þess lands sem þeir búa í. Sérþjónusta við nýbúa þarf að vera að minnsta kosti þriþætt (Ris0y Tveter 1987, s. 234). Hún þarf að: 1. hjálpa nýbúum að læra nýtt tungumál, aðlagast aðstæðum í nýju þjóðfélagi og spjara sig þar í menntunarlegu, félagslegu, atvinnulegu og menningarlegu tilliti, 2. hjálpa nýbúum að viðhalda tengslum við eigin móðurmál og menningu og 3. styrkja með þvt' sjálfsmynd þeirra og sjálfsvirðingu, sem aftur er forsenda fyrir velgengni í nýju landi. Ofanskráð á ekki bara við um nýbúann (innflytjandann) sjálf- an heldur einnig um afkomendur hans. Fyrsta kynslóð nýbúa þarf á mestri hjálp að halda í sambandi við fyrstu tvö atriðin hér að ofan. Börn hennar og barnabörn (önnur og þriðja kynslóð nýbúa) þurfa síðan meiri aðstoð við tvö síðustu atriðin (Lund & Tvete 1987, s. 240; Ekman 1990, s. 76; Hellman 1990, s. 16; Tinker 1990, s. 44). f þeim hópi lenda og stundum kjörbörn sem ættleidd hafa verið frá fjarlægum þjóðum. Eitt atriði enn sem varðar þjónustu við nýbúa og samfélagið í heild, telja ýmsir sem um þessi mál skrifa mjög mikilvægt. Það er að almenningsbókasöfn leggi sig fram á sem íjölbreyttastan hátt við að vinna gegn kynþáttafordómum og útlendingaandúð hvert í sínu samfélagi (Andersen 1987, s. 235; Tinker 1990, s. 45-47). Eins og sjá má af ofantöldu er það býsna margt sem almenn- 42 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.