Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 71
Ritdómar
íslensk œttfrœði : skrá um rit í œttfrœði og skyldum greinum /
tekið hefur saman Kristín H. Pétursdóttir = Icelandic
Genealogy : a Bibliography of Publications in Genealogy and
Related Fields / researched and compiled by Kristín H.
Pétursdóttir. - Reykjavík: Þjóðsaga, 1994.
Bókinni er ætlað að auðvelda áhugafólki um ættfræði þessa
tómstundaiðju sína, en jafnframt er henni ætlað að vera
starfsfólki bókasafna og skjalasafna til gagns og lætur höfundur
í ljósi þá von að hún megi verða til þess að að flýta fyrir upp-
byggingu sérstakra ættfræðihorna eða deilda í þessum
stofnunum (bls. 9). Eins og enskur titill bókarinnar ber með sér
er vonast til að hún gagnist einnig Vestur-Islendingum sem vilja
leita róta sinna í gamla landinu. Þetta markmið er jafnframt
undirstrikað með enskum þýðingum á kaflaheitum og með því
að skýra skammstafanir og ýmis gagnleg orð á ensku í sérstakri
skrá. Þetta er örugglega mjög þarft þar sem ættfræðiáhugi
frænda okkar fyrir vestan virðist fara vaxandi ekki síður en
okkar sjálfra. Höfundur hefur jafnframt lagt sig eftir því að ná í
upplýsingar um ættfræðirit sem gefin hafa verið út í Vesturheimi
og ætti það enn frekar að verða til þess að auka tengslin.
Aðalskráin, skrá yfir hagnýt rit við ættrakningu og úrvinnslu
upplýsinga og viðbætur við aðalskrána innihalda samtals 1624
númeraðar færslur, og er ritum raðað eftir titli í hverri skrá fyrir
sig. Færslurnar eru skýrar, á góðu letri og vel uppsettar og bera
með sér að mikil vinna hefur verið lögð í bókina. Þar er oft
lýsing á innihaldi viðkomandi rits og á eftir hverri færslu eru birt
mannanöfn, staðanöfn og efnisorð sem eiga við færsluna. Þetta
gefur góða möguleika á að vinna með aðalskrána og hjálpar-
skrárnar saman, því í bókinni eru ýmsar ágætar hjálparskrár. Þar
er skrá yftr þær heimildir sem notaðar hafa verið við gerð
bókarinnar, skrá yfir helstu skjalasöfn, skrá yfir bæja- og
héraðsbókasöfn, helstu tímarit sem birt hafa ættfræðilegt efni,
ytirlit yfir hreppaskipan 1930 og 1965, skrá yfir rit eftir sýslum
og hreppum, höfundaskrá, skrá yfir staðanöfn og önnur efnisorð
og mannanafnaskrá. Allar eru þessar skrár mjög gagnlegar og
geta jafnvel komið sér vel við önnur viðfangsefni en ættfræði
svo sem yfirlitið yfir hreppaskipan.
Hér verður ekki farið út í það að gagnrýna val einstakra rita í
skrána. Það mætti eflaust nær endalaust telja upp einhver rit sem
fólki finnst vanta og önnur sem því finnst að ættu ekki að vera
með. Þó verður að benda á eitt atriði sem er beinlínis villandi.
Ibúaskrár Hagstofu íslands eru teknar með í bókina og sagt við
hvaða tfma fyrsta skráin er miðuð, þar er oftast talað um 1. des.
1989 eða 1986. Þetta er ekki rétt því á Hagstofunni. eru
aðgengilegar íbúaskrár fyrir allt landið frá árinu 1952.
Gera má ráð fyrir að þeir sem nota bókina detti fyrst í hug að
leita ritanna sem þeir finna þar í Þjóðarbókhlöðunni. Þess vegna
akvað ég að gera svolítinn sarnanburð á bókinni og færslunt í
Gegni, bókasafnskerfi Landsbókasafns íslands - Háskólabóka-
safns. Við þann samanburð kom í Ijós að ekki vantar mikið í
bókina sem finnst í Gegni, en aftur á móti eru mörg rit í bókinni
sem ekki er að fínna í Gegni. í slíkum tilfellum er auðvitað
oftast um að ræða smárit sem oft hafa verið gefin út í tengslum
við ættarmót eða annað slíkt, eru ekki á almennum markaði og
skila sér greinilega ekki nægilega vel til Landsbókasafns með
prentskilum. Starfsfólk þjóðdeildar Landsbókasafns ætti að líta
á bókina sem hvatningu til þess að vera vakandi fyrir þannig rit-
um og einmitt nýta sér hana til þess að hafa upp á slfku efni.
Jafnframt hefði höfundur mátt útskýra betur í inngangi sínum
hvernig mögulegt er að nálgast ritin. Það hefði jafnvel verið
æskilegt að hafa vísbendingu við hverja færslu, svo sem stað-
setningartákn, en það er nú ef til vill til of mikils mælst. Þar
hefði einnig mátt útskýra betur mun á frumheimildum og annars
stigs heimildum eins og þeim sem ritin í skránni eru. Eins og
höfundur bendir á í inngangi er vitað að alltaf er eitthvað um
villur í ættfræðiritum og varasamt að treysta neinu. Ef fólk ætlar
sér að gera sínar eigin ættarskrár á fræðilegan hátt er í raun
nauðsynlegt að fara í frumheimildirnar. Eg hef á tilfinningunni
að skráin sé ekki mjög aðlaðandi og aðgengileg fyrir byrjendur,
eða þá sem ekki eru vanir að nota skrár af þessu tagi og fyrir það
fólk eru slíkar útskýringar og upplýsingar nauðsynlegar. Með
þetta fólk í huga datt mér í hug að ef til vill hefði flokkuð skrá
verið aðgengilegri, þannig að til dæmis væri hægt að sjá á einum
stað yfirlit yfir öll stéttatöl, öll ábúendatöl o.s.frv. Þetta er bara
ein hugmynd og í raun er aðgengi að slíkum tölum gefið
ágætlega með efnisorðum, þar sem til dæmis starfsheiti stétta
eru tekin sem efnisorð.
Hjálparskrámar veita aðgang að ritunum í aðalskránni eftir
mismunandi leiðum og hlýtur að fara eftir ástæðum hverju sinni
hvaða leið nýtist best. Við vinnu mína hefur skrá yfir rit eftir
sýslum og hreppum reynst mér best og verð ég að hrósa gerð og
veru hennar í bókinni. Skrá yfir staðanöfn og önnur efnisorð
hefur aftur á móti vakið upp spurningar. Sem dæmi má nefna að
þar er Skag. efnisorð og einnig ábúendatöl-Skag. en frá því
efnisorði er vísað í tvö rit sem ekki er vísað í frá Skag. Skýringin
er sú að þarna er um að ræða ábúendatöl ákveðinna hreppa í
Skagafirði en ekki allrar sýslunnar. Þetta er villandi og óþarflega
flókið og hefði mátt komast hjá því með millitilvísunum í
skránni eða jafnvel með því að vísa frá staðaheitum sem ná yfir
heilar sýslur eða hreppa yfir í skrána góðu yfir rit eftir sýslum
og hreppum. Höfundaskrá og mannanafnaskrá eru auðvitað
nauðsynlegar og svo sjálfsagðar í svona riti að varla þarf að
minnast á þær. Því miður er mannanafnaskráin sett upp þannig
að þegar margir heita sama skírnarnafni er það einungis prentað
hjá þeim fyrsta í röðinni og síðan aðeins föðurnöfn þeirra sent á
eftir koma. Jafnvel þó að fyrsta og síðasta nafn á opnunni sé
prentað efst á síðu er alltaf seinlegt að leita í svona uppsettri
skrá.
Starfsfólk á bókasöfnum hefur eflaust orðið vart við vaxandi
ættfræðiáhuga á meðal þjóðarinnar og hlýtur þessi bók að vera
til aðstoðar við upplýsingagjöf um þau efni. Ég vil taka undir
með höfundi sem hvetur bókaverði og skjalaverði til að auka
þjónustu á þessu sviði. Hvert héraðsbókasafn hlýtur að leggja
metnað sinn í að eiga til allar mögulegar upplýsingar sem
tengjast héraðinu og þessi bók er frábær vegvísir á leiðinni til
þess takmarks.
Rósa Þorsteinsdóttir
BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 71