Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 33

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 33
Halldóra Þorsteinsdóttir Upplýsingar og almannatengsl Upplýsingadeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns Við sameiningu Landsbókasafns íslands og Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu var deildaskiptingu safnanna breytt að nokkru og sett í fastari skorður en áður hafði verið. Ný deild, upplýs- ingadeild, varð til. Undir verksvið hennar fellur ýmis starfsemi sem rækt hafði verið að einhverju marki í báðum söfnunum, en hinu nýja safni ber að sinna lögum samkvæmt. Þar er m.a. kveð- ið á um að halda beri uppi fjölþættri bókasafns- og upplýsinga- þjónustu í þágu atvinnuvega, stjórnsýslu, rannsókna og hvers kyns menningarmála í landinu, leiðbeina notendum bókasafns- ins um heimildaleit, sinna þörfum kennslu og rannsóknarstarf- semi í Háskóla íslands og stuðla að sjálfstæði og frumkvæði háskólanema í námi. Helstu viðfangsefni upplýsingadeildar eru umsjón með upplýsingaþjónustu á 2. og 4. hæð safnsins og tölvuleitum, notendafræðsla, ýmsir þættir almannatengsla, ásamt starfrækslu tón- og mynddeildar safnsins. Upplýsinga- deildin hefur á að skipa sex bókasafnsfræðingum í fimm stöðu- gildum, þar af forstöðumanni og deildarstjórum í upplýsinga- þjónustu og tón- og mynddeild. Deildarstjórar og aðrir starfs- menn skiptast á um að annast þjónustu við upplýsingaborðin á báðum hæðum og sinna jafnframt öðrum verkefnum, eftir því sem tími vinnst til. Meðan safnið er opið er ávallt einn starfs- maður við upplýsingaborð á 4. hæð og einn til tveir á 2. hæð eftir álagi. Upplýsingaþjónusta Miðstöð upplýsingaþjónustunnar er á 2. hæð safnsins og er Ingibjörg Arnadóttir deildarstjóri hennar. Afgreiðsluborð upp- lýsingaþjónustunnar blasir við gestum þegar inn í safnið kemur. A sömu hæð er einnig aðalafgreiðsla útlánadeildar, handbóka- rými með um 15 þúsund bindum handbóka og tilheyrandi vinnuaðstöðu, skjáir með aðgangi að Gegni og Greini, tölvur með ýmsum gagnasöfnum á geisladiskum, íslenska lagasafninu, gagnasafni Morgunblaðsins, aðgangi að Feng, Internetinu og Þjóðskrá svo dæmi séu nefnd. Frjáls aðgangur er að öllum gögn- um og aðstöðu sem þarna er, nema Internettölvum, sem notendur þurfa að bóka sig á. Við upplýsingaborðið á 2. hæð fer fram fjölbreytt þjónusta, bæði við þá sem koma í safnið og þá sem hringja eða senda fyrirspurnir með bréfi, faxi eða tölvupósti. Fjöldi fyrirspurna sem berst með tölvupósti fer vaxandi, einkum fyrirspurna sem berast erlendis frá, en netfang upplýsingaþjónustunnar er á heimasíðu safnsins og hægt að senda póst beint þaðan. Þjón- ustan er einkum af þrennum toga: að veita svör við almennum spurningum, leysa úr eða aðstoða við úrlausn sérhæfðari fyrir- spurna og síðast en ekki síst leiðbeina við notkun gagna og gagnasafna. Meira en helmingur daglegra fyrirspurna er almenns eðlis, svo sem um tilteknar staðreyndir, hvort tiltekið rit sé til eða hvar hitt og þetta sé að fínna í safninu og er þeim almennt nokkuð fljótsvarað. Með fleiri leiðbeiningabæklingum, varanlegum merkingum innanhúss og uppdráttum sem sýna tilhögun á hverri hæð standa vonir til að spurningum um húsaskipan fari fækkandi og betri tími gefist til þess að sinna meira krefjandi verkefnum. Starfsemin felur einnig í sér að byggja upp og veita aðgang að öllugum handbókakosti, smáprentasafni og öðrum gagnasöfn- um, en önnur þjónusta felst ýmist í heimildaleit fyrir gesti eða aðstoð við uppflettingar og notkun þeirra gagna sem í boði eru. Auk fjölda gagnasafna sem gestir hafa aðgang að án endur- gjalds, geta þeir jafnframt látið gera fyrir sig tölvuleit, þ.e. heim- ildaleit í erlendum upplýsingamiðstöðvum, sem selja aðgang að upplýsingum og greiða þeir þá útlagðan kostnað safnsins. Eftirfarandi yfirlit sýnir hvers konar hjálpargögn voru notuð á þriggja mánaða tímabili til að svara vandasömum fyrirspurnum eða hvaða úrlausn menn fengu. Gagnasöfn á geisladiskwn Frá því CD-ROM geisladiskar komu fyrst á markað um 1986 hefur bókfræðilegum gagnasöfnum á geisladiskum fjölgað ört. Háskólabókasafn tók þessa tækni snemma í þjónustu sína og bauð upp á úrval gagnasafna sem aðgangur var að á tveimur tölvum. Við sameiningu safnanna var keyptur búnaður til þess að nettengja allt að 28 diska og eru nú 16 gagnasöfn á netkerfí safnsins og aðgengileg frá átta nettengdum tölvum. Önnur tíu gagnasöfn eru á einmenningstölvum á handbókarýminu á 2. hæð. Þetta eru misstór gagnasöfn á einum upp í fimm diskum hvert og vísa í bækur, tímaritsgreinar, skýrslur og annað efni á ýmsum sérsviðum. Einnig eru tíu gagnasöfn á margmiðlun- ardiskum, svo sem íslandshandbókin og alfræðirit, en það eru diskar sem geta miðlað hljóði, myndum og kvikmyndum auk venjulegs texta. Aðgangur að þeim er á tveimur margmiðlunar- tölvum sem eru á 4. hæð safnsins. Internetið Frá því safnið var opnað 1. desember 1994 hafa gestir haft aðgang að Veraldarvef Internetsins sér að kostnaðarlausu frá tveimur tölvum á 2. hæð. Var safnið hið fyrsta hér á landi til þess að veita slíkan aðgang, en forritið Netscape var þá nýkomið fram á sjónarsviðið. Til þess að nota Internetið þurfa gestir að skrá sig með nafni og kennitölu, en notkun takmarkast við 17 ára aldur og við eina klukkustund á mann á dag. Tölvuleitir Aukið framboð gagnasafna á geisladiskum, UnCover, Free Medline og fjölda annarra gagnasafna á Internetinu hefur leitt til þess að hefðbundnum tölvuleitum fer fækkandi. Þær eru nú helmingur af því sem var í Háskólabókasafni þegar þær voru flestar árin 1991/1992. Þróunin hefur verið sú að tölvuleitir í víðasta skilningi þess orðs eru að mestu leyti komnar í hendur notenda sjálfra. Þeir hafa nú, án endurgjalds, aðgang að gagna- BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.