Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 41

Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 41
hópa. Við bjóðum þessum hópum upp á mismunandi þjónustu við hæfi, t.d. litlum börnum upp á sögustundir og grunnskóla- nemum upp á safnkynningar. Við bjóðum upp á upplýsingaþjón- ustu sem snýst að miklu leyti um að þjóna fólki í hefðbundnu námi. En verða ekki einhverjir útundan; - einhverjir sem falla ekki inn í hópana? Ætlum við að teygja okkur til þeirra sem við höfum ekki getað sett í okkar hefðbundnu hópa bókasafnsnot- enda? Það eru því miður margir sem ekki fá þjónustu við hæfi eða geta ekki nýtt sér það sem við bjóðum nú upp á. Má þar nefna atvinnulausa, Iítt menntaða, þroskahefta, geðfatlaða, heymarlausa, lesblinda og nýbúa. (Sjá ítarlega grein Kristínar Aðalsteinsdóttur um þjónustu við nýbúa á öðmm stað hér í blaðinu). Bókasöfn hafa iöngum gert notendakannanir og hefur niður- staðan í þessum könnunum nær undantekningalaust verið sú að flestir notendur em ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá. Það er gott til þess að vita að þeir sem koma eru ánægðir en það er ekki nóg að gera notendakannanir. Það er líka nauðsynlegt að skoða þá sem ekki eru notendur og reyna að átta sig á hvers vegna þeir eru ekki notendur og hvort bæta megi úr. Nú er verið að vinna úr könnun sem gerð var með 1200 manna úrtaki Reykvíkinga. Þessi könnun er unnin af tveim nemum í bókasafnsfræði í samvinnu við Borgarbókasafn og er hluti hennar lokaverkefni þeirra. Þátttakendur eru flokkaðir á ýmsa vegu (t.d. eftir aldri, tekjum, menntun) og voru þeir m.a. spurðir um viðhorf sitt til bókasafna, hve vel þeir þekktu til starfseminnar, hvers vegna þeir notuðu eða notuðu ekki safnið og hvaða afgreiðslutími hentaði þeim best. Niðurstöður könnun- arinnar verða góður gmnnur til að þróa þjónustu safnsins í náinni framtíð. Stefnt er að því að lokið verði við að vinna úr könnuninni í sumar og verða niðurstöður þá birtar. Margt athyglisvert hefur komið í ljós og er að sjálfsögðu ekki tímabært að fjalla um það hér en þó má nefna eitt atriði. Þátttakendur (bæði notendur og ekki notendur) voru spurðir um hve mikilvæg þeir teldu bókasöfn vera og var viðhorf þeirra mjög afgerandi já- kvætt. Bókasöfnin hafa því ekki strauminn á móti sér að þessu leyti. Að lokum: Borgarbókasafn hefur upp á ýmislegt að bjóða. Það verður þó eins og aðrar þjónustustofnanir ávallt að halda vöku sinni og skoða hvernig bæta megi þjónustuna sem fyrir er og hvernig hægt er með nýrri þjónustu að fjölga þeim sem vilja koma í safnið. SUMMARY Reykjavik City Library: Public Services Technical services and public services are interwoven. An important part of the public services is the information or reference service and it can be run in many different ways even within the same library system. Though the library has good resources and the latest information technology it is always possible to overlook the special needs of certain individuals, individuals that do not fit into the library's usergroups. Libraries often conduct user surveys, but it is also very important to conduct community surveys to compare users and nonusers in order to find out why the latter do not use the library and how to run it in the future. AT Á BÓKASAFNINU Michael Dibdin: Djöflahnútur (Múl og menning, 1993) Þýð.: Jón Hallur Stefónsson A almenningsbókasafninu starfaði þetta venjulega fýlupokalið, einsog um væri að ræða deild innan fangelsiskerfisins. Þarsem Zen var ekki skráður lánþegi þurfti hann að sýna lögregluskírteinið sitt til að komast yfirleitt inn um dyrnar. Hann klöngraðist upp á aðra hæð þar sem dagblaðadeildin var til húsa og tilkynnti afgreiðslukonunni þar að hann þyrfti að líta í gömul tölublöð af bæjarblaðinu. „Fylltu þá út eyðublað," svaraði hún án þess að líta upp frá prjónunum. Það sáust engin eyðublöð en einn af hinum vistmönnunum útskýrði að þau væru geymd á ganginum uppi á næstu hæð. „En raðtalan?“ spurði konan með þjósti þegar Zen kom aftur með eyðublaðið sitt. Oddurinn á öðrum prjóninum vokaði yfir reit sem var jafn auður og andlitið á Zen. „Eg veit ekki hver raðtalan er." „Flettu þá upp á henni!" „Getur þú ekki gert það?" "Það er ekki mitt starf. Þú verður að leita í spjaldskránni." Spjaldskráin var í kjallaranum. Það tók Zen tuttugu mínútur að finna dagblaðið sem hann vantaði. Þar sem hver mánuður hafði sína raðtölu þurfti hann að fylla út sex eyðublöð, sem þýddi að hann varð að fara aftur upp á þriðju hæð og skrifa nafnið sitt, heimilisfang, stöðu og erindi tólf sinnum. Hann var kominn aftur klukkan hálf ellefu. Konunni hafði miðað vel áfram við prjónaskapinn. Húnýtti bunkanum hans frá sér. „Oheimilt er að leggja frarn fleiri en þrjár umsóknir í senn.“ Hann rétti henni eyðublöðin sem áttu við undanfarna þrjá mánuði. Konan þaulskoðaði þau án árangurs í leit að fleiri mistökum eða yfirsjónum, lagði frá sér prjónadótið með semingi, andvaipaði og rigsaði burt. Urn leið og hún var komin úr sjónmáli tók Zen upp vasahnífinn sinn og skar sundur lykkju í miðju stykkinu sem hún var að prjóna. (Djöflahnútur, s. 221-222) BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.