Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 73

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 73
Frá því „Félag um skjalastjórn" var stofnað í árslok 1988 hefur verið talsverð gróska á því fagsviði sem nefnt hefur verið skjalastjórn (records management). Sumir töldu að hið gamla orð skjalavarsla næði fullkomlega yfir hið nýja fagsvið. T.d. kom út sama ár rit á vegum Þjóðaskjalasafns íslands sem heitir „Skjalavarsla stofnana. Handbók“ og fjallar í raun einnig um meðferð skjala á skrifstofum. Orðið skjalastjórn hefur þó náð að hasla sér völl við hlið skjalavörslu. Þegar rætt er um skjalastjórn er átt við kerfisbundna stjórn á öllum upplýsingum innan fyrirtækis eða stofnunar frá því skjöl verða til og þar til þeim er eytt eða þeim komið í varanlega geymslu á skjalasöfnum. Skjalavarsla er, að mati höfunda, meira hin eiginlega varsla skjalanna þegar þau eru komin í varanlega geymslu á skjalasöfnum (bls. 16). Með þessum hugtökum er kannski verið að ýta til hliðar orðinu skjalavarsla sem í áratugi hefur einnig náð til þeirra þátta sem skjalastjórn er sögð taka til. Eðlilegt má telja að varpa fram nýjum hugtökum þó til séu önnur fyrir. Tfm- inn mun leiða í Ijós hvað heldur velli. Ekki finnst mér líklegt að orðið skjalaver sem merkir „safn eldri óvirkra skjala einkafyrir- tækja“, muni lifa lengi, en hver veit? Það virkar eins og léleg þýðing á enska orðinu Record Center en til þessa hefur skjala- safn með sinni þreföldu merkingu dugað ágætlega. Orðið bóka- safn getur t.d. átt við annað hvort safn bóka eða upplýsinga- stofnunina bókasafn. En það væri merki um nýsköpunarkraft í bókavarðastétt að kalla bókasöfn bókaver. Fleira er með enskum þýðingarbrag eins og hugtakið endurheimt skjala. Það skar strax í augu við lestur ritsins að notað er orðið „skjalastjórnun" í stað orðsins „skjalastjórn“ sem hefur unnið sér þegnrétt. Annar höfunda, Alfa Kristjánsdóttir, var á sama tíma og bókin kom út formaður „Félags um skjalastjórn" en ekki skjalastjórnunar. Ekki er unnt að sjá hvað hefur vakað fyrir höfundum að nota fremur hið lengra og óþjálla orð. Hugtakið lífshlaup skjals er kynnt í þessari bók. Þar er átt við að skjal verður til, því er dreift, það er notað, það er vistað á skrifstofum og í samræmi við skjalaáætlun er því annað hvort komið í varanlega geymslu eða því er fargað. Umfjöllun um lífshlaup skjals er nýstárlegasti og besti þáttur þessara rits. Mér vitanlega hefur ekki verið fallað jafn ítarlega um þetta hugtak á íslensku áður. Hugmyndin um lífshlaupið fær fólk til að sjá skjala- og upplýsingastjórn sem ferli sem stöðugt þarf að fylgjast með, „frá vöggu til grafar“. Unnt er að greina lífshlaup skjala í fleiri eða færri stig eftir eðli skjalsins og starfsemi fyrirtækja. T.d. hefur bíómiði að jafnaði aðeins líftíma á meðan á bíósýningu stendur. Fyrsta hálfa mínútan er virkur líftími en næstu tveir tímar óvirkur tími og síðan er bíómiðanum, skjalinu, nær undantekningarlaust eytt. Annað gildir um lögfræðilega greinargerð sem er hluti af dómsmáli, slík greinargerð er varð- veitt um aldur og ævi. Þannig þarf að gera grein fyrir öllum skjölum á skrifstofum jafn merkilegum sem ómerkari gögnum og skrá ferli þeirra í skjalaáætlun. Þetta benda höfundar vel á. 1 viðauka er gerð grein fyrir helstu lögum er lúta að skjalavörslu. Þar er fjallað um lög um Þjóðaskjalasafn, stjórn- sýslulög, lög um meðferð og skráningu persónuupplýsinga; lög um bókhald og reglugerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varð- andi heilbrigðismál. Sagt er frá því að í Bandankjunum séu f gddi um 3.000 lög sem varða skjöl og upplýsingar, en hins vegar se hér á landi ekki um jafn auðugan garð að gresja. Hér hefðu höfundar mátt gera betur. Margfalt fleiri lög hér á landi eru til sem tengjast skjalavörslu og skjalastjórn og hefði verið full ástæða til að hafa lista yfir þau og kynna stuttlega. Aftast í ritinu er skrá yfir helstu hugtök í skjalastjórn sem notuð eru í þessari bók. Mörg hugtök eru ný, önnur eru skil- greind á annan hált en tíðkast hefur og inn á milli eru gamal- kunnug hugtök. Höfundar eru ófeimnir við að nota eigin útgáfur af hugtökum og heppnast það misvel eins og ég hef tíundað hér að framan. Jákvætt er að sjá hvernig útgáfa handbóka Þjóðskjalasafns Islands skilar sér beint eða óbeint inn í ritið Skjalastjórnun. Unnt hefði verið að finna að fjölmörgum öðrum þáttum í þessu kveri, en þakka einnig betur það sem vel er gert. Eg læt hér staðar numið og þakka höfundum snöfurmannlegt framtak. Mag 'nús Guðmundsson Böðvar Kvaran: Auðlegð Islendinga. Brot úr sögu íslenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld. Reykjavík: Hið ísienska bókmenntafélag, 1995. Þegar ritstjóri Bókasafnsins kom að máli við mig og bað mig um að skrifa um bókina Auðlegð íslendinga rifjaði það upp fyrir mér að fyrir tuttugu árum var ég ritstjóri þess blaðs og reyndar fyrsti ritstjórinn. Eg hafði þó ekki komið neitt að undirbúningi þess máls en á þeim árum voru nokkrir flokkadrættir í stétt bókavarða og þótti heppilegt að fá ritstjóra sem hafði ekki skoðun eða áhuga á þeim málum sem ágreiningur var um. Ég var þá bókavörður við Háskólabókasafnið en hvarf úr starfi 1978 og hef lítið haft afskipti af málefnum bókavarða síðan. Er mér það á vissan hátt ánægjuefni að rita stutta grein í blaðið. Böðvar Kvaran, höfundur bókarinnar sem hér er til umfjöllunar, hefur áratugum santan verið þekktur að ahúga og þekkingu á bókum. Hann er safnari og menn með söfnunareðli eru oft mjög fróðir um áhugamál sín. Hann hefur samið með Einari Sigurðssyni skrá yfir íslensk tímarit [1773-1973]. Tilgangur höfundar er að gefa lesendum hugmynd um íslenska bókaútgáfu frá upphafi bæði á Islandi og í útlöndum. Hann tengir hana líka andlegu lífi þjóðarinnar á hverjum tíma enda tengist þetta tvennt með ýmsunt hætti þótt ekki sé hægt að segja að bókaútgáfa hafi verið beinlínis spegilmynd af þeim áhugamálum sem voru efst á baugi á hverjum tíma. Höfundurinn skrifar bók sína í þægilegum rabbstíl og kryddar frásögn sína oft dæmum frá bókasöfnun sinni og bókasýsli. Mér finnst að hann hefði átt að kalla bókina "Bókaspjall" frekar en Auðlegð Islendinga, það hefði lýst henni betur. Hún er t.d. ekki ósvipuð bókinni Handritaspjall eftir Jón Helgason prófessor. Þar eru efnistök ekkert ólík því sem er hjá Böðvari Kvaran. Þar er fjallað um hvernig handritin urðu til, söfnun þeirra og sögu einstakra handrita, eigendur þeirra o.fl. Bókagerð byggist ekki aðeins á höfundum, það þarf líka prentsmiðjur, prentara og bókbindara. Hinn tæknilegi þáttur breyttist ekki mjög mikið frá dögum Gutenbergs fram á 20. öld. íslenskir prentarar hafa verið áhugasamir um sögu sína og bætir Böðvar ekki miklu við það sem áður hafði komið fram í Fjögur hundruð ára sögu prentlistarinnar á íslandi eftir Klemens Jónsson og ritgerðum Haralds Sigurðssonar svo dæmi sé tekið. Ég sakna þess að ekki sé vitnað í ritgerð eftir Harald sem nefnist Ágrip af sögu prentlistar á íslandi og birtist í 14. og 15. hefti Bókaormsins 1985. Sú ritgerð átti upphaflega að koma út í einhverju afmælisriti prentarafélagsins sem aldrei kom út. Ég held að þar sé besta yfirlit um þetta efni sem samið hefur verið og þar sem það er mátulega langt hefur hún verið notuð við kennslu í Iðnskólanum og víðar. Hugtakið bókfræði (bibliography) er svolítið fljótandi. í Alfræðiorðabók Arnar og Örlygs er það skilgreint sem fræði- grein sem fjallar um bókaskrárgerð, sögu bókagerðar og lýsingu bóka með tilliti til prentunar, bókbands, myndskreytingar o.fl. Fyrsti íslendingurinn sem sinnti þessu að einhverju marki hefur liklega verið Árni Magnússon því hann var mjög fróður um bækur ekki síður en handrit. Jón Jónsson Borgfirðingur (1826- 1912) er annars yfirleitt talinn brautryðjandi á þessu sviði hér á BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.