Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 79

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 79
Á BÓKASAFNINU Blaise Cendrars. i útvarpsviðtali við Michel Manoll i franska útvarpinu 1952. Þýð.: Áslaug Agnarsdóttir Það var um páskaleytið 1912. Ég flæktist soltinn um New York, eins og ég hafði reyndar gert undanfarna tíu mánuði. Eg var svangur því ég vildi ekki vinna. Og ef maður vill ekki vinna eða það vill svo til að maður er ekki sonur milljónamærings, þá er hvergi í heininum hægt að vera soltnari en í Bandaríkjunum. Þar hittir maður nefnilega aldrei kjaft sem gefur manni matarbita, býður í glas eða stingur að manni fáeinum seðlum. Það gerir fólk einfaldlega ekki þar. Það kom fyrir að ég réði mig í vinnu ef ég var sérlega illa haldinn, en aldrei í lengri tíma en viku í senn. Og ef ég var búinn að ná mér á strik áður en vikan var á enda, þá stytti ég hana, vegna þess að það brann í mér löngun að komast aftur til bókanna í Central Library.... Eg var vanur að vera mættur á bókasafnið þegar það var opnað klukkan átta á morgnana og yfirgaf það ekki fyrr en það lokaði klukkan tvö um nóttina. Dögum saman lá ég yfir dýrgripum þeirra og pantaði allar óvenjulegustu og athyglisverðustu bækurnar. Ég vildi lesa þær allar í einu og ég geymdi hundruðir bóka til næsta dags og áður en ég hætti dag hvern pantaði ég enn fleiri, hundruðir til viðbótar. Og þegar ég kom út sá ég skýjakljúfana bera við himinn New York borgar og mig svimaði við sýnina og af hungri líka. Ég var vanur að ráfa framhjá matsölustöðununr neðar í götunni í þeirri von að fá eitthvað í svanginn áður en ég skreiddist burt og lagðist til svefns í herbergiskytrunni minni. Næsta morgunn var ég mættur á safnið aftur með nefið ofaní spjaldskránni, pantaði nýjar bækur fyrir daginn og lagðist í bókastaílann frá því deginum áður, án þess að geta slökkt fróðleiksþorstanum. Ég vildi læra, lesa, vita allt... Ég var staurblankur og með degi hverjum leit ég verr út. Ég var órakaður og síðhærður. Skórnir voru slitnir, jakkinn upplitaður og tuskulegur og buxurnar krumpaðar. Ég átti hvorki hatt né bindi. Ég þarf varla að taka það fram að starfsmenn bókasafnsins voru farnir að veita mér athygli. Einn morgunn, þegar ég gekk til míns venjulega sætis, benti einn bókavörður mér að koma til sín og sagði: Herra, við höfum tekið eftir því hvernig bækur þér pantið á hverjum degi og einnig hvað áhugamál þín eru mörg. Ef þér viljið vera svo vænn að fylgja mér skal ég sýna yður lítið vinnuherbergi, sem þér getið fengið að nota. Bækurnar yðar eru þegar komnar þangað inn. Okkur datt í hug að þar fenguð þér meiri ró og næði við vinnu yðar. Og viti menn, þarna stóðu allar bækurnar, í snyrtilegri röð. Á borði lágu snjóhvítar pappírsarkir, vel yddaðir blýantar og þarna var líka blökkumaður sem var reiðubúinn að sækja allar þær bækur og öll þau uppsláttarrit sem ég gæti hugsanlega þurft að nota. Daginn þann rótaði ég í skrifborðsskúffunum í leit að mat og hugsaði: - Bókaverðirnir hafa ekki kunnað við að segja neitt, en það gæti alveg hugsast að það leyndist hálfur steiktur kjúklingur einhvers staðar í þessum skúffum... Á BÓKASAFNINU Umberto Eco: Nafn rósarinnar (Svart á hvítu, 1 984) Þýð.: Thor Vilhjólmsson Bókasafnið varð til eftir teikningum sem öllum hafa verið huldar um aldirnar, og enginn rnunkur er til þess kallaður að þekkja. Bókavörðurinn einn hefur meðtekið leyndarmálið frá þeim bókaverði sem var á undan honum, og hann mun skila því til aðstoðarbókavarðarins meðan hann er enn á lífi svo dauðinn komi honum ekki í opna skjöldu og svipti samfélagið þessari vitneskju. Og leyndarmálið innsiglar varir beggja. Auk þess að búa yfir þessari vitneskju leyfist bókaverðinum einum að fara um völundarhús bókanna, hann einn veit hvar þær er að finna og hvert á að skila þeim aftur, hann einn er ábyrgur fyrir varðveizlu þeirra. Hinir munkarnir starfa í ritsalnum og geta kynnt sér skrá yí'ir bækurnar sem bókasafnið geymir. En skrá yl'ir titla segir næsta fátt, bókavörðurinn einn getur ráðið það af staðsetningu bókar og af því hversu óaðgengileg hún er, hverskonar leyndarmál, sannleika eða lygar, þetta tiltekna bindi muni varðveita. Hann einn ákveður hvernig, hvenær, og hvort hann fær hana í hendur munkinum sem eftir leitar, stundum eftir að hann hefur ráðgazt við mig, því ekki er allur sannleikur fyrir öll eyru og það eru ekki allar lygar sem guðhrædd sál er fær um að sjá hvers eðlis eru, og loks eru munkamir í ritsalnum til þess að ljúka ákveðnu verki, og til þess þurfa þeir að lesa ákveðnar bækur og ekki aðrar, en eru ekki þarna til þess að vera að eltast við flónskulega forvitni sem grípur þá hvort sem er fyrir veikleika hugarins eða af hroka, eða af djöfullegri sefjun. (Nafn rósarinnar, bls. 40-41) BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.