Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 30

Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 30
erlendum tungum. Stór hluti bókanna er á sjálfbeina á 4. hæð safnsins. Talsvert mikið efni er í þéttiskápum í kjallara. Mikil hreyfing er á þessum ritum og er enn verið að velja bækur úr kjallara og flytja þær á 4. hæð og öfugt. Þegar bókakosturinn var fluttur úr gömlu söfnunum árið 1994 var flutt í miklum flýti og nánast á síðustu stundu. Bækur Háskólabókasafns voru fluttar í nokkrum áföng- um. Um vorið var búið að rýma geymslu safns- ins í Kópavogi og koma ritakostinum þaðan fyrir í þéttiskápum í kjallara Þjóðarbókhlöðu. Af ýms- um ástæðum var ekki hægt að flytja bókakost safnsins á sjálfbeina fyrr en í nóvember. I fyrsta lagi voru hillurnar á fjórðu hæð safnsins þar sem bækurnar áttu að vera ekki settar upp fyrr en um mánaðamótin október/nóvember. f öðru lagi þurfti að hafa ritin aðgengileg nemendum Háskólans eins lengi og unnt var vegna náms þeirra og prófa í desember. Landsbókasafn byrjaði að flytja sinn erlenda ritakost í júní- mánuði. Sá háttur var hafður á að einn og einn flokkur var fluttur í einu, honum raðað upp í kjallara og síðan voru valin úr þau rit sem þótti rétt að setja upp á 4. hæð. Afganginum var raðað með bókum Háskólabókasafns í kjallara og þá fyrst var næsti flokkur fluttur. Þannig var nánast allur ritakostur beggja safna alltaf auðfinnanlegur og aðgengilegur safngestum allan tímann sem flutningar stóðu yfir. Reyndar er flutningunum enn ekki lokið að fullu. Nú á útmánuðum er verið að flytja nokkra flokka erlendra rita úr Safnahúsinu, þ.á.m. erlent fágæti sem gefið var út fyrir 1850. Námsbókasafn Námsbókasafnið er deild á 3. hæð safnsins. Deildarstjóri er Ragnhildur Bragadóttir og auk hennar starfa fjórir starfsmenn við afgreiðslu hálfan daginn hver. Starfsemi námsbókasafnsins er margþætt. Eins og nafnið gefur til kynna eru þar námsbækur sem kennarar við Háskóla íslands óska eftir að séu teknar frá fyrir nemendur í tengslum við tiltekin námskeið og höfð á skammtímaláni. Þar eru einnig ljósrit af greinum og annað fjöl- ritað efni sem tengist kennslunni. Auk þess hefur þessi deild umsjón með lokaritgerðum nemenda sem brautskráðir eru frá Háskóla íslands. Starfsfólk námsbókasafns sinnir auk þess almennri upplýsingaþjónustu á hæðinni og felst hún aðallega í upplýsingum um tímaritakost safnsins og aðstoð við notkun lesvéla og lesprentvéla. Ritakosti á sjálfbeina er skipt á 3. og 4. hæð safnsins þannig að bækur eru á 4. hæð, en flest dagblöð, tímarit, árbækur, ritraðir, skýrslur o. þ.h. efni er á 3. hæð. Eldri árgangar íslenskra dagblaða og tímarita eru geymd á örfilmum og fisjum og örgagnasafn er að finna í sérstöku örgagnarými gegnt afgreiðsluborði. Árið 1996 voru útlán úr námsbókasafni 11.909. Millisafnalán Millisafnalán eru sérstök deild í útlánadeild. Stöðugildi þar eru þrjú. Deildarstjóri er Barbara Nelson. Landsbókasafn er miðsafn fyrir millisafnalán á fslandi og á því að fylgjast vel með því sem er að gerast á þessu sviði annars staðar í heiminum og miðla þekkingu sem það aflar sér til annarra safna. Öllum, bæði einstaklingum, stofnunum og öðrum bókasöfnum, sem eiga bókasafnsskírteini er heimilt að nýta sér þjónustu deildarinnar. Með millisafnalánum er annars vegar átt við það að bókasafn útvegar notanda rit að láni eða ljósrit af grein úr öðru bókasafni eða útvegar öðru bókasafni rit eða ljósrit af grein úr eigin ritakosti. Ef bók er til í öðru safni á höfuðborgarsvæð- inu er þó ætlast til að notendur skipti beint við viðkomandi safn. Ljósrit af greinum eru oft send milli safna einnig innanbæjar. Þar sem safnið er þjóðbóka- safn og nýtur eina skylduskilaeintaks- ins á landinu sem er lánað út, er eðlilega mikið leitað til þess vegna íslenskra rita. Meðalafgreiðslutími greina í millisafnaláni eru 2-3 vikur, en bóka 3-4 vikur. Þó er al- gengt að það taki styttri tíma. Beiðnir um millisafnalán voru áður fyrr skráðar á þartilgerð eyðublöð sem liggja frammi í afgreiðslu deildarinnar. Árið 1993 var millisafnalánsþáttur Gegnis tekinn í notkun og skömmu síðar var hægt að slá pantanir bóka og ljósrita beint inn í kerfið. Það er að sjálfsögðu einnig hægt að gera utan safns ef tenging við Gegni er fyrir hendi. Sú aðferð nýtur æ meiri vinsælda enda gengur afgreiðsla þessara pantana fljótar fyrir sig. Árið 1996 voru 6.806 millisafnalánsbeiðnir afgreiddar, þar af 4.598 til safnsins og 2.208 úr safninu. Mikill meirihluti beiðna var um Ijósrit eða tæplega 80% af samanlögðum beiðnum. Pantað var frá tæplega 400 söfnum í 35 öðrum Iöndum. Samskipti voru við 65 söfn á íslandi. Safndeildir Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn starfrækir 18 safn- deildir. I sumum safndeildum er bókavarsla tiltekinn tíma dag hvern. í öðrum safndeildum er um að ræða umsjón, sem felst í reglubundnum eftirlitsferðum einu sinni til tvisvar í viku eða sjaldnar. Sex starfsmenn hafa þessa umsjón með höndum. Sú meginstefna hefur verið mörkuð að safndeildirnar verði handbókasöfn og ritakostur þar ekki til útláns. Þau skulu einkum þjóna kennurum og sérfræðingum, en stúdentum verði fremur beint til hins nýja bókasafns. I samræmi við það var meginhluti ritakosts þriggja safndeilda, þ.e. bókastofunnar í Árnagarði, safndeildar enskukennslu, Aragötu 14, og guðfræðideildarstofu í aðalbyggingu háskólans fluttur í aðalsafn árið 1995, en hand- bækur skildar eftir. Stendur til að flytja enn meira efni úr öðrum safndeildum á næstu misserum. Til fróðleiks fylgir listi yfir safndeildirnar og þá þjónustu sem þar er veitt. Lesrými í húsinu öllu eru alls um 760 sæti fyrir notendur. Þau dreifast þannig: í kennslustofu og fyrirlestrasal eru 70 sæti (þó má bæta við fleiri sætum því fyrirlestrasalurinn getur tekið 80 í sæti og kennslustofan 40); við tölvur, skjái og lesprentvélar eru 52 sæti; í hópvinnuherbergjum og lesherbergjum eru 62 sæti; hægindi 30 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.