Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 53
Af skipulegum uppákomum á söfnunum er algengast að vera
með sýningar og fá höfunda til að lesa upp úr nýútkomnum
verkum sínum. Sögustundir fyrir börn eru algengar og einnig
var nefnt brúðuleikhús fyrir börn. Á öllum söfnunum nema einu
voru húsnæðisþrengsli nefnd sem ástæða fyrir því að erfitt væri
að standa fyrir uppákomum af ýmsu tagi. Kynningar á starfsemi
safnanna eru flestar ætlaðar notendum. Kynningar sem ætlaðar
eru sveitarstjórnarmönnum og stjórnmálamönnum bæjarfélag-
anna eiga sér ekki stað reglulega. Forstöðumannahópurinn sendi
þó frambjóðendum stjórnmálaflokkanna bréf fyrir bæjar-
stjómarkostningar sem fram fóru 1994. Frambjóðendunum var
boðið að koma í heimsókn á almenningssafnið í sinu umdæmi.
Á a.m.k. einu safninu reyndist þetta skila góðum árangri og
þekktust frambjóðendurnir boðið og komu á safnið og var þeim
kynnt starfsemi þess.
Allir forstöðumennimir héldu því fram að fé til að standa
straum af markaðssetningu og kynningarmálum væri mjög tak-
markað. Einn forstöðumaðurinn lýsti því þannig að kynningar-
starfið væri tilviljunum háð, gert af vanefnum og án stefnumörk-
unar.
Það reyndist erfitt að meta þann tíma sem eytt er í markaðs-
og kynningarmál á söfnunum. Einn nefndi sem ágiskun eina
klukkustund á viku, annar nefndi að kynningarstarfið væri bund-
ið árstíma, aðallega unnið á vorin, haustin og í kringum jólin.
Engir af starfsmönnum safnanna hafa menntun eða þjálfun á
sviði markaðssetningar. Margir af starfsmönnum safnanna hafa
farið á námskeið, þar sem fjallað er um mannleg samskipti og
sótt fyrirlestra um almannatengsl. Einn forstöðumaðurinn hafði
sótt námskeið í auglýsingagerð.
Allir voru forstöðumennirnir jákvæðir þegar þeir voru spurðir
um þjálfun starfsfólks á þessu sviði. Þrír nefndu að aðeins þeir
starfsmenn sem ættu að sjá um markaðs- og kynningarmál ættu
að fá fræðslu og þjálfun á þessu sviði. Fræðsla eða þjálfun um
markaðs- og kynningarmál var ekki álitin nauðsynleg fyrir alla
starfsmenn, en það var talið æskilegt að allir starfsmenn yrðu
gerðir meðvitaðir um mikilvægi markaðs- og kynningarmála og
um mikilvægi framkomu starfsfólk gagnvart notendum. Allir
viðmælendur nefndu þátt almannatengslanna sem mikilvægasta
þáttinn í markaðssetningunni.
Þrír viðmælendur nefndu að almenningbókasöfn gerðu lítið af
því að markaðssetja þjónustu sína og að fáar aðferðir væru
notaðar til þess. Einn hélt því fram að markaðssetningin væri
ekki nógu framsækin. Annar hélt því fram að kynningarefni
safnanna væri illa hannað og ófagmannlega gert. Enn annar hélt
því fram að greinar þær sem birtust í blöðum og væri ætlað að
kynna starfsemi safnanna væru ekki líklegar til að auka áhuga á
þeim, þær væru of langar og lítið áhugavekjandi.
Flestir viðmælendur nefndu að markaðssetning safnanna ætti
að hluta til að vera sameiginleg, með uppákomum sem væru
skipulagðar í sameiningu auk framtaks einstakra safna. Einstök
söfn þyrftu að hafa frumkvæði að staðbundinni markaðssetn-
ingu. Atburðir eins og bókasafnavika og kynning í dagblöðum
eru álitnar vera áhrifamestu aðferðirnar til að koma starfsemi
safnanna á framfæri. Einn viðmælandi nefndi mikilvægi við-
horfs forstöðumannsins til safnsins. Hvort forstöðumaðurinn liti
á safnið sem geymslustað og safn, eða nútíma þjónustustofnun
væri grundvallaratriði. Það er yfirmaður stofnunarinnar sem
hefur mest áhrif á þau viðhorf og vinnuaðferðir sem viðgangast
a safninu. Ef forstöðumaðurinn hefur ekki áhuga eða skilning á
mikilvægi markaðssetningar verður hún í skötulíki. Einn nefndi
að ímynd bókavarðastéttarinnar væri mikilvæg og að henni
þyrfti að breyta. Það yrði að koma þeim skilaboðum til al-
mennings að bókasafnsfræðingar væru fagfólk, sem innti af
hendi mikilvæga þjónustu við almenning.
Allir viðmælendur töldu að auka ætti markaðssetningu á
söfnum þeirra. Fjórir viðmælendur töldu að almenningsbóka-
söfn á Islandi almennt legðu of litla áherslu á markaðssetningu.
Helstu ástœður sem nefndar voru fyrir lítilli
áherslu á markaðssetningu:
• Söfnin ekki í stakk búin til að inna af hendi meiri þjónustu en
þau gera í dag
• Aukin kynning/markaðssetning mundi auka vinnuálag á
starfsfólk
• Peningaskortur
• Tímaskortur
• Húsnæðisþrengsli
• Lélegur bókakostur
• Bókaverði skortir hugrekki til að kom starfsemi safnanna á
framfæri opinberlega.
Bent var á að víða erlendis þar sem markaðs- og kynningarstarf
hefði tekist vel tengdist það persónu þess starfsmanns sem hefði
haft veg og vanda af markaðsstarfinu.
- Hverjir nola söfnin mest - minnst.
Enginn af viðmælendum vissi með 100% áreiðanleika, hverjir
notuðu safnið mest og hverjir minnst, en allir höfðu skoðanir á
því. Það er staðreynd að meirihluti af fullorðnum lánþegum sem
hafa bókasafnsskírteini eru konur. Tölurnar 60-70% kvenlán-
þegar á móti 30-40 % karla voru nefndar. En á það var bent að
þessar tölur þýddu ekki endilega það, að karlarnir notuðu bækur
safnsins miklu minna. Skýringinn gæti verið sú að eiginkonur
sæju um að fara á bókasafnið og fá bækur lánaðar fyrir menn
sína á sama hátt og algengara er að þær sjái um innkaupin til
heimilisins. Þeir hópar sem nota söfnin mest eru að áliti við-
mælenda, grunnskólabörn, konur eldri en 20 ára og karlar eldri
en 50 ára. Einn nefndi almenning á aldrinum 13-66 ára, þar af
konur í miklum meirihluta. Einn nefndi fólk sem hefði menntun,
annar millistéttar konur, sem þá hópa sem nota söfnin mest.
Þeir sem nota söfnin minnst eru að mati viðmælenda
unglingar og fullorðnir karlmenn. Einn nefndi þá sem hafa
mestu menntunina og eru best settir fjárhagslega.
Markhópar sem söfnin leitast við að ná til eru börn, aldraðir,
fatlaðir, skólar og dagheimili. Tvö söfn eru með sérþjónustu
fyrir áhafnir skipa og stofnanir eins og fangelsi.
Markaðsrannsóknir eru ekki stundaðar á söfnunum.
- Tœkifæri, ógnanir ogframtíð safnanna
Allir viðmælendur nefndu bága fjárhagsstöðu safnanna og
lítinn áhuga og skilning stjórnmálamanna og þeirra sem úthluta
fjármagninu á starfsemi safnanna, sem helstu ógnun þeirra.
Tveir nefndu sem leið dl að bæta úr þessu tvíhliða markaðs- og
kynningarstarf, annars vegar ætlað stjórnmálamönnum og fjár-
málayfirvöldum og hins vegar markaðsstarf ætlað almenningi.
Bókasöfnin keppa við ýmsa um tíma og athygli almennings.
Samkeppnin er við fjölmiðla, myndbandaleigur, aðrar menning-
arstofnanir og íþróttafélög svo eitthvað sé nefnt. Aðrar menn-
ingarstofnanir eru helstu keppinautar bókasafnana um fjármagn,
en íþróttafélögin eru það einnig í ýmsurn bæjar- og sveitar-
félögum. Enginn viðmælenda áleit að samkeppni væri veruleg
ógnun við safnið þeirra. Einn taldi að söfnin hefðu gott af
hæfilegri samkeppni. Allir viðmælendur litu björtum augum til
framtíðarinnar hvað varðar stöðu almenningsbókasafna. Ný
tækifæri sem þeir eygðu sínu safni til handa fóru eftir því þjón-
ustusdgi sem þau voru á þegar viðtalið fór fram. Flestir litu á
þátt upplýsingaþjónustunnar sem helsta tækifæri safnanna.
BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 53