Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 22

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 22
Atriðin sem hérfara á eftir varða þjónustu bókasafns KHI og bið ég þig að meta atriðin sem þú hefur skoðun á með því að setja hring utan um þá tölu sem best á við. Eí' undan eru skilin atriðin um útlán á forritum og myndböndum fá öll atriðin sem spurt er um hér ágætiseinkunn (þ.e. einkunnina 4) hjá góðum meirihluta þeirra sem á annað borð gefa atriðinu einkunn. Til dæmis gefa 44 (90%) viðmóti bókavarða ágætis- einkunn, þrjár (6%) gefa einkunnina 3 og tvær (4%) gefa bóka- vörðum einkunnina 2. Allir svara því þessu atriði og hafa á því skoðun. Starfslið bókasafns KHÍ hlýtur að vera ánægt með þessa útkomu ekki síst þar sem svör við spurningalistum sem Jón Jónasson lagði fyrir í apríl 1994 (Jón, 1994) og í janúar 1995 eru álíka jákvæð. Loks var spurt um tillögur til úrbóta um atriðin sem nefnd voru í spurningunni á undan eða annað sem tengist þjónustu bókasafns KHÍ. í svörum við þessari síðustu opnu spurningu komu ekki fram neinar tillögur til úrbóta heldur voru nefnd ýmis atriði sem þyrftu athugunar við. Þessi atriði voru flokkuð gróf- lega niður í sex flokka. Þrátt fyrir almenna ánægju sem gefin er til kynna í svörum við spurningunni á undan er þó ýmislegt sem fjarnemar telja að betur megi haga: 1. Fimmtán fjarnemar nefna að útlánsfrestur sé almennt of skammur, oftast er nefndur lánstfmi á forritum og mynd- böndum. Hér gætu upplýsingar og ábendingar um hvað er hægt að fá lánað annars staðar, t.d. í grunnskólum eða á fræðsluskrifstofum, bætt talsvert úr. 2. Ellefu fjarnemar kalla eftir meiri tilsögn og þjálfun. Hér koma setningar eins og: „Mætti kenna betur á Gegni, vantar tilsögn um leit í Greini. Það hefði þurft að vera meiri bein æfing í að nota „tæknina". Það þyrfti að minna oftar á aðstöðuna og þjónustuna sem ég veit að bókaverðir eru reiðubúnir að veita. Meiri þjálfun og hvatning í upphafi hefði verið til bóta. Tilsögn í að leita frá heimatölvu þarf að vera mjög góð.“ I þessu sambandi er vert að minna á skýrslu Jóns Jónassonar frá vorinu 1994. í lok fyrstu kennslulotunnar, þ.e. í janúar 1993 lagði hann lyrir fyrsta spurningalistann og spurði fjarnema meðal annars um tölvukunnáttu þeirra: Rétt rúmur helmingur (af 61 sem svöruðu) hafði notað tölvur áður, einungis fimm til tölvusamskipta. Rúm 57% hefðu viljað meiri kennslu í tölvusamskiptum og tæp 25% hefðu viljað meiri notendafræðslu í bókasafninu (Jón, 1994). Minna má einnig á að Kristín Indriðadóttir, yfirbókavörður, hitti hópinn í hvert skipti sem hann kom í hús, sem var tvisvar á ári, og hvatti fjarnemana til að koma og nota safnið og fá leiðsögn. 3. Margar (11) hafa ekki yfir neinu að kvarta og telja ástæðu til að lýsa yfir mikilli ánægju með þjónustuna. 4. Átta fjarnemar hafa orð á aðstöðunni og nefna m.a. að hús- næðið sé of lítið, það vanti aðstöðu til hópvinnu, ekki sé nógu gott næði til að lesa á safninu sjálfu, merkingum sé ábótavant og að bæta þurfi loftræstingu. Þetta lagast væntan- lega með nýju húsnæði sem vonast er eftir fyrir aldamót. Einnig er óskað eftir aðstöðu til ritvinnslu á safninu sjálfu og ljósritunarvél á safnið. 5. Fimm fjarnemar nefna atriði sem varða þjónustu s.s. að það þurfi að vera greiðari aðgangur að því sem á að nota á hverju námskeiði (þ.e. að efni sem viðbúið er að fólk muni vilja ljósrita) og það þyrftu að vera til fleiri eintök af sumum bókurn. Úr þessu má tiltölulega auðveldlega bæta í samvinnu við kennara. Á safninu er nú verið að þreifa sig áfram með mismunandi langvarandi „skammtímalán“ (t.d. 3ja daga og vikulán). Einnig er nefnt að safnið þyrfti að vera opið lengur. Safnið er opið lengur fram á daginn og á laugardögum þegar fjarnemar eru í húsi en alltaf má ræða hvort nóg er að gert. Loks er talið æskilegt að reglulega væri geftnn út listi yfir nýtt efni í safninu. 6. Ein kvartaði yfir því að viðmót bókavarða væri þannig að hún veigraði sér við að spyrja, henni væri alltaf bent á að leita sjálfri. Sjálfsagt er að taka svona athugasemd alvarlega og verðum við bókaverðir greinilega stundum að gæta okkar aðeins í ákafa okkar við að gera fólk sjálfbjarga. Hver er svo niðurstaðan? Ekki verður því haldið fram að útkoman úr þesssari könnun hafi komið á óvart. Það fer ekki hjá því í ekki stærri stofnun en bókasafni KHÍ að maður hafi nokkuð haldgóða mynd af ástandinu eins og það er á hverjum tíma. Eftir viðtölin við þessa átta fjarnema leyfi ég mér að telja að svörin við könnuninni séu í góðu samræmi við bókasafnsnotkunina. Þessi hópur fjarnema (hér er bara verið að tala um fyrsta hópinn, flestir úr þeim hópi útskrifuðust í ágúst 1996) virðist ekki hafa nýtt sér kosti tölvusamskiptanna til heimildaleitar, margir náðu ekki tökum á tækninni í byrjun og hafa ekki gefið sér tíma til þess að vinna bót á því. Hafa ber í huga að tækni og tæki til tölvusamskipta voru heldur frumstæð fyrstu ár fjar- skólans og valmyndir íslenska menntanetsins ekki sérlega að- gengilegar. í viðtölunum kvörtuðu fjarnemar mjög yfir tíma- skorti sem getur valdið því að tiltækar heimildir heima eða á næsta almenningsbókasafni ráða verkefnavalinu um of. Van- kunnáttu í leitartækni er borið við en einnig því að verkefnin hafi enn sem komið er ekki krafist frekari bókasafnsnotkunar en raun ber vitni. Flestar þeirra sem talað var við hefðu viljað fá fleiri „bókasafnstíma“ eða safnkynningar þar sem tekið væri fyrir ákveðið efni eða leitartækni rifjuð upp. Þær töldu að tölvu- samskiptin almennt væru talsvert minni en vonast hafði verið eftir í upphafi. Að mati Sigurjóns Mýrdal hafa tölvusamskiptin samt gengið ótrúlega vel og margir nemendur náðu strax góðu valdi á þeim. Með þeim gátu fjarnemar rofið einangrunina og haldið uppi samskiptum við félagana þótt þeir lærðu ef til vill ekki vel á leitartækin (Sigurjón, 1994 og viðtal). Að sögn kennaranna í KHÍ sem talað var við eru fjarnemar hvattir til að nota bókasöfn og tölvusamskipti í náminu en ýmsir byrjunarörðugleikar hafa einkennt samskiptin við þennan hóp sem að nokkru er rakið til þess að fáir, nemendur og kennarar, höfðu kynnst tölvusamskiptum að ráði fyrr en í ársbyrjun 1993. Lélegur tækjabúnaður margra og vankunnátta, sem rakin er til ónógrar kennslu í tölvusamskiptum í upphafi, hefur háð mörg- um fjarnemum. Fjarnemar í KHÍ geta búið heima hjá sér og flestir þeirra stunda vinnu með náminu. Námskostnaður þeirra er því tiltölu- lega lágur samanborið við þá sem þurfa að flytja búferlum og 22 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.