Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 43
ingsbókasöfn þyrftu að geta gert fyrir nýbúa. Nýbúar á Islandi
eru mislitur hópur. Astæðurnar fyrir veru þeirra hér eru mjög
mismunandi eins og nefnt var hér áður. Uppruni þeirra er fjöl-
breyttur og tungumál, menning og trúarbrögð af ýmsum toga.
Síðast en ekki síst er menntunarstig þeirra mjög mismunandi.
Til allra þessara þátta þarf að horfa ef skipuleggja skal þjónustu
við nýbúa svo vel fari. Þegar þar við bætist að þjónusta safnanna
er nauðsynleg við öflun efnis um nýbúa, lönd þeirra og þjóðir,
tungu þeirra, trúarbrögð og menningu, vandast málið enn frekar.
Þess háttar efni þyrfti meira að segja að vera til á íslensku, því
oft eru það börn sem þurfa hvað mest á því að halda. Þar getur
til dæmis verið um að ræða nýbúabörn sem vilja vita meira um
föðurland sitt og geta sagt öðrum börnum frá og sýnt þeim efni,
eða áhugasama kennara sem vildu láta bekkinn sinn vinna verk-
efni um nýbúa. Það er því augljóst að vilji almenningsbókasöfn
sinna vel þjónustu við nýbúa og málefni þeirra, þá er það ekkert
smáræðis verkefni.
Þjónusta íslenskra
almenningsbókasafna við nýbúa
Eftirfarandi upplýsingar um þjónustu almenningsbókasafna
hérlendis eru fengnar með viðtölum við nokkra starfsmenn
bókasafna.
Þórdís Þorvaldsdóttir, borgarbókavörður og Anna Torfadóttir,
deildarstjóri á Borgarbókasafni, sögðu að safnið hefði leitað til
hinna Norðurlandanna með millisafnalán þegar ákveðnir hópar
nýbúa hefðu þurft á þjónustu að halda. Þannig hefðu verið
fengnar bækur í millisafnaláni, aðallega frá Svíþjóð, handa Viet-
nömum, Pólverjum og Júgóslövum. Albönum hefði farið fjölg-
andi hér frá 1987 en erfiðlega hefði gengið að finna lesefni fyrir
þá. Safnið átti nokkuð af góðum pólskum bókum og voru þær
mikið lesnar á tímabili. Þær eru nú í vörslu pólska ræðis-
mannsins. Borgarbókasafn hefur oft lánað enskar bækur til safna
úti á landi til þess að mæta eftirspum enskumælandi farand-
verkamanna eftir lesefni.
Hér ber að taka fram að nýbúar frá Norðurlöndunum, öðrum
en Finnlandi, og frá enskumælandi löndum falla að mörgu leyti
utan þess hóps sem telst til nýbúa hvað bókasafnsþjónustu
varðar. Þeirra vandamál eru yfirleitt minni en annarra nýbúa og
bækur á ensku, dönsku, norsku, sænsku og jafnvel þýsku og
frönsku virðast sjaldnast flokkaðar með nýbúabókmenntum á
hinum Norðurlöndunum.
Borgarbókasafnið hefur látið nýbúa fá bókasafnsskírteini án
endurgjalds fyrsta árið sem þeir dvelja hér. Þetta hefur verið gert
í samstarfi við Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa.
Erla Kristín Jónasdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í
Gerðubergi taldi nýbúa ekki sækja safnið mikið, að minnsta
kosti hefði starfsfólk ekki sérstaklega orðið þess vart. Þeim sem
spyrðu um bækur á nýbúamálum, eins og til dæmis vietnömsku,
væri vísað á aðalsafnið.
Hrafn Harðarson, yfirbókavörður á Bókasafni Kópavogs,
taldi nýbúa ekki koma mikið á safnið og fyrir þá væri engin sér-
tök þjónusta í boði. Fyrirspurnum um „nýbúabækur“ væri vísað
til Borgarbókasafns. Eitthvað væri til af bókum á pólsku og svo
enskar bækur. Bók og bók væri til á öðrum málum en þær
hreyfðust ekki mikið og væru einna helst notaðar af íslend-
ingum í tungumálanámi. Alltaf öðru hverju væri þó spurt eftir
bókum sem nota mætti á námskeiðum þar sem fólk er að læra ís-
lensku. Hrafn taldi litla eftirspurn valda því að bókasafnið hefði
ekki sinnt nýbúum. Hins vegar hlyti þjónusta við nýbúa að verða
að vera samvinnuverkefni bókasafna ef sinna ætti henni að
einhverju marki.
Hulda Björk Þorkelsdóttir, bæjarbókavörður í Reykjanesbæ,
sagði að þjónusta eða öllu heldur þjónustuleysi safnsins við ný-
búa væri búið að vera baggi á sinni samvisku nokkra hríð.
Safnið hefði ekkert gert fyrir nýbúa sérstaklega. Nýlega var
stofnað nýbúafélag á þjónustusvæði safnsins. Hulda Björk hafði
samband við formann þess og hann ætlar að ræða við hana síðar
um hugsanlegar óskir félagsmanna viðvíkjandi þjónustu. Hulda
Björk taldi safnið hafa verið lítið kynnt meðal nýbúa, enda hefði
það fátt að bjóða þeim. Hún vissi þó til þess að nýbúakonur
hefðu sótt töluvert í handavinnublöð á safninu. Nokkur tungu-
málanámskeið (lingvafónar) hefðu verið keypt til safnsins í
þeim tilgangi að auðvelda eiginmönnum nýbúakvenna að læra
mál þeirra en ekkert hefði verið spurt eftir þeim. Millisafnalán
hefðu verið fengin á einstaklingsgrundvelli fyrir fólk sem um
þau hefði beðið.
Hulda Björk taldi að brýnt væri að starfsfólk á almennings-
bókasöfnum færi að ræða nýbúamál, hverjum ætti að þjóna og
hvernig. Tungumálin sem nýbúar ættu að móðurmáli væru svo
mörg að söfnin þyrftu að skipta með sér verkum ef þjónusta ætti
þó ekki væri nema stærstu hópana að nokkru gagni. Einnig
vantaði stefnumörkun um það hvaða þjónustu ætti að bjóða -
samanber flokkunina hér framar.
Jóhann Hinriksson, forstöðumaður Bæjar- og héraðsbóka-
safnsins á ísafirði sagðist ekki hafa þjónað nýbúum að marki
fyrr en flóttamannahópurinn frá fyrrverandi Júgóslavfu kom til
Isafjarðar á síðastliðnu sumri. Jóhann fékk þá lista yfir bækur á
serbó-króatísku frá Folkebibliotekernes Indvandrerbibliotek í
Ballerup (FIB) í Danmörku. Þaðan hafa svo verið fengnar bækur
í millisafnaláni fyrir hópinn. Flóttamennirnir hafa fengið ókeyp-
is bókasafnsskírteini.
Farandverkamenn af ýmsu þjóðerni hafa lengi verið fjöl-
mennir á Isafirði og þar í grennd. Bókasafnið á talsvert af ensk-
um bókum sem til dæmis Nýsjálendingar hafa getað hagnýtt sér.
Pólskir farandverkamenn hafa í allmörg ár verið fjölmennir á
ísafjarðarsvæðinu og kvaðst Jóhann hafa fengið bækur fyrir þá
að láni frá FIB.
„ Bókasafnsþjónusta “ annarra
stofnana við nýbúa
Upplýsinga varðandi þetta var leitað hjá þremur aðilum:
Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa, Rauða Krossi Islands
og Skólasafnamiðstöð Reykjavíkurborgar, auk þess sem talað
var við námsstjóra nýbúafræðslu á grunnskólastigi.
Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa er rekin á vegum
íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar og var opnuð fyrir
u. þ. b. 3 árum. Þar er starfsfólk í 3 stöðugildum og miðstöðin er
opin virka daga 9.00 - 16.30. Hlutverk stofnunarinnar er að
þjóna börnum, foreldrum og einstaklingum frá öðrunt löndum
sem búsett eru á Islandi (Reykjavík fyrst og fremst, því þaðan
kemur rekstrarféð). Þar er að ftnna upplýsingar um dvalarleyfí,
atvinnuleyfi, heilsugæslu, félagslega þjónustu, tryggingar,
skóla, dagvistun og fleira. Starfsfólk miðstöðvarinnar ræður yfir
góðri tungumálakunnáttu og útvegar lfka túlka eftir föngum ef á
þarf að halda. Erfitt hefur þó reynst að finna hæfa túlka fyrir
sum tungumál.
Ekkert almennt upplýsingaefni fyrir nýbúa mun vera til á er-
lendum málum, utan eitt rit varðandi lög um atvinnuréttindi og
dvalarleyfi útlendinga. Þetta stendur þó heldur til bóta því EES
samningurinn kveður á um að öll ný lög um félags- og heilbrigð-
ismál a. m. k. skuli gefa út á ensku og frönsku, auk íslensku.
Miðstöðin gefur út fréttabréf sex sinnum á ári með ýmsum
upplýsingum er varða nýbúa. Fréttabréfið er gefið út á íslensku
með útdrætti á ensku en stefnt er að því að prenta útdrætti á fleiri
tungumálum. Miðstöðin gefur einnig út kynningarbækling um
BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 43