Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 14

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 14
Sameiginleg stefna bókasafna á Akureyri er sett fram í fimm markmiðum auk þess sem skilgreindar hafa verið leiðir að þeim. Einnig fylgir nokkuð ítarleg greinargerð. Það var haft að leiðarljósi að leita leiða til að auka þá fjöl- breytni í safnkosti og þjónustu sem íbúum Akureyrar stendur til boða eins og glöggt má greina af þeim átta leiðum sem lagt er til að farnar verði til að ná markmiðunum fimm. 1. Mörkuð skal sameiginleg stefna um uppbyggingu safn- kosts, þannig að hann verði sem fjölbreyttastur og spanni sem breiðast svið. Söfnin skilgreini starfssvið sitt og skipti með sér verkum hvað varðar innkaup í ákveðnum efnis- flokkum og þjónustu við ákveðna notendahópa, t.d. mið- læga þjónustu við grunnskólasöfn. Fljótlega á vinnuferlinu var farið í greiningu á veikleikum bókasafnanna og styrk með tilliti til safnkostsins. Notuð var sú einfalda aðferð að fylgja Dewey flokkunarkerftnu og meta safnkostinn út frá því. Nokkur sérhæftng er auðvitað nú þegar fyrir hendi á milli bókasafnanna, þannig eru Fagbókasafn FSA og Bókasafn Háskólans á Akureyri eðli sínu samkvæmt sér- hæfðust en Amtsbókasafnið almennast og er því nú þegar nokkur verkaskipting fyrir hendi. Má sem dæmi nefna að bóka- safn VMA stendur sterkt hvað varðar gögn í tæknigreinum og erástæða til að styrkja það enn fremur og Bókasafn MA hefur ágætt safn rita í húmanískum greinum og að hluta til í raun- greinum o.s.frv. Amtsbókasafnið býr síðan að prentskilunum og er þar hið ágætasta safn íslenskra rita sem allir sækja mikið í og ótvíræður hagur er að því safni fyrir öll bókasöfnin. Næsta skref verður að móta stefnu um innkaup á hverju bókasafni fyrir sig og samvinnu þeirra á milli þannig að sem minnst skörun verði og að fjölbreytnin aukist. Hvað snertir skilgreiningu á starfssviði safnanna og verka- skiptingu má nefna þjónustu sem þegar hefur komist á fram- kvæmdastig, en það er útvegun efnis með millisafnalánum. í bókasafni HA hefur frá fyrstu tíð verið lagt ofurkapp á að millisafnalánaþjónustan sé hröð og skilvirk, enda er hún veiga- mikill þáttur í starfsemi bókasafnsins og búa bókaverðir þar á bæ yfir þekkingu og tækni sem gerir það kleift. Því hefur það orðið að samkomulagi að Bókasafn HA útvegar viðskiptavinum Amtsbókasafnsins allt efni sem fengið er með millisafnalánum erlendis frá. Æskilegt er að fjölga slíkum samvinnuverkefnum. 2. Söfnin tengist saman í stafrænt upplýsinganet og veiti öðr- um söfnum aðgang að gagnagrunnum sínum, svo sam- skipti og millisafnalán þeirra á milli megi verða sem greið- ust. Söfnin munu hafa ótvíræðan hag af samtengingu í eitt upplýsinganet. Það er í raun forsenda fyrir virkri samvinnu að þau geti á fljótlegan og einfaldan hátt leitað í skrám hvert hjá öðru, funaið það sem við á og sent skilaboð og beiðnir sín á milli. Það er reyndar ekki fyrirsjáanlegt nú að tölvukerfum bókasafna fækki, en halda verður í þá von að það gerist einhvern tímann því reynslan af leitum í Gegni, sem er samskrá margra bókasafna, sýnir óvéfengjanlega hvaða kosti það hefði ef tölvukerfi „allra“ bókasafna landsins mynduðu eina heild. 3. Söfnin byggi upp sameiginlega gagnagrunna, t.d. með uppsetningu miðlara fyrir gögn og grunna á geisladiskum. I framhaldi af tengingu safnanna í stafrænt net mætti koma upp sameiginlegum netþjóni með gagnasöfnum á geisladiskum sem væri aðgengilegur öllum söfnunum. Kostir slíks þjóns væru, ein áskrift, ein móðurtölva, færri geisladrif, aðgengi allan sólarhringinn óháð opnunartíma og færri starfsmenn til að sjá um viðhald. Það skal þó tekið fram að það er ekki forsenda fyrir þessu samstarfi að þessi búnaður sé á Akureyri eða að aðeins geti verið um bókasöfn þaðan að ræða. Vel kemur til greina að eiga samstarf við önnur bókasöfn um þessi mál því að það er mjög æskilegt vegna smæðar þjóðarinnar í alþjóðlegu samhengi að sem flest bókasöfn standi saman að verkefni sem þessu með það að markmiði að lækka kostnað og auka fjölbreytni þeirra gagnasafna sem hægt er að bjóða uppá. 4. Söfnin vinni í sameiningu að því að gera notendur sína sem best í stakk búna til að nýta sér þjónustu bókasafna og annarra upplýsingalinda. Hér er átt við safnkennslu á öllum stigum skólakerfisins og lögð áhersla á að hún sé skipulögð heildstætt, þannig að hvert skólastigið taki við af öðru. Gert er ráð fyrir að Amtsbókasafnið annist safnkynningar eða safnkennslu fyrir forskólabörn í samvinnu við dagvistir bæjarins, skólasöfnin kenna á sín söfn og kynna um leið safnkost og þjónustu annarra bókasafna í bænum. Bókasafn HA kynnir á sama hátt bókasöfn framhaldsskólanna, Amtsbókasafnsins og Fagbókasafn FSA fyrir sínum nemendum um leið og þeim er kennd notkun eigin bókasafns. Þó að safn- kennsla sé öllum nemendum mjög mikilvæg er það sérstaklega áríðandi að hún nái til kennaranema vegna þess hlutverks sem þeir sem kennarar munu gegna við að kenna skólabörnum að nýta sér bókasöfn. Ennfremur er vilji til þess að eiga samstarf um að koma á kennslu fyrir almenning í upplýsingalæsi og hagnýtri notkun upplýsingatækni við nám, störf og tómstundir. 5. Söfnin vinni að því að kanna hvaða þarfir notendur þeirra hafi í sambandi við gögn og þjónustu og reyna síðan að uppfylla þær þarfir, ýmist sjálf, eða í samvinnu við önnur söfn. Þar er nauðsynlegt að afla með kerfisbundnum hætti upp- lýsinga um þarfir notenda svo að hægt verði að þróa þjónustu bókasafnanna svo að hún uppfylli þær sem best. Lagt er til að þetta verði a.m.k. að hluta til gert í samvinnu bókasafnanna í bænum frekar en að hvert bókasafn geri þetta alfarið útaf fyrir sig. Það ætti að vera mikill styrkur fólginn í svona samstarfi því þannig skapast öflugra tækifæri fyrir minni söfnin að kanna þarfir sinna notenda en þau hefðu e.t.v. haft bolmagn til ein sér. 6. Unnið skal að því að koma upp markvissri þjónustu safn- anna við atvinnulífið. Mikið er talað um auknar þarfir aðila atvinnulífsins fyrir upplýsingar. Það er mjög mikilvægt að skoða sérstaklega hverjar þarfir þessa hóps eru og hvernig þeim verði best mætt. Gera má ráð fyrir að þarna sé einmitt um að ræða þjónustu sem nauð- synlegt er að takist góð samvinna um á milli t.d. almennings- og háskólabókasafna. Ein hugmynd er að útbúinn verði bæklingur til kynningar á þjónustu bókasafnanna á Akureyri, þar sem fram komi t.d. að Amtsbókasafnið eigi bæði bækur og myndbönd um 14 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.