Bókasafnið - 01.04.1997, Side 63
Auður Gestsdóttir
21. útgáfa Dewey-kerfisins
Breytingar frá 20. útgáfunni. Deweyfor Windows.
Þó að grundvallaruppbygging Dewey-kerfisins hafi í megin-
atriðum haldist í gegnum tíðina hefur reynst nauðsynlegt að gera
á því breytingar með hverri nýrri útgáfu, bæði til þess að bæta
við nýrri þekkingu og til þess að sníða af fyrri galla. Auk minni
háttar breytinga hefur sú leið verið farin að endurskipuleggja fáa
flokka alveg frá grunni. Þessir flokkar voru áður kallaðir fönix-
flokkar en nú er talað um „complete revision“, endurskoðun frá
grunni. Tilgangurinn með fönix flokkum, sem við hér eftir
getum kallað byltifiokka á íslensku, er að endurskoða kerfið
rækilega en í smáskömmtum svo ekki þurfi að endurflokka
mikið í einu.
Undanfarin 30 ár hafa eftirtaldir fiokkar verið endurskipu-
lagðir frá grunni (byltifiokkar):
17. útg. (1965) 150 Sálarfræði
18. útg. (1971) 340 Lögfræði
510 Stærðfræði
19. útg. (1979) 301-307 Félagsfræði
324-329 Stjórnmálafræði
20. útg. (1989) 004-006 Tölvunarfræði
780 Tónlist
í 21. útgáfunni, sem kom út 1996, hefur flokkun nokkurra
fræðigreina verið umbylt, bætt hefur verið við nýjum efnum,
gert er ráð fyrir ýmsum félagslegum og stjórnmálalegum breyt-
ingum sem orðið hafa frá 20. útgáfunni og eins hefur orðalagi
verið breytt og fært til nútímalegra horfs. Almennt er stefnt að
því að minnka bandarískar áherslur og kristna hlutdrægni í
kerfinu til þess að gera það hæfara sem alþjóðlegt kerfi. Einnig
að gera það nákvæmara og sveigjanlegra með því að auka
möguleika á samtengingum milli flokkstalna. Auk þess hafa
efnislykillinn og handbókin, sem fyrst fylgdi 20. útgáfu kerfis-
ins, verið aukin verulega og endurbætt.
Róttækastar breytingar hafa verið gerðar á þremur sviðum:
350-354 Opinber stjórnsýsla og 560-590 Lífvísindi, einkum 570
og 583. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á flokknum 370
Menntun. Þannig eru breytingar meiri á 21. útgáfunni en á nokk-
urri af fyrri útgáfum.
350 - Stjórnsýsla
Stjórnsýslufiokkurinn hefur verið rækilega endurskipulagður.
Flokkstölurnar 351-354 eru notaðar áfram, en undirflokkar og
forgangsröð hefur verið breytt. Þessi efnissvið voru erfið í
fiokkun samkvæmt 20. útgáfunni. Sama efni þurfti að fiokka á
tvennan hátt eftir því hvort um ríkisstjórn eða sveitarstjórn var
að ræða eða hvort fjallað var um hvort tveggja, svæði hafði
forgang fram yfir efni og allt of mikið var miðað við Bandaríkin.
Þegar tengja þurfti saman tölur urðu þær alltof langar. Þetta varð
til þess að lítið var fiokkað í 350 (sbr. íslenskar útgáfur fiokkun-
arkerfis) í Landsbókasafni og Háskólabókasafni og fremur
flokkað í t.d. lögfræði eða félagsfræði ef það var hægt.
121. útgáfunni er uppbygging bætt, minnkuð áhersla á Banda-
ríkin og forgangsröð breytt frá landssvæði/efni yfir í efni/1 ands-
svæði. Einnig eru notuð liðflokkamerki og samtengingar fiokks-
talna sem verða til þess að færa rit um sama efni nær hvert öðru
°g auka samræmi innan kerfisins.
Samanburðartafla:
20. útg.:
351 Stjórn ríkis
352 Stjórn bæjar- og
sveitarfélaga
353 Stjórnsýsla í Bandaríkjunum
354 Stjórnir annarra ríkja
21. útg.
Opinber stjórnsýsla
Opinber stjórnsýsla
almenn atriði
Tiltekin svið opin-
berrar stjórnsýslu
Stjómun efnahags-
mála og umhverfismála
Alþjóðleg stjórnsýsla
Dæmi:
Stjómun náttúruauðlinda ífylkjum Bandaríkjanna
20. útg. 353.938232
353.93 Stjórnun á sérstökum sviðum í
Bandaríkjunum
(353 fyrir Bandaríkin eingöngu)
8232 Náttúruauðlindir og verndun þeirra (frá 351.8232)
21. útg. 354.32130973
354.3 Stjórnun umhverfis og náttúruauðlinda
2 Liðmerki fyrir atriði almenns eðlis (tafla: 352-354)
13 Ríkis- og héraðsstjórn (frá 352.13)
09 Liðmerki fyrir landfræðilega umfjöllun
(eins og sagt er fyrir í töflu 352.13-352.19)
73 Bandaríkin (landstala úr töflu 2)
Stjónmn náttúruauðlinda á Islandi
20. útg. 354.491008232
354 Stjórnun sérstakra miðstjórna
491 ísland
00 Liðmerki fyrir stjórnun á sérstökum sviðum
8232 Náttúruauðlindir og verndun þeirra (af 351.8232)
21. útg. 354.321309491
354.3 Stjórnun umhverfis og náttúruauðlinda
2 Liðmerki fyrir atriði almenns eðlis
13 Ríkis- og héraðsstjórn (frá 352.13)
09 Liðmerki fyrir landfræðilega umfjöllun
(eins og sagt er fyrir í töflu 352.13-352.19)
491 ísland
í 21. útg. er munur á Bandaríkjum og íslandi aðeins á síðustu
2-3 tölunum, tákni fyrir svæði. Þannig flokkast rit um sama efni
nær hvort öðru þótt þau séu í mismunandi umdæmum.
370 - Menntun
Flokkurinn 370 Menntun hefur gengist undir töluverða endur-
skoðun. Uppbygging kerfisins er sú sama og áður en nokkrir
undirfiokkar hafa verið endurunnir og nýjum tölum bætt við
fyrir ný efni.
Róttækasta breytingin er sú að 376 Menntun kvenna og 377
Skólar og trúarbrögð eru nú undirgreinar í 371. í 21. útgáfu
gildir sama grunnflokkstalan (371.82) fyrir menntun ýmis konar
hópa, s.s. kvenna 371.822, drengja og stúlkna 371.823, Kínverja
371.829951 o.sv. frv.
BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 63