Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 74
landi. Hann fékk líka prentað eftir sig rit um efnið, t.d. Stutt
rithöfundatal á íslandi 1400-1882. (Rvk. 1884.) Af öðrum
íslendingum finnst mér rétt að nefna Halldór Hermannsson
(1878-1958). Hann var bókavörður við Cornell-háskóla í New
York og gaf út bókaskrár með vísindalegri nákvæmni og tímarit
(ritröð?) sem nefndist Islandica. Það var fyrsta tímaritið um
íslenska bókfræði og kemur út ennþá, slitrótt þó hin síðari ár.
(Sjá fylgiskrá I aftan við Auðlegð íslendinga.) Að sjálfsögðu ber
að telja Böðvar Kvaran sjálfan f flokki hinna fróðustu um
bókfræði her á landi enda hefur hann með þessari bók sannað
það ótvírætt.
Þá erum við komin að þeirri spurningu: hvaða erindi á
bókfræði við bókaverði á tölvuöld? Mér er ekki grunlaust að
tæknileg vandamál og viðfangsefni hafi ýtt fræðilegum og
menningarlegum viðfangsefnum nokkuð til hliðar hin síðari ár.
Það er skiljanlegt meðan tölvubyltingin er að ganga um garð en
nú eru flestir bókaverðir búnir að læra á tölvur og er þá rétt að
þeir snúi áhuga sínum að menningarheimi bókarinnar en þar er
Auðlegð íslendinga gullnáma og raunar eina ritið á markaðnum
sem ég veit til að geri því einhver skil. Böðvar Kvaran hefur
notfært sér rannsóknir og rit eldri höfunda eins og varðandi
prentlistarsöguna o.fl. en sumt hefur hann rannsakað sjálfur
fyrstur manna, t.d. margt það sem hann segir um blöð og tímarit
og útgáfu þeirra fyrr og síðar. Söfnun hans hefur einmitt beinst
fyrst og fremst að blöðum og tímaritum og er því mikils virði að
hann skuli fjalla um það efni tiltölulega rækilega. Yfirleitt finnst
mér að vel og skynsamlega sé metið hvað taka eigi með af því
sem aðrir höfðu skrifað og er það að sjálfsögðu stórmikill kostur
á yfirlitsriti.
Páll Skúlason
Á BÓKASAFNINU
Stefán Jónsson: Að breyta fjalli (Svart á hvftu, 1987)
Það var ekki fyrr en um miðjan þorra, að ég komst upp á lag með að nota bókasafnið. í byrjun sótti ég þangað öll
heftin, sem ég átti enn ólesin af hinum Tarsanbókunum, hvert á fætur öðru. Og þarna var hann sem sagt fyrir innan
borðið, pínulítill, ævaforn og skorpinn, skeggjaður og mjóróma karl, sem ekki fékkst orða bundist um það er lauk
rarsanstúderingum mínum og lýsti fyrir mér vegferðinni, sem mér væri búin, ef ég héldi áfram að lesa eintóma
djöfulsins vitleysu... Þegar ég skilaði svo þessu síðasta hefti í nefndum bókaflokki, þá sá ég ekki öldunginn. Þarna
var þá kominn annar agnarlítill karl og alveg eins hrukkóttur. Siggi í Stapa sem var með mér, hvíslaði því að mér að
þessi héti líka Benedikt Jónsson og væri sonarsonur gamla Bensa og kallaður Bubbi speni til aðgreiningar. Ég
netndi við hann bókina, sem ég vildi fá í staðinn fyrir Tarsan og gimsteina Ópalaborgar og þá ætlaði hann að rifna
ai hlátri og kallaði svo inn í bókavarðarherbergið: „Nú er hann að skila Tarsan afi og biður um Manninn með
stálhnefana í staðinn,1' og hinn karlinn hoppaði eins og þröstur út úr herberginu og skrækti: „Við fáum góðmenni á
Tjörnesi til að drepa helvítis kvikindið og kasta því í poka með grjóti fram af andskotans Höbbðanum. Það er það
minnsta sem við getum gert fyrir mömmu hans." (Að breyta fjalli, bls. 184-185)
74 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997