Bókasafnið - 01.04.1997, Side 64
Skólar ýmissa trúfélaga hafa flust í 371.07 með viðbættri tölu
úr 200-flokknum:
Kaþólskir skólar 371.0712 (frá 282)
Dagskólar gyðinga 371.076 (frá 296)
Ennfremur hefur formgreinin -07 úr töflu 1 fyrir menntun,
rannsóknir og skyld efni verið endurskoðuð:
-07 Menntun, rannsóknir, skyld efni
-071 Menntun (hét áður: Skólar og námskeið)
-072 Rannsóknir, tölfræðilegar aðferðir
-0727 Tölfræðilegar aðferðir
-0728 Framsetning töfræðilegra upplýsinga
-0785 Kennsla með aðstoð tölvu
Sú breyting er orðin á 370.7 að nú er formgreinin —07 notuð
þar eins og annars staðar í kerfinu t.d. er flokkstala fyrir rann-
sóknir á sviði menntunar nú 370.72 en var áður 370.78.
Aðrar breytingar eru ekki miklar í 370 flokknum nema
Menntun og samfélag sem var áður 370.19 er nú komið í félags-
fræðina í 306.43.
560-590 Lífvísindi
Langmestar breytingar hafa verið gerðar í flokkunum 560-
590 Lífvísindi. Má heita að 570-579 flokkunum hafi verið ger-
samlega umbylt. Unnið hefur verið að þessum breytingum í tvo
áratugi. Flokkarnir 560-590 hafa einnig gengist undir gagngera
endurskoðun. I 570 flokkunum er áherslunni beint að innri
líffræðilegri starfsemi lífvera fremur en að tegund og örverur,
sveppir og þörungar eru nú fluttir í 579. í 590-flokknum eru nú
styttri tölur eru fyrir fiska og spendýr og liðmerki og samsettar
tölur eru notuð reglulega.
Astæðan fyrir þessum miklu breytingum er sú að gamla fyrir-
komulagið var gallað og núverandi skipulag er nær þeim aðferð-
um sem notaðar eru í þessum fræðum og í meira samræmi við
rit um þessi efni. I líffræði eru rannsóknir aðallega stundaðar á
tvennan hátt. Annars vegar í rannsóknarstofum á innri starfsemi
lífvera t.d. lífeðlisfræði, örverufræði, lífefnafræði. Hins vegar
eru rannsóknir á tilteknum lífverum, oftast úti í náttúrunni. Svo
dæmi sé tekið: Vísindamaður sem rannsakar starfsemi heila í
rottum á rannsóknarstofu beinir rannsóknum sínum fyrst og
fremst að heilastarfsemi yfirleitt en ekki að rottunni sem tegund.
I 20. útgáfunni var fyrst flokkað í tegund og síðan var með
liðmerki lífeðlisfræðilegri starfsemi bætt við. í 21. útgáfunni er
þessu öfugt farið, lífeðlisfræðileg starfsemi kemur fyrst, tegund-
in svo.
Yfirlit yfir breytingar í 570:
20. útg 21. útg.
570 Lífvísindi 570 Lífvísindi. Líffræði
571 (Ekki notað) 571 Lífeðlisfræði
572 Kynþættir 572 Lífefnafræði
573 Líffræðileg mannfræði 573 Lífeðlisfræðileg
kerl'i dýra, svæðisbundin
vefjafræði, lífeðlisfr.
574 Líffræði 574 [Ekki notað(
575 Þróun og erfðafræði 575 Sérstakir hlutar og líf-
eðlisfræðileg kerfi
plantna
576 Örverufræði 576 Erfðafræði og þróun
577 Eðli lífs 577 Vistfræði
578 Smásjárrannsóknir 578 Náttúrufræði lífkerfa
f líffræði o.fl.
579 Söfnun og varðveisla 579 Örverur, þörungar,
sýna og náttúrugripa sveppir
64 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG í. 1997
í 20. útg. voru tegundir fyrst flokkaðar í 580-590, og form-
greinin —04 var almennt notuð sem liðmerki og viðeigandi tölu
annars staðar úr kerfinu bætt við. Það þýddi það að til dæmis rit
um prótín dreifðust um flokkana 574, 581-589 og 590-599. í 21.
útgáfu eru þau færð saman:
572.6 Prótín
572.61 Prótín í dýrum
572.6192 Prótín í pokadýrum
572.62 Prótín í plöntum
572.62374 Prótín í belgjurtum
572.629 Prótín í örvemm
572.6295 Prótín í sveppum
Hér eins og annars staðar í líffræðiflokkunum er
„1“ notað fyrir sérstakar tegundir dýra, tölur úr 590
„2“ notað fyrir sérstakar tegundir plantna, tölur úr 580
Vegna þessa hafa efni sem voru flokkuð í tölur sem enduðu
á 1 í flokkunum 583-588 og 592-599 verið flutt til að rýma fyrir
nýja liðmerkinu. Ohjákvæmilegt var að endurnota sumar
flokkstölur, t.d. táknaði talan 579 söfnun og varðveislu sýna og
náttúrugripa í 20. útgáfunni en í þeirri 21. örverur, sveppi og
þörunga. Til þess að auðvelda vinnu við endurflokkun eru ekki
notaðir í 21. útgáfunni flokkar sem mest var flokkað í áður.
Eftirtöldum flokkunt er því sleppt:
574 Líffræði
575.1 Erfðafræði
575.2 Breytileiki
200 - Trúarbrögð
Með 21. útgáfunni er hafin langtímaáætlun er miðar að því að
minnka enn frekar kristna hlutdrægni í flokknum 200 Trúar-
brögð. Yfirlitsverk um kristin trúarbrögð hafa verið flutt úr 200
í 230, formgreinar krislninnar fluttar úr 201-209 yfir í 230-270.
Kristin trú er nú í samfelldum flokkum, sem hefjast með Biblí-
unni í 220 og síðan flokkast önnur kristin viðfangsefni í í 230-
280. Formgreinar samanburðartrúarbragðafræði eru nú í 200.1 -
210 en samanburðartrúarbragðafræðin er áfram í 291. Tvenn
trúarbrögð hafa verið endurskoðuð og bætt: 296 Gyðingatrú og
297 Islam, og auk þess er valkostur á nýju kerfi fyrir Tanakh,
Gyðingabiblíuna. Ýmsar aðrar breytingar hal'a verið gerðar. t.d.
er nú búið að leggja niður töluna 245 sem var notuð fyrir sálma-
texta og þeir nú fluttir alfarið í 264.23 (tónlist undir opinberu
helgihaldi)
004-006 - Tölvunarfrœði
Árið 1985 var gefin út sérstök tafla fyrir tölvunarfræði 004-
006, sem síðan var bætt inn í 20. útgáfuna 1989. Jafnvel þó að
þetta sé tiltölulega ný tafla hafa breytingar verið svo örar s.l. 10
ár að nauðsynlegt var að bæta við og uppfæra kerfið. í 20. útgáf-
unni var tölvunarfræðin skipulögð og skipt niður eftir tegund
tölvu. í 21. útgáfunni hefur verið bætt við tölum fyrir eftirtalin
efni: Stýrikerfi (operating system), notendaviðmót (user inter-
face), vinnsluháttur (processing mode). Einnig eru tölur fyrir
notendaviðmót fyrir gröf (graphical user interfaces), Internet,
o.s..frv.
Aðrar breytingar
Ýmsar breytingar aðrar hafa verið gerðar á víð og dreif um
kerfið sem of langt mál væri upp að telja. Þær endurspegla oft
breytingar sem orðið hafa í stjórnmálum heimsins síðan 20. út-
gáfan kom út, t. d. er alveg ný svæðistafla fyrir fyrrum Sovét-