Bókasafnið - 01.04.1997, Side 60
Flokkunarþarfir mismunandi safna
Þarfir safna eru mismunandi eftir stærð þeirra, gerð og not-
endahópum. Mismunandi flokkunarkerfi hafa verið þróuð til
þess að koma sem best til móts við þessar mismunandi þarfir.
Sértæk kerfi eins og t.d. NLM flokkunarkerfið miðast við til-
tölulega þröngt svið, heilbrigðisvísindi, og reyna að gera því
sem best skil. Altæk kerfi eins og LC kerfið (nú á fimmta tug
binda) og Dewey kerfið (fjögur bindi) reyna aftur á móti að
spanna alla þekkingu. Eitt útibú Landsbókasafns Islands -
Háskólabókasafns er samsteypusafn við Bókasafn Land-
spítalans og flokkað skv. NLM í Dobis/Libis bókasafnskerfið
ásamt hinu síðamefnda, en rit Lbs. þar birtast einnig í Gegni eins
og öll önnur bókaeign safnsins. Aðrar safndeildir Lbs. eru
flokkaðar eftir DDC. Stytt útgáfa Dewey kerfisins miðast við
minni söfn og minni sérhæfingu en gefur jafnframt möguleika á
vissu samræmi milli safna sem eru af mismunandi tegund/stærð
og nota afbrigði af Deweykerfinu. Um þetta segir svo í
Flokkunarkerfi 1987 sem byggt er á 11. styttri alþjóðlegri útgáfu
DDC og að hluta til forprenti að 12. útgáfu þess:
„Snemma varð Ijóst að flokkunarþarfir lítilla almennings-
bókasafna væru aðrar en stórra, fræðilegra safna. Til þess að
koma betur til móts við þarfir hinna fyrrnefndu var árið 1884
gefin út fyrsta stytta útgáfan af Dewey-kerfinu. Var henni haldið
við á svipaðan hátt og óstyttu útgáfunni, þótt ekki þætti ástæða
til að endurskoða hana jafn oft. Nýjasta stytta útgáfan, þ.e. sú
11., kom út samtímis 19. óstyttu útgáfunni árið 1979. Sú útgáfa
hefur ýmsa kosti fram yfir fyrri styttar útgáfur, m.a. þann, að í
henni er eingöngu um styttingar að ræða miðað við stóru útgáf-
una, en ekki tilfærslur milli flokka, eins og gjarnan tíðkaðist í
fyrri styttum útgáfum. Þessu fylgir sá kostur, að mun auðveldara
er að endurskoða flokkunina, ennfremur er unnt að samnýta
stytta og óstytta útgáfu við flokkun og flokka nánar sum efnis-
svið en önnur. Itarlegri leiðbeiningar en fyrr er að finna í for-
mála að þessum útgáfum og valkostir eru fleiri, svo að unnt er
að sveigja kerfið betur að þörfum hvers einstaks safns."
Því er hér við að bæta, að flokkstala í íslenskri bókaskrá, sem
dregin er út úr sviði 082$a skv. Marksniði Gegnis (sjá flokks-
tölusvið 060, 070, 080, 082), miðast í megindráttum við stytta
íslenska útgáfu. Aðalmarktala í staðsetningarsviði markfærslu
Gegnis (svið 97x) er í Landsbókasafni íslands - Háskólabóka-
safni að jafnaði miðuð við óstytta útgáfu kerfisins og sama er að
segja um aukamarktölu (svið 950). Vön er á 13. alþjóðlegu styttu
útgáfunni á markað í júní 1997, en næsta útgáfa Flokkunarkerfis
mun fyrst og fremst byggja á henni og breytingum sem sam-
svara 20. og 21. útgáfu (sjá nánar um byltiflokka í grein Auðar
Gestsdóttur annars staðar hér í þessu tölublaði Bókasafnsins).
Eg vitna svo áfram til formála Flokkunarkerfis 1987 um stefnu-
mið:
„Var að vel athuguðu máli afráðið að þýða hana með þeim
staðfæringum, sem þyrfti. Varðandi endurskoðun og framtíðar-
breytingar var þetta talin einfaldasta leiðin og tiltölulega auðvelt
að fylgja erlendu útgáfunni eftir. Reynt verður að forðast tíðar
endurútgáfur ritsins í heild eins og kostur er, en fylgjast þó með
þeim breytingum, sem á amerísku útgáfunni verða og láta
íslenska notendur jafnóðum vita af þeim breytingum, sem ekki
verður komist hjá. í íslensku þýðingunni eru íslensk afbrigði
auðkennd með #.“
Stef um nokkur flokkunartilbrigði
I alþjóðlegri útgáfu flokkunarkerfis Deweys eru gefnar leið-
beiningar um hvernig söfn geta aðlagað Ilokkunarkerfið betur
þöríum sínum. Þarna er m.a. gefinn möguleiki á forstöfum. í
Lbs. eru forstafir notaðir fyrir forritunarmál og einnig við sund-
urgreiningu bókmennta mismunandi þjóða er nota sömu þjóð-
tungu. Forstafalistar eru endurnýjaðir þegar þörf krefur. For-
stafir fara á undan flokkstölu eins og heiti þeirra gefur til kynna.
Forstafir forritunarmála ráða hilluröðun, þ.e. hverju máli er rað-
að fyrir sig en ekki hefur enn sem komið er verið tekin upp hillu-
röðun skv. forstöfum bókmennta. Hér fara á eftir nokkur dæmi
um notkun forstafa, þar sem x stendur fyrir óþekktan hluta
marktölu:
Forritunarmál (005.133): Bókmenntir á ensku/ frönsku o.fl. (8xx):
F 005.133 Fortran 82x Enskar bókmenntir
Fj 005.133 Fjölnir A 82x Bandarískar bókmenntir
FO 005.133 Fourth Generation Language/4GL Á 82x Ástralskar bókmenntir
FOR 005.133 FORTH K 82x Kanadfskar bókmenntir á ensku
Gö 005.133 L Logo Gödel K 84x 84x Franskar bókmenntir Kanadískar bókmenntir á frönsku
Þá eru forstafir notaðir fyrir myndbönd til að halda þeim
saman eftir uppruna. Forstafir eru notaðir í nokkrum fleiri til-
vikum en hér hafa verið nefnd en þá tákna þeir sérstakar raða-
reindir eða safndeildir fremur en flokkunarlegar samstæður.
Flestar safndeildir eru þó táknaðar með kerfisbundnum safn-
deildarkótum sem kalla fram staðsetningu í staðsetningarskjá-
mynd. Verður ekki nánar fjallað um það hér, enda sjá notendur
ekki muninn, sbr. notkun B fyrir barnabækur í þjóðdeild og ulan
þjóðdeildar safnsins.
Haldið saman eða dreift
Flokkunarkerfi og aðrir staðlar sem unnið er eftir í bóka-
söfnum/upplýsingamiðstöðvum eiga að stuðla að samkvæmni í
meðferð efnisins og jafnframt gefa kost á sveigjanleika er hentar
aðstæðum. Einefnisritum sem tilheyra ritröð eða stofnanaprenti
getur verið hentugt að halda saman, enda þótt dreifing þeirra
eftir efni geti talist jafn eðlileg. Eigi að halda stofnanaprenti
saman þarf aðalmarktala og raðstafir rits sem þannig er farið
með að endurspegla þessa vídd, t.d. 333.79 Ork, 333.91 Ork eða
333.88 Ork, ef tekið er dæmi af Orkustofnun og deildum hennar.
Nákvæmari flokkun einstakra rita kemur svo fram annars staðar
í markfærslunni ef/þegar það á við og eru þau svið einnig
leitarbær.
Landstölur, svœðistölur
I sögu og landafræði tiltekinna landa og landsvæða kemur
fram í flokkstölu full lands- eða svæðistala eftir því sem við á og
Dewey kerfið gefur kost á, sbr. t.d. landshlutar íslands eða fylki
Bandaríkjanna. Sama á við um aðra flokka kerfisins þar sem
lands- eða svæðistala er ófrávíkjanlegur hluti af flokkstölunni.
Þegar um landfræðilega umfjöllun um tiltekið viðfangsefni er að
ræða ríkir sú hefð í safninu að skeyta landstölu við en ekki
þrengri svæðistölu enda þótt fjallað sé um afmarkað land- eða
stjórnsýslusvæði, sbr. t.d. borgir, en eftir því sem lyklun heim-
ilda verður víðtækari í safninu verða slík heiti leitarbær í aukn-
um mæli. Af enn öðrum toga eru svæðistölur l'yrir efnahags-
svæði, tiltekið náttúrufar, vistkerfi o.ll. og er þeim beitt í flokk-
un eins og kerfið segir fyrir um.
Flokkun verka Shakespeares
Dewey kerfið gerir ráð fyrir mjög ítarlegri flokkun á verkum
eftir William Shakespeare og umfjöllun um þau. í Landsbóka-
safni íslands - Háskólabókasafni er farið nákvæmlega eftir fyrir-
mælum DDC, sbr. eftirfarandi dæmi:
60 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997