Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 20

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 20
Hvernig nálgastu upplýsingar frá bókasafni KHÍ? Fjarnemar koma eða hringja, eða senda e-n fyrir sig. Engin þeirra sem svarar sendir fax, fáeinar nota tölvupóst. Engin segist aldrei koma á safnið en tvær svara ekki þeirri spurningu. Þó nokkrar hringja og þær eru fleiri en þær sem nota tölvupóst. Hér má geta könnunar sem gerð var í Alaska, að vísu árið 1992, þar sem fram kom að fjamemar tóku símann fram yfir tölvupóstinn. Þeir vildu heldur persónulegt samband við bókavörðinn, þá gátu þeir rætt um efnið sem þeir vom á höttunum eftir og fengið viðbrögð strax t.d. um hvort tiltekin bók væri inni, hvort önnur bók eða annað efni gæti komið í staðinn o.s.frv (West, 1992). Kostir tölvupóstsins em auðvitað þeir að hann má senda hvenær sem er sólarhringsins en símanum er hins vegar ekki svarað nema á vinnutíma. Sum söfn erlendis hafa ákveðna símatíma fyrir fjarnema. 1 bókasafni KHI er lögð áhersla á að afgreiða allar beiðnir frá fjarnemum og öðrum notendum utan höfuð- borgarsvæðisins innan sólarhrings og tölvupósturinn er skoðað- ur oft á dag. Hver af eftirtöldum atriðum lýsa viðskiptum þínum við bókasafn KHI? Merktu við eins mörg atriði og þér þykir þurfa. Á myndinni em sett saman svörin á dálkunum „oft“ og „stundum" annars vegar og hins vegar „sjaldan" og „aldrei“. f þriðja dálknum eru þeir sem svara ekki. í fyrstu fimm sætunum eru atriðin: Fæ lánaðar bækur (10+29), leita að heimildum í skrám, (9+21), skoða efni í hillum safnsins (8+22), les lokaritgerðir (4+26), Ijósrita greinar úr tímaritum eða bókakafla (3+25). Millisafnalánaþjónusta, leitir í ERIC (Educational Resources Information Center, það er bandarískur gagnabanki á sviði uppeldis- og skólamála), að skoða forrit, spil eða myndbönd og að láta senda sér Ijósrit í pósti eða faxi eru þau atriði sem fæstar segjast notfæra sér. Líklegt má telja að þær sem engu svara hafi ekki notað sér þá þjónustu sem spurt er um. Lýstu notkun þinni á safninu sem þú notar oftast, efþað er annað en bókasafn KHÍ. Þessi spurning er opin, það er sva'randi er beðinn að segja frá með eigin orðum. Ymsir sérfræðingar í gerð spurningalista vara við opnum spurningum, segja svörin oft verða yfirborðsleg, snubbótt og jafnvel mótsagnarkennd. Allt virðist þetta koma fram í svörum við þeim fjórum opnu spurningum sem voru í þessari könnun. Einnig er rannsakandi eða sá sem vinnur úr könnuninni varaður við því að reyna að lesa meira úr svarinu en þar er að fmna, þ. e. muna um hvað var spurt og skoða síðan hverju er svarað. Og taka með í reikninginn einungis þau svör sem svara því sem spurt er um en reyna ekki að þrýsta öðrum svörum inn í rammann. Samkvæmt þessu svara fæstar því sem um er spurt, svörin eru oft frekari útlistun á svari við annarri spurningu, það er hvert leitað sé eftir heimildum, og aðstöðu og/eða aðgangi lýst. Ég ákvað að flokka svörin sem með velvilja gátu talist svör við spurningunni í þrjá flokka og hafa að auki 0-flokk: 1. 27% svarenda segja að á bókasafninu (sem oftast er leitað til) fáist öll nauðsynleg þjónusta og aðstoð. Hér nota sumar tækifærið og hrósa starfsliði tiltekinna almenningsbókasafna fyrir mjög góða þjónustu. 2. 14% svarenda tilgreina 1-3 atriði (fæ lánaðar bækur, tek ljósrit, nota uppsláttarbækur, nota lesaðstöðu). 3. 4% segja að bókasafnið (sem oftast er leitað til) sé notað eftir því sem faglegt efni þar hrekkur til. 4. I 0-flokkinn lenda 55% vegna þess að: Bókasafn KHÍ er oftast notað og því ekki ástæða til að svara þessari spurningu, Ekkert safn er oftast notað E-r tiltekin safnategund er oftast notuð en spurningunni samt ekki svarað Spurningin misskilin Hvernig leitar þú yfirleitt að ítarefni eða viðbótarefni (heimildum) vegna ritgerða, eða til að bœta þekkingu í tilteknu efni, þegar ekki fylgir ítarefnislisti? Fimm svara ekki þessari spurningu, tvær þeirra segjast ekki enn hafa þurft að leita að neinu ítarefni og ein segir „misjafnt“ hvernig hún fari að. Nokkrar nefna svo fleiri en eitt atriði. Nothæf svör voru flokkuð í 14 flokka eins og sjá má á myndinni og reynt að gæta þess að lesa ekki annað úr svörunum en þar stendur. Samkvæmt því var farið varlega í að túlka orðalag eins og „ráðfæri mig við bókaverði“ ef ekki var augljóst af samhengi og fyrri svörum hvaða bókaverði er verið að tala um. I flokkinn Bókasafn KHÍ fara svör sem örugglega eiga við það safn eða bókaverði þar en í flokkinn Almenningsbókasöfn fara svör þar sem ekki fer á milli mála um hvað er átt og að auki svör þar sem óljóst er við hvaða safnategund er átt. Þar geta því hugsanlega lent svör sem hefðu átt að fara í flokkinn Bókasafn KHl eða jafnvel Skólasöfn í grunn- eða framhaldsskólum. Samkvæmt þessu fara 20 á almenningsbókasafn eða leita til bókavarða þar, 16 leita í Gegni/Greini eða fá aðstoð til þess (raunar nefnir bara 20 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.