Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 76

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 76
íslenskar fræðibækur ársins 1996 Félag bókasafnsfræðinga veitti þann 10. apríl sl. viðurkenningar fyrir bestu frumsömdu fræðibækur ársins 1996. Þetta er í fimmta skipti sem félagið veitir slíkar viðurkenningar, en stofnað var til þeirra í tilefni af 20 ára afmæli þess haustið 1993. Annars vegar er veitt viðurkenniNg fyrir fræðibók fyrir fullorðna og hins vegar fyrir fræðibók sem ætluð er börnum. I báðum tilfellum hljóta höfundar bóka ásamt og útgefendum viðurkenningu þar sem vönduð bók byggir á skilvirkri samvinnu þessara aðila. Að þessu sinni hlaut bókin Merkisdagar á mannsævinni eftir Dr. Árna Björnsson, sem Mál og menning gaf út, viðurkenningu sem besta fræðibókin fyrir fullorðna. Því miður sá félagið sér ekki fært að veita viðurkenningu fyrir fræðibók fyrir börn þar sem engin af útgáfubókum ársins 1996 uppfyllti þær kröfur sem félagið telur að gera verði til fræðibóka fyrir böm og er þetta fjórða árið í röð sem svo er háttað. Eftirtaldir aðilar skipa dómnefndir: Þær Arnþrúður Einarsdóttir, forstöðumaður skólasafns Ölduselsskóla, Inga Lára Birgis- dóttir, forstöðumaður skólasafns Austur- bæjarskóla, og Svava Björnsdóttir, bóka- safnsfræðingur á Bústaðasafni Borgar- bókasafns fyrir fræðibækur fyrir börn og þær Hulda Björk Þorkelsdóttir, bæjarbóka- vörður í Reykjanesbæ, Regfna Eiríksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Þjónustumiðstöð bókasafna, ásamt undirritaðri fyrir val fræðibóka fyrir fullorðna. Dómnefndir hafa sett sér ákveðnar starfs- og viðmiðunar- reglur sem Félag bókasafnsfræðinga hefur staðfest og hafðar eru til hliðsjónar þegar útgáfubækur eru metnar, sbr. grein undir- ritaðrar í 18. árg. Bókasafnsins 1994, þar sem fjallað er um hvaða kröfur eru almennt gerðar til fræðibóka þannig að þær teljist jafnframt hafa gildi sem handbækur og uppsláttarrit. Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja athygli á mikilvægi þess að gera fræðibækur vel úr garði hvort sem mark- hópurinn er börn, unglingar eða fullorðið fólk - jafnt al- menningur sem sérfræðingar. Forsaga ákvörðunar stjórnar Félags bókasafnsfræðinga að veita árlega slíkar viðurkenningar er að félagsmenn hafa oft rætt sín á milli hve sárlega fræðirit á íslensku hefur vantað á markað- inn, einkum fyrir börn og unglinga, sem ekki geta nýtt sér bækur á erlendum málum. Eins hefur hitt oft borið á góma meðal bókasafnsfræðinga hversu oft nauðsynlegar hjálparskrár vantar í þau fræðirit sem út hafa verið gefin, til þess að þau geti staðist kröfur sem vandaðar fræðibækur og jafnframt komið að gagni sem uppsláttarrit og handbækur. Fræðslugildi þessarra bóka er oft á tíðum mikið og að mörgu leyti vandað til útgáfu þeirra en það hefur á stundum rýrt gildi þeirra verulega að aðgengi upplýsinga er ekki eins og best verður á kosið. í könnun sem undirrituð gerði á útgáfubókum ársins 1991 (Bókasafnið, 1994, s. 19) kom í ljós að aðeins um 26% af fræðibókum þess árs voru búnar hjálparskrám af einhverju tagi. Fyrst og fremst eru viðurkenningarnar ætlaðar til að hvetja íslenska höfunda og útgefendur til að vanda til útgáfu frum- samdra íslenskra fræðibóka og er þeim bent sérstaklega á að láta ekki vanta í bækur ítarlegar hjálparskrár sem auð- velda aðgang að þeim upplýsingum sem þær hafa að geyma. Hjálparskrár stuðla að auknu notagildi bóka, lengja þar með lífdaga þeirra og gera þær eftirsóknar- verðari fyrir bókasöfn landsins og not- endur þeirra almennt. I upplýsingaþjóðfélagi nútímans þar sem mikið er undir hraða og skilvirkni komið og að geta á sem skemmstum tíma greint kjarnann frá hisminu er mikilvægt að aðgengi að upplýsingum sé sem greiðast og þar með talinn er auðveldur aðgangur að upplýsingum í bókum, sem er afar mikilvægt atriði, svo að bækur verði ekki undir í samkeppni upplýsingamiðla nútímans. HEIMILDIR. Þórdís T. Þórarinsdóttir: Fræðslugildi bóka - aðgengi upp- lýsinga. Bókasafnið 18, 1994, s. 16-19. Þórdís T. Þórarinsdóttir Merkisdagar á mannsævinni CICTI Þjóðskjalasafn tlo^l íslands > w Laugavegi 162 • 105 Reykjavík Lestrarsalur, Hverfisgötu er opinn kl. 10-18 76 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.