Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 29

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 29
>• Aslaug Agnarsdóttir Lærum meðan lifum Utlánadeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns Islenskur málsháttur segir: Svo lengi lærir sem lifir. Hann felur í sér að öll lífsreynsla sé menntun. Sigfús Blöndal, mál- fræðingur og bókavörður við Konunglega bókasafnið í Kaup- mannahöfn, gerði þessi orð að sínum en með dálítið öðrum áherslum. Einkunnarorð hans Lœrum meðan lifum fela í sér að maðurinn eigi markvisst að bæta við sig þekkingu svo lengi sem hann lifir. Þessi orð setti hann á bókmerki sitt og þau eru einnig á saurblöðum útgáfu íslenzk-dönsku orðabókar hans frá 1980. Getur útlánadeild rannsóknarbókasafns haft betra markmið en að gera einkunnarorð Sigfúsar að sínum og styðja við bakið á rannsóknum og menntun með bættum ritakosti og auknum útlánum? Þegar ritakostur Landsbókasafnsins við Hverfísgötu og Há- skólabókasafns var sameinaður í nýju safni í Þjóðarbókhlöðu árið 1994 hafði það, eins og gefur að skilja, veruleg áhrif á út- lán. Hluti erlends ritakosts Landsbókasafnsins varð í fyrsta sinn aðgengilegur á opnu rými á fjórðu hæð safnsins. Utlánatölur safnanna höfðu á und- anförnum árum verið að mjakast upp á við hægt og sígandi. Er- lend rit beggja safna höfðu verið tölvu- skráð árið 1991 sem fyrsti liður í samruna bókakostsins og varð vart talsverðrar aukn- ingar á útlánum þegar Gegnir leysti spjald- skrá erlendra rita af. Útlánaþáttur Gegnis var svo tekinn í not- kun 1. júlí 1992 og jukust útlán einnig verulega við það. Út- lánatölur tóku aftur stórt stökk árið 1995 sem var fyrsta heila starfsár hins nýja safns. Lánþegar eru nú margfalt fleiri og fjölbreyttari hópur en áður og varð fljótlega eftir opnun vart mikils aðstreymis almennra borgara, en áður höfðu flestir not- endur safnanna verið háskólanemar, kennarar og fræðimenn. Útlánadeild hins nýja safns Landsbókasafns Islands - Háskóla- bókasafns hefur þó stærra og víðara verksvið en að.sinna út- lánum eingöngu. Verður verksviði hennar nú lýst. Verksvið útlánadeildar Starfsemi útlánadeildar er margþætt. Aðalstarf deildarinnar felst í umsjón með lánastarfsemi safnsins, þ.e. útlánum úr eigin ritakosti og millisafnalánum. Þó sér tón- og mynddeild um útlán á eigin efni. Deildin annast einnig eftirlit með ritakosti á hinu opna svæði safnsins (að frátöldu handbókasvæði á 2. hæð), svo og að nokkru leyti ritum í lokuðum geymslum. Hún sér um nýtingu lesrýma í samvinnu við upplýsingadeild, starfrækir námsbókasafn á 3. hæð safnsins og skipuleggur kvöld- og helg- arþjónustu í afgreiðslu útlánadeildar á 2. hæð og á 3. hæð. Safn- deildir á háskólalóðinni og víðar heyra einnig undir þessa deild. Stöðugildi eru rúmlega tíu í aðalsafni og tæplega fimm í safn- deildum. Útlán Útlán er sú þjónusta bókasafna sem bókasafnsgestir þekkja best. Flestir sem koma á bókasöfn vilja fá lánaðar bækur og stundum er það eina þjónustan sem þeir notfæra sér. Það á kannski frekar við í almenningsbókasöfnum en rannsóknarbóka- söfnum, en engu að síður eru útlán einn mikilvægasti þáttur starfseminnar í heild. Miðstöð útlána er við útlánaborð á 2. hæð. Hér eru gefin út bókasafnsskírteini, rit eru afgreidd í lán og síðan veitt viðtaka þegar þau koma úr láni, einnig er hægt að endumýja lán, taka rit frá o.s.frv. Ef safngestur vill fá rit úr geymslum í kjallara er tekið á móti beiðnum og eru ritin oftast sótt jafnóðum. Einu sinni í viku eru rit sótt í Safnahúsið en flutning- um þaðan er ekki lokið enn eins og nánar verð- ur vikið að seinna. I byrjun árs 1996 var byrjað að selja bóka- safnsskírteinin og var ákveðið að árgjald fyrir þau skyldi vera 700 kr. Eins og á öðrum söfn- um eru innheimtar dag- sektir ef bókum er ekki skilað á réttum tíma. Ekki fara öll rit í út- lán um hendur starfs- manna deildarinnar. Tvær sjálfsafgreiðslu- vélar fyrir útlán voru keyptar árið 1994 og teknar í notkun um leið og safnið var opnað í desember. Því miður er reynslan af þeim ekki eins góð og búist var við og stendur það vonandi til bóta. Frá því að safnið tók til starfa 1. desember 1994 hafa útlán í aðalsafni aukist svo um munar. Árið 1994 vom útlán alls í fyrri söfnum og nýja safninu í desember 45.695, árið 1995 voru þau 70.379 í nýja safninu og 81.685 árið 1996. Nemendur Háskóla íslands taka langflestar bækur í lán eins og kemur fram á meðfylgjandi súluriti. Ritakostur Aðalviðfangsefni deildarinnar er sjálfur bókakosturinn, skipulag hans og hreyfing. í safninu eru um 800 þúsund rit í allt. Al' þeim eru um 550 þúsund til útláns. Safnið nýtur skylduskila og fær þannig þrjú eintök af öllu því sem prentað er á Islandi. Tvö eintök fara til þjóðdeildar en eitt til útlánadeildar. Safnið reynir auk þess að byggja upp góðan fræðilegan bókakost á Nokkrir starfsmenn útlánadeildar. Ljósm. Helgi Bragason BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 29

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.