Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 12
hringja og panta bækur og þær voru þá sendar með ýmsu móti, til dæmis með skólabörnum eða jafnvel með mjólkurbílnum. 4.0 Niðurlag Það er ljóst að starfsemi lestrarfélaga var nokkuð öflug í Árnessýslu. Enginn hreppur var svo aumur að ekki hafi verið stofnað þar lestrarfélag og í sumum þeirra fleiri en eitt, þannig að segja má að áhugi almennings á að nálgast lesefni með þessum hætti hafi verið töluverður. Skipulag lestrarfélaganna var með svipuðum hætti allstaðar í sýslunni, þó að fjöldi þess fólks sem stóð að baki þeirra hafi verið mismunandi og að ýmsir efnahagslegir og félagslegir þættir hafi verið breytilegir milli svæða. Samgöngur á Suður- landi voru tiltölulega auðveldar þannig að félagsmyndun og öll samskipti manna í millum hafa verið tiltölulega auðveld. Ekki er hægt að sjá að einhverjir sérstakir hópar fólks hafi verið félagar í lestrarfélögunum fremur en aðrir. Ástæður þess að fólk tók ekki þátt var helst fátækt eða almennt áhugaleysi á bóklestri. Frumkvöðlarnir voru yfirleitt framámenn í sinni sveit og eru prestar helst nefndir í því sambandi eða fólk sem var opið fyrir nýjungum eða hafði kynnst þessari starfsemi annars staðar. Helstu tengsl við aðra menningarstarfsemi voru við ungmenna- félögin sem víða studdu lestrarfélögin. Hér hafa verið raktir í stórum dráttum þeir þættir í starfsem- inni sem snúa að hinum almenna félagsmanni, en ljóst er að þessi atriði þarf að rannsaka miklu betur. Þær frumheimildir sem varðveist hafa gefa fyllilega tilefni til þess. I rannsóknaráætlun var einnig sett fram það markmið að bera saman þann árangur sem fengist með eigindlegum rannsóknaraðferðum og þeim að- ferðum sem notaðar hafa verið við sambærilegar rannsóknir fram að þessu, þ.e.a.s. sögulegum aðferðum. Styrkur eigindlegra rannsókna liggur í að kafað er mjög djúpt ofan í efnið, en eins og fram kemur í kaflanum um þátttakendur voru einungis tveir þeirra félagar í lestrarfélagi. Þetta varð til þess að viðhorf og skoðanir fólks koma ekki eins sterkt fram og ella hefði orðið, þó að ýmislegt megi finna í frumheimildunum. I ljósi þess að starfsemi lestrarfélaga á svæðinu virðist í stórum dráttum hafa verið mjög keimlík, þá gefur það auga leið að sú aðferð að taka fyrir eitt félag og rannsaka það ofan í kjölin mundi líklega gefa bestan árangur. Þá gæfist einnig betra tæki- færi til að ræða við gamla félagsmenn, bæði fleiri og oftar. Að lokum er vert að minnast á eitt atriði sem kom mjög sterkt fram hjá öllum viðmælendum bæði í formlegum viðtölum og eins utan þeirra, en þar sem það féll ekki beinlínis undir við- fangsefni rannsóknarinnar verður gerð grein fyrir því hér. Undanfarin ár hafa komið fram hugmyndir um stórfellda sam- einingu bókasafna á svæðinu, þar sem eitt miðsafn þjónaði sveitunum í kring t.d. með bókabílum. Þetta á greinilega ekki hljómgrunn meðal þess fólks sem rætt var við. Það lítur á bóka- safnið / lestrarfélagið sem sína eign og að það sé menningarauki að þessari starfsemi í sveitinni. Einnig er litið svo á að það efli samstöðu og frumkvæði heimamanna að reka eigið safn og að þannig sé einnig svigrúm til að einbeita sér að söfnun efnis sem tengist viðkomandi byggð, að koma upp nokkurs konar átthaga- deildum líkt og í Bókasafni Þorlákshafnar. Ég tel því mikilsvert að hugað sé vel að hlutverki litlu sveitabókasafnanna og að starfsemi þeirra verði efld í tengslum við sterkt miðsafn, þegar framtíðarskipulag bókasafnsmála innan sýslunnar er haft í huga. HEIMILDIR: Prentaðar heimildir: Busha, Charles H. og Stephen P. Harter. 1980. Research Methods in Librarianship : Techniques and Interpretation. New York : Academic Press. Einar Ólafsson. 1989. Brynjólfur Bjarnason : pólitísk œvisaga : viðtöl Einars Ólafssonar ásamt inngangi. Reykjavík : MM, s. 70. Guðmundur Óli Ólafsson. 1987. Um Prestafélag Suðurlands: fáeinir þættir úr gömlum bókum og blöðum. I: Afmœlisrit Prestafélags Suðurlands. [S.l.] : Prestafélag Suðurlands. Halldór Kristjánsson. 1984. Ágúst á Brúnastöðum lítur yfir farinn veg. [Reykjavík] : ÖÖ, s. 48 og 65. Nokkrar leiðbeiningar handa stjórnendum lestrarfélaga og almennra bókasafna utan kaupstaða. 1944. [Reykjavík : Fræðslumálastjórinn.] Rannveig Traustadóttir. 1993. Könnun á atvinnuhögum nemenda brautskráðum frá starfsdeild Öskjuhlíðarskóla. [Reykjavík] : Landssamtökin Þroskahjálp. (Nýjungar í atvinnumálum fatlaðra). Suðri : þœttir úr framfarasögu Sunnlendinga frá Lómagnúp til Hellisheiðar. 1969. Bjami Bjarnason safnaði og gaf út. [S.l. : s.n.]. (Lestrarfélög og bókasöfn, s. 288-323, ýmsir höfundar.) Taylor, Steven J. og Robert Bogdan. 1984. Introduction to Qualitative Research Methods : the Search for Meanings. 2nd ed. New York : John Wiley & sons. Oprentaðar heimildir: Ásgerður Kjartansdóttir. 1982. Sögulegt yfirlit um bókasöfh á Islandi og skrá yfir almenningsbókasöfn á íslandi 1790-1982. Háskóli íslands. [Óprentuð BA-ritgerð í bókasafnsfræði.] Páll Lýðsson. 1992. Um einnota bœkur og margnota : Itugleiðingar fluttar bókavörðum á bókavarðaþingi á Selfossi 1992. [Óprentað handrit.] Steinar Pálsson. [1995]. Lestrarfélag Gnúpverja. [Óprentað handrit.] UMF Selfoss. Fundargerðabók. [Afrit af fundargerð frá 7. nóv. 1937. Ljósrit.] Skjalasafn Árnesinga: Gísli Jónsson. 1911. Nokkur orð um lestrafjelög og fleira. Huginn, 1 (10), 22. janúar. - (Handskrifað sveitablað. Útgefandi UMF Baldur í Hraungerðishreppi.) Lestrarfélag Hrunasóknar. [Gjörðabók 1941-52.] (Ómerkt bók.) Lestrarfélag Hrunasóknar. Reikningar Lestrarfjelags Hrunasóknar [1928-29- 1940-41]. Lestrarfélagið Baldur. Bókaskrá Lestrafjelagsins Baldur. (Líklega skrifuð 1924 eða 1925.) UMF Biskupstungna. Starfsbók : byrjuð fyrsta sumardag 1908. Lestrarfélag Gnúpverja: Hvað eigum við að lesa? 1931. Gnúpverji, 4 (2), nóvember. (Handskrifað sveitablað. Útgefandi UMF Gnúpverja.) Lestrarfélag Stóra-Núpssóknar. [Gjörðabók 18907-1909-10.] (Framan á bókina vantar fjórar fyrstu blaðsíðurnar og kápuna.) Hér eru taldar upp heimildir sem beinlínis er vitnað til og mikið voru notaðar við samningu rannsóknarskýrslunnar. Þar fyrir utan var notað ýmislegt efni úr Skjalasafni Árnesinga varð- andi lestrarfélög og ungmennafélög í Árnessýslu, sömuleiðis frá Lestrarfélagi Gnúpverja, Lestrarfélagi Þingvallasveitar, Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi og úr fórum Elínar Sigurgeirs- dóttur á Eyrarbakka. Ég vil þakka öllum þátttakendum og Birni Pálssyni skjalaverði í Skjalasafni Árnessýslu fyrir hjálpina og ef lesendur telja sig hafa fyllri upplýsingar en hér koma fram væri vel þegið að fá vitneskju þar um. SUMMARY Reading Societies in Arnessýsla The article is based on a project that was carried out in a course in the University of Iceland and was part of the author's MA-studies. This is a study in the history of reading societies in the Árnessýsla area in Iceland in the 19th and 20th centuries. An attempt was made to use qualitative research methods, interviews and observations and historical material from twenty-four reading societies was also studied. An overview of the historical material is given but the main part of the study deals with the structure and activities of the reading societies, their connection to other cultural activities, members, fees, collections, facilities, circulation and what was read. The main conclusion is that qualitative research methods would give the best result by studying in depth one reading society because of the homogeneity of the societies in the area. 12 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.