Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 31
(sum með lágborð) eru 106; lessæti við borð eru 469, sem skiptast aftur þannig að 392 sæti eru á opna lesrýminu á 3. og 4. hæð safnsins (þar af 32 við borð með tölvu) en 54 sæti eru í lestrarsölum þjóðdeildar og handritadeildar á 1. hæð og 23 sæti eru á handbókasvæðinu á 2. hæð. Utlánadeild og upplýsinga- deild hafa í samvinnu gert kannanir á nýtingu lesrýmisins og er nánar skýrt frá því í grein Hall- dóru Þorsteinsdóttur um upplýs- ingadeild safnsins í þessu hefti. I safninu eru 28 lítil lesherbergi sem eru ætluð fræðimönnum, nemendam í meistaraprófs- eða doktorsnámi og öðrum sem eru að vinna að ákveðnu rannsóknar- verkefni og þurfa að nota rit safnsins í því skyni. í 20 herbergj- um eru PC-tölvur með aðgangi að ritvinnslu, töflureikni, Gegni, Greini og nokkrum gagnasöfnum. Eitt herbergi er með sérstökum búnaði fyrir hreyfihamlaða og annað með búnaði fyrir blinda og sjónskerta. Nánast full nýting hefur verið á öllum almennu her- bergjunum frá því að safnið opn- aði. Um 70% þeirra sem hafa fengið afnot af þeim eru nemar, bæði við Háskóla íslands og aðra skóla. Um 10% eru kennarar og um 20% eru fræðimenn, rithöfundar og aðrir safngestir utan háskólasamfélagsins sem hafa verið að vinna að tilteknum verkefnum. en bækurnar voru fluttar úr Háskólabókasafni var búið að setja öryggismerkingu í þær allflestar. Þegar safnið opnaði 1. desem- ber 1994 var sett upp öryggishlið frá fyrirtækinu 3M sem gefur frá sér hljóðmerki ef safngestur gengur út úr safninu með örygg- ismerkt rit sem hefur ekki verið skráð f lán. Ýmis vandamá! hafa komið upp í tengslum við hliðið, m.a. hefur reynst erfitt að stilla það nákvæmlega. Nokkuð hefur borið á því að bækur finnist á afviknum stöðum illa leiknar eftir tilraunir til að fjarlægja öryggis- merkingu. Virðast margir halda að þeir viti hvar öryggismerkingin sé og bregður þeim eflaust í brún þegar hliðið gefur frá sér hljóð- merki þegar þeir telja sig hafa fjarlægt hana. Margar þessara bóka finnast á handbókasvæðinu þar sem viðkomandi safngestur hefur losað sig við þær í flýti. Því miður gefast ekki allir upp og bækur hverfa þrátt fyrir öryggis- hliðið. Annað vandamál sem deildin býr við og önnur útlánasöfn kann- ast eflaust við eru mikil vanskil. Allt of margir lánþegar skila ekki bókum sem þeir hafa fengið að láni og er innköllun þessara rita bæði erfið og afskaplega leiðinleg. Safnið má illa við þessu bókatapi og er orðið tímabært að athuga nýjar leiðir til úrbóta. Litógrafía eftirJ. Platier, 1840. Vandamál Eitt aðalvandamál deildarinnar er fólgið í því að halda utan um bókakostinn og „varðveita" hann handa sem flestum. Áður • Arnagarðui: Bókastofunni á 3. hæð var breytt í handbóka- safn kennara í júlímánuði 1995. Útlánum var þá hætt. • Bókasafn íjarðfrœði og landafrœði í Jarðfræðahúsi. Opið er á vor- og haustmisseri kl. 09:00-17:00. Siglinde Sigurbjarn- arson annast rekstur safndeildarinnar. Viðvistartími hennar erkl. 15:00-17:00. • Danska lektoratið til húsa á skrifstofu lektors í dönsku í Norræna húsinu. Útlán eru eingöngu með leyfi lektors. Um- sjón: Sólveig Jónsdóttir. Eftirlit óreglulegt. • Enskukennsla, Aragötu 14. Bókastofunni var breytt í hand- bókasafn kennara og nemenda í júnímánuði 1995. Útlánum var þá hætt. • Finnska lektoratið til húsa á skrifstofu lektors í finnsku í Norræna húsinu. Útlán eru eingöngu með leyfí lektors. Urnsjón: Sólveig Jónsdóttir. Eftirlit óreglulegt. • Guðfrœðideildarstofa í aðalbyggingu háskólans. Stofunni var breytt í handbókasafn kennara í júnímánuði 1995. Þar eru engin útlán. • Lagabókasafn í Lögbergi. Reynt er að halda safninu opnu kl. 10-18 með aðstoð nemenda. Safnið er þó lokað yftr sumarmánuðina. Auður Gestsdóttir annast rekstur safn- deildarinnar og viðvistartími hennar er kl. 10:00-12:30. • Lesstofa ílíffrœði, Grensásvegi 12. Stofan er opin kl. 08:00- 17:00. Umsjón: Karl Ágúst Ólafsson. Eftirlit þrisvar í viku. • Lyfjafreeði lyfsala í Haga. Skipulag þessarar safndeildar er í mótun. Ritakostur var fluttur úr Iþróttahúsi háskólans (efri hæð) í Haga árið 1995. • Námsbraut íhjúkrunatfrceði. Þessi safndeild fluttist í Bóka- safn Landspítalans árið 1993 og er starfrækt þar. Ritin eru Lokaorð Æskilegt er að útlánatölur haldi áfram að hækka. Það er eðlileg þróun þegar horft er til þess að stúdentum við Háskóla þó áfram eign safnsins og laun bókavarða, Jóhönnu Skafta- dóttur, Ásbjargar Ellingsen og Ásu H. Kolka, eru greidd af salninu. • Námsbraut ísjúkraþjálfun, Vitastíg 8. Opið á skrifstofutíma. Umsjón: Karl Ágúst Ólafsson. Eftirlit einu sinni í viku. • Norska lektoratið lil húsa á skrifstofu lektors í norsku í Norræna húsinu. Útlán eru eingöngu með leyfi lektors. Umsjón: Sólveig Jónsdóttir. Eftirlit óreglulegt. • Rannsóknastofa í heilbrigðisfrœðum. Stofan er til húsa að Sóltúni 1. Um er að ræða handbókasafn, útlán eru engin. Umsjón: Karl Ágúst Ólafsson. Eftirlit einu sinni í viku. • Rannsóknastofa ílyfjafrœði, Ármúla 30. Engin útlán. Starfs- maður Rannsóknastofunnar, Jóhanna Edvald, hefur umsjón með safndeildinni. • Raunvísindastofnun Háskólans. Bókasafn. Safnið er stofn- unarsafn og þar eru engin útlán. Eftirlit tvisvar í viku. Untsjón: Sólveig Jónsdóttir. • Sœnska lektoratið til húsa á skrifstofu lektors í sænsku í Norræna húsinu. Útlán eru eingöngu með leyfi lektors. Umsjón: Sólveig Jónsdóttir. Eftirlit óreglulegt. • VR II. Bókasafn verkfræðideildar og raunvfsindadeildar við Hjarðarhaga. Opið kl. 07:00-22:00, 07:00-18:00 um helgar. Siglinde Sigurbjarnarson annast rekstur safndeildarinnar. Viðvistartími hennar er kl. 11:30-14:30. • VR III. Bókasafn verkfræðideildar og raunvísindadeildar við Hjarðarhaga. Safnið er handbókasafn kennara og eru því engin útlán. Umsjón: Sólveig Jónsdóttir. Eftirlit 1-2 sinnurn í viku. BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.