Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 58

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 58
Guðrún Karlsdóttir S Flokkun í Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn á sér aðeins stutta sögu enn sem komið er í flestu tilliti öðru en byggingarsögu. En forsaga safnsins er samofin fortíðinni í gömlu söfnunum tveim- ur, Landsbókasafninu eldra og Háskólabókasafni og drættir þess bera vissulega á ýmsan hátt þeirra svip þannig er niðurskipan safnefnis skv. flokkunarkerfi Deweys sem upp var tekið á íslandi um síðustu aldamót með íslenskum staðfæringum og flokkunarhefðum sem síðan hafa skapast. / átt til sameiningar Farið var að huga rækilega að samræmdri l'lokkunarstefnu í Landsbókasafni fslands og Háskólabókasafni í kjölfar sameigin- legrar aðfangastefnu á 7. áratugnum. Þótt sameining safnanna hefði um langt skeið verið til umræðu stóðu húsnæðismálin lengst af í vegi fyrir slfkri framkvæmd. Það kom þó ekki í veg fyrir að margvíslegur undirbúningur gæti átt sér stað. Frá ýmsu af því tagi segir í fjölrituðum greinargerðum frá þessu tímabili en einnig eru til óbirtar úttekir er bregða Ijósi á þetta marg- háttaða starf ásamt fundargerðum samráðshópa er leið nær sameiningu, svo sem um skráningu, flokkun og fleiri sérsvið. í ársskýrslum safnanna síðasta áratuginn fyrir sameiningu þeirra má lesa um mikilsverð skref í átt til samræmingar. Mikið var að gerast á alþjóðlegum vettvangi í bókasafnaheim- inum í kringum og upp úr 1970, söfn voru farin að tölvuvæðast og stöðlun upplýsinga varð æ mikilvægari. Hér á íslandi voru gefnar út tvær handbækur fyrir bókasöfn árið 1970, og var önnur þeirra Skráningarreglur en hin stytt útgáfa Dewey flokkunar- kerfisins er nefndist á íslensku: Flokkunarkerfi fyrir íslenzk bókasöfn þýtt og staðfært eftir Dewey Decimal Classification. Þar með höfðu hérlendir bókasafnsmenn fengið í hendur flokk- unarhandbók á sínu eigin tungumáli. Rétt er að geta þess, að árið 1952 höfðu þeir dr. Björn Sigfússon, þáverandi háskólabóka- vörður, og Olafur F. Hjartar, síðar deildarstjóri við Landsbóka- safn, tekið saman Bókasafnsrit I, en þar er m.a. að fmna stutta þýðingu af Deweykerfinu á íslensku ásamt íslenskum stað- færingum. Saga og hefðir Landsbókasafnið eldra var stofnað 1818 og innleiddi Deweykerfið árið 1900, fyrst fslenskra safna. Það var því gamalgróið safn, þegar Háskólabókasafn var formlega stofnað sem eitt safn árið 1940, samrunnið úr bókakosti þáverandi háskóladeilda. Þrjár elstu deildir háskólans eiga aftur sögu sína að rekja til gömlu embættismannaskólanna þriggja og bókasai'na þeirra, Prestaskólans (st. 1847), Læknaskólans (st. 1876), Laga- skólans (st. 1908), en heimspekideild, stofnuð um leið og Há- skóli íslands, 1911, fékk þá til jöfnunar sérstaka fjárveitingu til bókakaupa. Björn Sigfússon tók Dewey-kerfið upp fyrir allar safndeildir fljótlega eftir að hann tók við embætti háskólabókavarðar árið 1945. Um það segir svo í Árbók Háskóla íslands fyrir háskóla- árið 1946-47: Færð var til tugakerfis, Dewey-kerfisins, skrá- setning þeirra þriggja safndeilda, sem höl'ðu verið skráðar öðr- um skráningarkerfum: guðfræði, læknisfræði og lögfræði, og stóð endurskráning, sem af því leiddi, langt fram eftir næsta vetri.“ (HÍ Árb. 1946-47, s. 98.) Með orðalaginu fram eftir næsta vetri er einkum átt við haustmisseri 1947. Bókakostur Landsbókasafnsins var á þessum tíma eins og að líkum lætur orðinn mikill að vöxtum og með hverri nýrri útgáfu Dewey- kerfisins varð þyngra í vöfum að endurflokka safnkostinn. Fræðigreinar þróuðust ört upp úr heimstyrjöldinni síðari og þetta kom fram í gríðarlegri útgáfuaukningu og breyttum og nýj- um fræðasviðum, sem hlutu að endurspeglast í flokkunarkerfinu og hafa í för með sér aukið álag á flokkendur í bókasöfnum. Aðföng safna endurspegluðu þennan vöxt og safnkostur Háskólabókasafns margfaldaðist á skömmum tíma. I árslok 1992, tveim árum fyrir sameiningu safnanna í Þjóðarbókhlöðu 1994, var sameiginlegur safnkostur talinn vera 761.852 rit. Þar af voru rit Landsbókasafnsins eldra 430.510 bindi auk 14.263 handritanúmera en rit Háskólabókasafns alls 317.079. (Lbs. og Hbs. 1993, Grg., s. 18-19.) Viðhorf og valkostir Viðhorf til flokkunar í söfnunum mótaðist að nokkru af mis- munandi aðstæðum þeirra. Annað safnið var lokað safn, þar sem bókaverðir sóttu bækurnar fyrir notendur, en hitt safnið sjálfbeinasafn, þar sem lánþegar höfðu aðgang að flestum ritum. í Landsbókasafni væntu safnnotendur þess að geta fengið afnot af hvaða íslensku riti sem var eftir þörfum, en þeir nálguðust ritin ekki sjálfir og hilluröðun skipti þá ekki máli. í Háskóla- bókasafni og útibúum þess gerðu lánþegar ráð fyrir að ganga sjálftr að helslu fræðibókum í sinni grein á erlendum tungum auk íslenskra fræðirita og þeir gerðu kröfu til þess, að saman stæði það sem þeir töldu saman eiga. í söfnunum tveim mynduðust að vissu marki mismunandi hefðir vegna þessara ólíku aðstæðna og olli þetta stundum mis- gengi í flokkun. Sem dæmi um slíkt má nefna flokkun Eddu- kvæða og annars efnis af sama toga, sem var lengi vel litið á sem goðafræði í öðru safninu en fornbókmenntir í hinu. Tilhneiging var til að líta á slíkar hefðir sem valkosti, og eins votu stundum valdar mismunandi leiðir þar sem um raunverulega valkosti í flokkunarkerfi var að ræða. Dæmi um hið síðamefnda er flokk- un sérgreindrar bókfræði sem sett var í flokk 016 með efnis- viðskeyti í öðru safninu en var um tíma flokkuð með sérsviðinu í hinu safninu að viðbættri formgreininni 016. Svipað er um flokkun lögfræði að segja (formgrein 026 á móti flokki 340) Fleira mætti nefna, en flest afbrigði af þessum toga voru sam- ræmd alllöngu fyrir sameiningu safnanna. Eftir stóð viss munur á dýpt flokkunar, en úr honum dró með árunum. Samræmingar- átak var gert í þeim málum á árinu 1994 og náði það til sjálf- beinarita og handbóka. Unnið er áfram að því brýnasta á þessu sviði. Hlutverkamunur í Landsbókasafni fékk íslenskt efni yfirleitt flokkstölur sem samsvöruðu nokkurn veginn styttri útgáfu Flokkunarkerfis, en flokkun erlends efnis í safninu fór nærri alþjóðlegu útgáfunni. í Háskólabókasafni hlaut íslenskt efni sömu flokkunarmeðferð og erlent efni, enda stóð það einnig á sjálfbeina í flestum tilvikum, þýðingar með erlendum útgáfum söntu rita ef raðað var saman óháð tungumáli. 1 útibúum var íslensku efni raðað saman við erlendan bókakost en í aðalsafni stóð það sér. 58 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.