Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 9
i3
verka, er vér getum afkastað, ef ekki skortir
trúna og kærleikann.
Hverfum aftur til Mósesar á Nebó og sjáum,
hvað það er, sem guð er að sýna honum þar. Við
augum Mósesar blasir alt hið fyrirheitna land.
Augu hans sjá yfir framtíðarhag hinnar ástkæru
þjóðar. Af trúarhæð vorri er guð að sýna oss
svipaða sjón, landið, sem hann flutti oss til, og
þjóðina, sem vér elskum. Drottinn sýnir oss af
Nebó um allar bygðir fólks vors, um alla þessa
álfu. Ekkert landnám íslendinga er svo smátt,
engin bygð svo afskekt, að ekki bendi þangað fing-
ur drottins og tunga hans tali: “Farið-----gerið
að lærisveinum.” Útsýnið er um allar sveitir,
öll þorp og allar borgir um alt þetta mikla megin-
land, þar sem menn af íslenzku bergi brotnir búa.
Og hlutverk félags vors er að saman safna þeim
öllum í tjaldbúð trúarinnar og koma á samfélagi
milli allra landa vorra í einni trú, fyrir eina
skírn; svo einn verði guð og faðir allra, yfir öll-
um, með öllum og í öllum. Hlutverk vort er að
koma því til leiðar með guðs hjálp, að öll börn
þjóðar vorrar saman safnist með gleði kærleik-
ans í tjaldi trúarinnar á fjallinu hjá frelsaranum.
Það er vort fyrirheitna land.— Aðal-verk kirkju-
félags vors er trúboð.
* # *
Víðsýni þetta hið mikla hefir guð ætlað oss
frá trúarhæð þeirri, þar sem tjaldbúð kirkjufé-
lags vors stendur. Mikið vantar enn á það, að
útsýnisins njótum vér fullkomlega. Mikið, mjög
mikið, vantar á það, að takmarkinu sé náð. Vér
höfum búið hér í landi heilan mannsaldur.