Áramót - 01.03.1909, Qupperneq 83
87
á bókstafinn, sem á að stafa svo mikil hætta af
lijá oss.
En sannleikurinn er nú sá, að það er nálega
alt tilbúningur, þetta um bókstafs-dýrkun meðal
vor Islendinga.
En svo er annað. Það er oft reynt af hinni
nýju stefnu að gera mönnum missýningar og
koma þeim til þess að álíta það bókstaf, sem
heyrir sjálfum hlutnum til, — umbúðir um kjarn-
ann það, sem er hluti af kjarnanum, — að eins
form það, sem er helgasti þáttur efnisins.
Eg skal nefna eitt til dæmis. Það er sagt af
mörgum, að kærleikurinn sé aðaikjarni kristin-
dómsins. Alt annað sé form eða umbúðir um
kjarnann. Menn ættu að hugsa meir um það, að
kenna mönnum að elska eins og Kristur elskaði;
því það er aðal-atriðið í trúarbrögðunum, og oss
mönnunum öllum sameiginlegt, og líka svo undur
einfalt, að allir geta skiliÖ það. Og það ríður á,
að gera trúarbrögðin sem allra einföldust — svo
einföld, að allir skilji þau, og enginn fælist þau,
því—eins og gefið er í skyn — * ‘ vitum við öll, að
það er ekki kærleikurinn, sem fælir nokkurn burt;
heldur að eins kreddur, bókstafur og umbúðir,
sem breyta þarf eftir kröfum tímans. En það,
sem nú einmitt er að þessum mönnum, úreltrar
guðfræði, er kærleiksleysi þeirra, og Ijósfælni,
sem gerir þá hrædda við hvern ljósgeisla, sem
rannsókn og sannleikselska lætur stafa inn í
myrkrið hjá þeim. Við eigum að ná til allrft
þeirra, sem fvrir utan standa, með því að sýna
þeim fram á, hve góðir þeir í raun og veru eru í
insta eðli sínu, og geti fundiÖ sannleikann fyrir