Aldamót - 01.01.1898, Side 143
hendi, en metaskálar í hinni. „Felmtrað skalf sem
fis í vindi fjallið alt frá neðstu rót“ (161). Svo eiga
þeir þrír tal saman ,, um dauðans, lífsins leyndardóma,
lögmál guðs og frelsarann“ (162). Móses tekur þá
við metaskálunum og leggur steinspjöldin á metin;
seig þá skálin niður, svo skall í berginu (163). þá
leggur Elías kefli sitt með spádómunuin um frelsarann
úr gamla testamentinu á inetin, og verða skálarnar þá
aftur jafn-þungar. En Móses bætir sverðinu —„refsi-
sverði drottins dóma“-—-við sín megin, og verður þá
skálin hans aftur þyngri. Tekur þá frelsarinn kross-
tré úr kyrtilskauti sínu og leggur í skál Elíasar:
„Létt varð stál og steinn í móti,
strax í loft upp skálin fló;
krossinn skall í gráu grjóti,
gneistaflug úr bergi sló.“
Verður svo trékrossinn alt í einu að gullkrossi (164).
þetta er alt nokkuð stórkostlegt og ólíkt hinni einföldu
frásögu nýja testamentisins, þar sem minstu atvik í
lífi frelsarans bera á sér veruleikans stimpil. Skáldið
hefur ætlað að auka lotninguna fyrir persónu frelsarans
með því að bæta þessum eldgamla heilaspuna, sem
fyrir löngu er gleymdur og grafinn og aldrei gjörði
kristindóminum nema ilt eitt, inn í frásögu nýja testa-
mentisins. En það var ekki heppilegt og er svo langt
frá að ná tilgangi sínum, að þeim mönnum, sem nokk-
uð er gjarnt til að efa guðspjallasöguna, hlýtur að koma
til hugar við lesturinn: Svona ævintýri er þetta nú lík-
lega alt saman. — þegar systur Lazarusar sitja yfir
honum veikum, heyra þær barið að dyrum (178), halda
þær, að Jesús sé þar kominn, en það er þá dauðinn.
Jesús er þá langt burtu með lærisveinum sínum. þá
er svipur Lazarusar látinn fljúga gegn um salinn, þar