Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 61.TBL. — 74.og 10.ÁRG. — MÁNUDAGUR 12. MARS 1984.
Fjögurra manna saknað eftir að togbáturinn Hellisey fórst:
Umfangsmikil leit að Hellisey hófst í morgun. 25 til 30 skip og bátar leituðu á
svæðinu þar sem talið var að báturinn hefði sokkið. Olíubrák kom þar upp
og náði hún alla leið til Vestmannaeyja, um 2 til 3 kílómetra. Innfellda
myndin: Hellisey VE hét upphaflega Július Björnsson EA, þá Sævar KE,
Hegri KE, Sigurvon AK og Sigurvon SH, þar til í fyrrasumar að hún var keypt
til Eyja og hlaut hið nýja nafn. Litlu myndina tók Jón Björnsson.
DV-mynd GVA.
Otrúlegt þrekvirki
eins skip verja sem
komst hrakinn í land
Fjögurra sjómanna er saknaö eftir
aö vélbáturinn Hellisey VE 503 sökk út
af Vestmannaeyjum í gærkvöldi.
Fimm manna áhöfn var á Hellisey og
hafði einn bjargast í morgun. Hann
synti í land og bankaöi upp á í húsi
skammt frá Helgafelli um klukkan sjö
í morgun. Líöan hans mun vera eftir
atvikum.
Taliö er aö báturinn hafi sokkið um
þrjár sjómílur austur af Vestmanna-
eyjum. Samkvæmt upplýsingum
björgunarsveitarmanna í morgun
hefur olíubrák fundist sem talin er
vera úr bátnum.
Mikil leit stóö yfir í morgun aö
mönnunum fjórum sem er saknað.
Báðar björgunarsveitirnar í Vest-
mannaeyjum leita og þá voru bátar,
varðskip, flugvélar og þyrla frá
Vamarliðinu aö leita. Fjörur voru
gengnar.
Hellisey var að togveiðum er hún
sökk. Báturinn hélt til veiða í gær-
morgun í góöu veöri. Enn er ekki vitaö
hvaö í rauninni geröist en þó þykir full-
víst að báturinn sökk í gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum frá Vest-
mannaeyjaradíói í morgun lét bátur-
inn ekki vita af sér til tilkynninga-
skyldunnar klukkan tíu í gærkvöldi.
Strax var fariö aö kalla bátinn upp. Því
var haldið áfram í alla nótt en án
árangurs. Þaö var ekki fyrr en skip-
verjinn, sem þegar hefur bjargast,
bankaöi upp á í húsi í Vestmannaeyj-
um um klukkan sjö í morgun að leit
hófst.
Hann heitir Guðlaugur Friðþórsson,
Illugagötu 49 í Eyjum, og var stýri-
maöur á bátnum. Hann er 22 ára.
Afrek hans þykir meö fádæmum. Hann
synti i land, klifraöi upp háa kletta og
gekk yfir hrauniö, illa klæddur og ber-
fættur.
Þegar þetta er skrifaö, seint í
morgun, hafði brak fundist úr bátnum.
Hellisey var 75 tonna stálskip, smíöuö í
Vestur-Þýskalandi 1956 og hét áður
Sigurvon. Hraöfrystihús Vestmanna-
eyjageröibátinn út.
Þrír af skipverjunum fjórum sem er
saknaö eru úr Vestmannaeyjum. Einn
er úr Reykjavík.
-GS.-JGH/JSS
Þeirra ersaknað
Mennirnir fjórir, sem saknað
er af Hellisey, eru Hjörtur Jóns-
son skipstjóri, Ashamri 63 í Eyj-
um, 25 ára, Pétur Sigurðsson, 1.
vélstjóri, Sæviöarsundi 9
Reykjavík, 22 ára, Engilbert
Eiðsson, 2. vélstjóri, Faxastig 4 í
Eyjum, tvítugur, og Valur Smári
Geirsson matsveinn, Herjólfs-
götu8íEyjum,26ára.
Sjáeinnig fréttir af sjóslysinu á baksíðu