Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 27
DV. MANUDAGUR12. MARS1984. 27 íþróttir íþróttir . íþróttir íþróttir Enska bikarkeppnin: Stórleikur Bames kom Watford f undanúrslit liðnar af síðari hálfleik þegar Everton náði forystunni á nýjan leik. Þá fengu þeir aukaspymu sem Kevin Sheedy tók. Hann sendi knöttinn í átt aö mark- inu og Andy Gray henti sér fram og skallaði í markið á glæsilegan hátt, algerlega óverjandi fyrir markvörð Notts County. Eftir markið náði Everton betri tökum á leiknum og sigurinn var aldrei í verulegri hættu. En Southall þurfti samt enn einu sinni að verja þrumuskot frá Christie með því að slá knöttinn yfir þverslána undir lokleiksins. — Andy Gray skoraði sigurmark Everton f bikarleiknum við Notts County Derby slapp með skrekkinn gegn Plymouth Watford og Everton tryggðu sér sæti í undanúrslitum með góðum sigrum á Birmingham og Notts County á útivöUum í 6. umferð ensku bikar- keppninnar á laugardaginn. En mögu- leikar litla 3. deildar liðsins Plymouth fara nú minnkandi eftir að Uðið náði aðeins jafntefli á heimaveUi gegn Derby County. AðaUeikur bikarkeppninnar var viöureign Birmingham og Watford á St. Andrews leikveUinum í Birming- ham. Var þar um hörkuviðureign aö ræða. Watford hóf leikinn mun betur og var bétri aöUinn í fyrri hálfleik, drifið áfram af snUldarleik enska landsliðsmannsins John Bames. Og það var einmitt Barnes sem skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu, og hvUíkt mark. Nigel CaUaghan sendi þá knöttinn tU John Barnes, sem lék á tvo varnarmenn Birmingham og sendi síðan knöttinn meö glæsUegu vinstri- fótar skoti efst upp í markvinkUinn al- gerlega óverjandi fyrir Tony Coton, markvörð Birmingham. Watford hefði getað bætt fleiri mörkum við í f.h., en leiddi samt sanngjarnt 1—0 í hálfleik. I síðari hálfleik komu leikmenn Birm- ingham síöan mjög ákveðnir tU leiks og tókst þeim að ná undirtökunum, einkum vegna frábærs leiks Robert Hopkins, sem stjórnaöi leik liðsins á miðjunni. Það var einmitt Hopkins sem lagði upp jöfnunarmark Birming- ham á 60. mínútu. Þá sendi hann knött- inn fyrir mark Watford og Byron Stevenson jafnaði með því að pota knettinum yfir marklinuna eftir mik- inn darraöardans í vítateignum. Menn voru ekki á eitt sáttir um markiö, sum- ir töldu aö markið hefði verið sjálfs- mark Steve Terry, að knötturinn hefði komið við hann á marklínunni. Eftir jöfnunarmarkið sótti Birmingham stíft að marki Watford og átti Mick Harford skalla rétt yfir markið eftir horn- spyrnu. En leikmenn Watford voru hættulegir í skyndisóknum sínum og á 80. mínútu náðu þeir einni sUkri. John Barnes einlék þá upp að endamörkum ! og sendi vel fyrir markið, þar sem Noel Blake, miðvörður Birmingham, skall- aöi frá marki, en ekki tókst betur til en svo aö knötturinn hafnaði beint fyrir fætur Les Taylor, sem skoraði með þrumuskoti framhjá Coton í markinu. Aðeins tveimur minútum síðar gerði Watford síöan út um leikinn. George Reilly tók innkast og varpaði knettin- um til Nigel Callaghan sem sendi fyrir markið og Maurice Johnson nikkaði knettinum aftur fyrir sig og þar kom John Barnes á fullri ferð og skallaði í markið við f jærstöngina. Þrátt fyrir að sigur Watford væri í höfn átti Birming- ham tvö dauöafæri eftir þetta. Fyrst skaut Mick Harford rétt yfir markiö af markteig og tveim mínútum fyrir leikslok átti Robert Hopkins skot í stöng Watford-marksins En sigur Wat- ford í leiknum var mjög sanngjarn og er það nú taliö mjög sigurstranglegt í bikarkeppninni. 40.263 áhorfendur voru á leiknum og þar af um 10.000 frá Watford. Er þetta mesti áhorfenda- f jöldi á St. Andrews sl. fimm ár. Liðin sem léku voru þannig skipuð: Birmingham: Coton, Van Den Hauwe, Franklin, Stevenson, Blake, Wright, Gayle, Hopkins, Harford, Broadhurst og Kuhl. Watford: Sherwood, Bardsley, Terry, Rostron, Kerry, Jackett, Taylor, Barnes, Riley, Johnston og Callaghan. Southall hélt Everton á floti gegn Notts County Everton er nú skrefi nær því að leika tvo úrslitaleiki á Wembley sama árið, hefur nú þegar tryggt sér sæti í úrslitaleik mjólkurbikarsins og er nú komið í undanúrslit í ensku bikar- keppninni. Er þetta í 19. skipti sem Everton leikur í undanúrslitum keppn- innar og er aðeins eitt lið sem hefur leikiö oftar í undanúrslitum en Ever- ton, en það er W.B.A. Það voru heima- menn Notts County sem byrjuöu leik- inn gegn Everton á Medow Lane af miklum krafti. Þeir sóttu stíft fyrstu mínúturnar og þá bjargaði Neville Southall glæsilega hörkuskoti frá Tre- vor Christie strax á annarri minútu. En í fyrstu sókn sinni skoraði Everton. Liðið fékk innkast út viö endamarka- línu og Mick Stevens kastaði til Peter Reid sem sendi vel fyrir markið til Andy Gray, sem hitti ekki knöttinn í dauðafæri, en það kom ekki að sök því Kevin Richardson stóð fyrir aftan hann og skoraði af stuttu færi þegar knötturinn barst til hans. En Notts County lét þetta áfall ekkert á sig fá og sótti af sama krafti og fyrr að marki Everton, og leikmenn uppskáru laun erfiðis síns á 18. mínútu en þá jöfnuðu þeir metin. Mark Goodwin sendi þá knöttinn til Trevor Christie, sem átti hörkuskalla á markið og Southall varði meistaralega, en hélt samt ekki knett- inum og Nígeríumaðurinn John Chiedozie varð fyrstur til að átta sig og skoraði af stuttu færi. Neville Southall þurfti enn aö taka á honum stóra sín- um rétt fyrir leikhlé til að verja frá Chiedozie, og staðan var því jöfn í leik- hléi, 1—1. Það voru aðeins 47 sekúndur Það var lítill glæsibragur á þeirri knattspymu sem iið Plymouth Argyle og Derby County sýndu í bikarleiknum á Home Park í Plymouth á suðaustur- strönd Englands á laugardaginn. Plymouth var samt mun skárri aðil- inn í leiknum og gerði það oft harða hríð að marki Derby. En það var stór- leikur gömlu „jaxlanna” í liði Derby, þeirra Kenny Bums og Archie Gemm- ill, sem hélt því á floti í leiknum. En næst því að skora komst Plymouth á 80. mínútu, en þá átti Gordon Stani- forth hörkuskot innan á stöngina á marki Derby og rúllaði knötturinn eftir markalínunni og í hina stöngina áður en vamarmenn Derby náðu að hreinsa frá. Liðin mætast því að nýju á Base- ball Ground í Derby á miðvikudaginn. Og má því segja að möguleikar Ply- mouth séu þar með úr sögunni aö sinni. FYRIR BÖRN, DÖMUR OG HERRA Nr. 28-33kr. 494,- Nr. 34-39kr. 546,- Nr. 40-45kr. 598,- Póstsendum SKÓVERSLUN ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR Kirkjustræti 8 — sími 14181. Laugavegi 95 — sími 13570. SPORT SKÓR ÚR HVÍTU OGENERnL t í) Teletron GÆÐANNA VEGNA PLOTUSPILARI ... SEGULBANDSTÆKI Dolby NR ....... ÚTVARP FM-MW-LW MAGNARI 2 x 32 w .. HÁTALARAR (pr. stk.) 5.669,- PLÖTUSPILARI .... MAGNARI 2 x 64 w ... 8.067,- ÚTVARP FM-MW-LW . 4.562,- HÁTALARAR (pr. stk.) . 5.273,- 3.223,- 6.933,- 11.440,- 6.645,- 3.026,- PLÖTUSPILARI .... SEGULBANDSTÆKI . . MAGNARI 2 x 75 w . . . ÚTVARP FM-MW-LW . HÁTALARAR (pr. stk.) . Meö 1000,- króna útborgun getur þú keypt eitthvert eitt af þessum glæsilegu GENERAL-TELETON hljómtækjaeiningum, sem héreru boönar á tilboðsverði. Afganginn getum við samið um þannig að þér henti vel. 11.130,- 17.027,- 12.730,- 16.274,- 9.129,- 0 SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38900-38 903

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.