Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984. Vatnssmökkun á Sauöárkróki Ekki er á íslenska f jallavatniö log- ið, öldum saman hefur það svalað fólkinu, sem byggt hefur landið, og verið notað til'aðskiljanlegustu ann- arra hluta. Það verður þó að segja alveg eins og er að vatn er ekki alls staðar eins. Fyrir það fyrsta er út- lenskt vatn auðvitaö miklu verra en íslenska vatniö. Menn þekkja þaö, sem hafa ætlað að fara í krana í ein- hverju útlandinu og sækja þangað vatnsdreitil að drekka. Sú gusan lendir oftar en ekki beint í vaskinn aftur. Svo er líka staöreynd að ís- lenska vatnið er til í ýmsum mynd- um og gerðum. Oftast býr í því fjöl- breytilegur gerlagróður sem var ekki þekktur fyrr en vísindin fóru að rýna í það meö smásjá. Vatnsgæðin eru sumsé mæld í fjölda gerla, því færri gerlar, því betra vatn. Vatn á sér ýmiskonar uppsprett- ur, misgóðar. Fæstir vilja drekka skólpiö í jökulánum og ekki þykir gott að treysta á læki sem á ferö nið- ur hlíðar og dali taka með sér óþverra einhvem. Saurvatn þykir Kópavogsbúum t.d. ekki allt of gott. Nei, lindarvatn er best, um þaö geta menn verið sammála en líka það er mismunandi frá einum stað til ann- ars. Éins og allir vita hefur Hreinn Sig- urðsson á Sauöárkróki gert samning um sölu á miklu magni af vatni til Ameríku og þar með gert margfrægt íslenskt vatn að útflutningsvöru. Um þetta hefur margan dreymt en nú virðist loks alvara á ferö. Ibúar Sauöárkróks eru auðvitað harla glaðir, lengi hafa þeir verið vissir um að vatnið þeirra væri besta vatn í heimi, a.m.k. sumir. Tilersagasem segir að þetta sé þriggja gerla vatn, það þýðir í raun að vatnið sé geril- sneytt eins og mjólkin. Utsendarar DV voru á Sauðár- króki fyrir helgi og höfðu með sér gulltært Reykjavíkurvatn úr brunni Gvendar. Farið með það og Sauðár- króksvatn á flöskum í tvö atvinnu- fyrirtæki og fólk beðið að geta hvort væri hvað. Tekiö skal fram að þessi skoðanakönnun var hvorki hávís- indaleg né mikil alvara henni fylgj- andi. Niðurstöður ber að taka í sam- ræmi við það. En það féllu mörg orð þegar karlarnir í Sláturhúsi Kaupfé- lags Skagfirðinga og konurnar í Fiskiöju Sauðárkróks voru í vatns- smakkinu. Þetta var eins og hjá bestu rauðvinssmökkurum. -JBH/Akureyri ;|Éj Moldarbragð eða ekki Þær eru íbyggnar á svipinn, konurnar í frystihúsinu á Sauðárkróki, og virðast eiga erfitt með að segja hvort er hvað. Úrslitin urðu enda jafntefli. DV-mynd GVA. I Fiskiðju Sauðárkróks var allt á fullu við að vinna afla úr Skafta, togara Utgerðarfélags Skagfirð- inga, þegar við komum. Það var beðið smástund eftir pásunni kl. 11 og komið upp boröi inni í vinnslu- salnum. Konunum var þar boöið aö smakka sitt eigið dýrindis heima- vatnogsvovatniðfráGvendi. Þar féliu dómar og sitt sýndist hverj- um. Ein kvartaði sáran undan moldarbragðinu af vatninu í kók- flöskunni, þ.e.a.s. sunnanvatninu. Önnur sagði að þetta væri alveg þveröfugt. Svo voru einhverjar sem vildu helst halda að við værum bara að skrökva að þeim, þetta væri hvort tveggja sama vatnið. Því mótmæltum við auðvitað enda alrangt. „Það er ekki aö marka mig, mér þykir allt vatn gott,” sagði ein af þeim hressu frystihússkonum. Hún gat bara alls ekki verið að gera þarna upp á milli. Annars var það athyglisvert að tvær úr hópi þeirra eldri voru einna ákveðnast-, ar í því að vatnið í Seven-up flösk- unni væri eins og þaö sem þær hefðu alltaf í krönunum. „Þetta vatn er héðan, það fer ekkert á milli mála,” sagði önnur þeirra og benti á rétta flösku. Svo hélt hún áfram aðflaka. Þær sem tóku afstöðu voru 24. Ekki er aö orðlengja að allt fór á sömu leið og í sláturhúsinu, jafn- tefli. Sauðárkróksvatnið völdu 11, Gvendarbrunninn jafnmargar og tvær sögðu vatnið í flöskunum jafn- gott. . -JBH/Akureyrl Þeir eru ekki alveg á eitt sáttir, karl- arnir í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Sumir bentu á Króksvatnið, en aðrir ásunnanvatnið. Urslit: jafntefli. DV-mynd GVA Norðanvatnið líkara fjallavatninu „ÞettaerKróksvatnið,” sagðieinn og benti á vatnið í kókflöskunni. „Þetta er frá Króknum,” sagði ann- ar og benti á hina flöskuna. „Eg mundi nú fallast á það,” sagði sá þriðji. Þó vafalaust sé mikil samheldni hjá starfsmönnum sláturhússins náðist ekki samstaöa um í hvorri flöskunni Sauöárkróksvatniö væri. Það var smakkað aftur og aftur, skeggrætt og skrafaö. Einn hafði ekki smakkað vatn nýlega og sagðist því ekki alveg klár á þessu. Hvort tveggja er gott vatn, heyrðist líka. Sunnanvatnið er mun betra, sagöi einn, og hann var beðinn að skýra hvers vegna. ,,Ja, það má andskot- inn vita,” var svarið. „Þaö er bara betra bragð aö þvl ” Svo var líka tal- að um að sunnanvatnið hefði minna bragð og norðanvatnið væri líkara því, sem hægt væri að drekka uppi á fjöllum. Eftir nokkra stund lágu úrslit fyr- ir, menn bentu á þá flösku sem þeim fannst vatnið úr líkast því sem þeir fengu úr krönunum heima. Niður- staöan varð jafntefli, þrír römbuðu á það rétta, þrír veðjuðu á aðkomu- vatniö. -JBH/Akureyri Ljómandi elskulegt að þeir fái vatnið Vatnsbólin sem Sauðárkróksvatn- ið er tekið úr eru í landi Veðramóts. Árið 1971 keypti bærinn þar vatns- réttindi af eigendum. Annar þeirra heitir Sigurður B. Magnússon. Hann var spurður hvort hann væri ekki stoltur af því að vatn sem á að sigra heiminn er úr Veðramótslandi. „Það er ljómandi elskulegt að hugsa til þess að margir geti fengið að njóta þess að fá hreint, tært og gott vatn. Þessi fyrsti heimur þarna vestra líka. Eg er ekki með neina minnimáttarkennd yfir því að hafa látið þetta af hendi til að geta komið vatninu til nota fyrir almenning í bænum. Og ég tel okkur aðilunum það frekar til inntektar að hafa ekki verið með neina þvermóösku þar um.” Sigufður sagöist hafa haft margt af hrossúm og fé á Veðramóti, hinn eigandinn væri þó með hinn eiginlega búrekstur nú. „Eg hef aðallega ver- ið með mikið af hrossum,” sagði hann. Hvað margt? „Það eru eitt- hvaö um 60 eða 70 hross.” Þessi vatnsgildra sem við lögðum fyrir Sigurð felldi hann, hann veðjaði á sunnanvatniö. Kannski er það eðli- legt því frá blautu bamsbeini hefur hann getað drukkið beint úr ísköld- um læknum sem rennur úr Veðra- mótslindunum. Hitastigið í flöskun- um var eitthvaö hærra. En vatnið hans Siguröar hefur alltaf fariö vel í hann og hann sagðist viss um að það færi líka vel í Amerík- anann. Sigurður B. Magnússon á land að vatnsbólinu en samt féll hann á prófinu enda kannski vanari að drekka vatnið ískait úr læknum. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.