Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Page 15
DV. MANUDAGUR12. MARS1984. 15 Helgi Geirsson ar hafa þá verið trúlausir eða með af- brigðum skynsamir og umburðarlynd- ir. Islensk rit frá þessu tímabili sanna að Islendingar voru vel trúaðir á æsi- sína, svo síðari ástæðan hlýtur að hafa verið forsenda þess að þetta gat gerst. Utlendir kristnir trúboðar og íslenskir hjálparsveinar þeirra voru að vísu búnir að fara um landið með báli og brandi, svikum og ofbeldi og sjálf- sagt voru Islendingar búnir að frétta af enn hræðilegri verkum kristinna manna á Norðurlöndum, en ef ása- trúar Islendingar hefðu viljað spilla blóði landa sinna sem voru kristnir þá er ekki efi að þeir hefðu getað komið í veg fyrir kristnitöku, þá, á Islandi. Þeir gerðu það ekki og sönnuðu þar meö umburðarlyndi sitt og manndóm. Islenskir ásatrúarmenn fomaldar hafa aldrei fengið þakklæti fyrir þetta sem skyldi, né réttmæta viðurkenn- ingu. Dauðadómur trúarbragða Eg skal viðurkenna að þeir sem leyföu kristnina gerðu sér aldrei ljóst að þeir voru að kveða upp dauðadóm yfir trúarbrögðum sjálfra sín og trúar- brögðum forfeðra sinna, trúar- brögðum sem höfðu reynst þeim svo vel á gullöld þeirra, trúarbrögðum sem gerðu þeim kleift að bera virðingu fyrir trúarbrögðum annars fólks jafnt og sínum eigin. Það var jú ýmislegt bogið við ástandið þegar Islendingar samþykktu kristni á Alþingi. Þangbrandur prestur sem var ný- kominn frá Islandi gekk á fund Olafs Tryggvasonar Noregskonungs og sagði honum að hann hefði enga von um að Islendingar mundu taka kristni. Olafur varð æfur og lét drepa þá Is- lendinga sem hann náði í og lét taka aöra sem gísla. Síðan sendi hann Hjalta og Gizur til Islands til að heimta að menn tækju kristni en menn vildu ekkert við þá tala. Þeim tókst samt að sannfæra Siöu-Hall því honum þótti mikið til þess guðs koma sem hafði alla þessa engla til að þjóna sér og gat einn ráðið öllu svo hann lét skírast. Síðan var farið á Alþingi meö heimtingu Olafs konungs um aö menn tækju kristni, og mönnum sagt frá gíslunum. Þorgeiri goöa sem hafði lögsögu á þinginu var falið kristintökumálið en fyrst gaf Síöu-Hallur Þorgeiri hálft hundrað silfurs, þannig að málið var kannski ekki skoðað alveg hlutlaust. Að leyfa trúarbrögð annars fólks með lögum, án blóðsúthellinga, lýsir miklum mannkostum, sem voru óþekkt fyrirbrigði, meðal annarra þjóða þessa tímabils, jafnvel í dag, jafnvel þótt kristnir menn hafi notað nauöung, morð og mútur til að ná framgangi máls síns. Spurningin er, berum við niðjar for- feðra vorra næga virðingu fyrir mann- dómi þeirra? Hefur nútímakirkjan kristna sýnt viðunandi virðingu og þakklæti þeim mönnum sem leyfðu kristni á Islandi fyrir þúsund árum? Viðurkennir kirkjan að ásatrú forfeðra okkar var merkileg trú, umburðar- lynds fólks? Hafa islensk stjórnvöld vilja og andlegt þrek til að láta fræðimenn rannsaka hugsunarhátt og trúarbrögð ásatrúar forfeðra vorra, síðan að gefa bömum í skólum landsins tækifæri til að kynnast betur merkilegum forfeðrum sínum og merkilegu tímabili í sögu þjóðarinnar? Þeim sem vilja á óskiljanlegan og annarlegan hátt níða forfeöur vora, er einungis hægt að fyrirgefa á þeirri for- sendu að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera.. . Menning Köyhat Ritarit Tónleikar Köyhöt Ritarit, Fátœkra riddara, f Norrœna húsinu 6. mars. Efnisskrá: Hermann Rechberger: Úr Piae cant- iones og Codex potatorum (úts.), Orlando di Lasso: Carmina chromatica; Adriano Banchieri: II zabione musicale og I Bestiale; Anonymus: Dance royale; Juan del Encina: Fata la parte; Magnus Cordius: Canto di Lanzi; Jukka Kankain- en: Juomarin laulu (úts.); Pekka Kostiainen: Kolm' on miehellö pahoa; Erik Bergman: Das grosse Lalua; Eskil Hemberg: Tre visor fr&n áttiotalet. Köhyat ritarit er nafn á vinsælum eftirrétti finnskum,eins konar steiktu eggjabrauði með þeyttum rjóma, muldum hnetumogsultutauslettu ofan á. Nafnið þýðir fátækir riddarar. Það er á sinn hátt tvírætt eða margrætt. Það getur vísaö beint til desertsins eða trúbadora miðalda, eða þá bara verið fundið upp til að gera grín að þjónustu- peningi einum sem forseti lýðveldisins Finnlands gaukar að ýmsum þeim sem gert hafa embætti hans smágreiða. Tónleikar Ef þú ert ordin(n) leid(ur) á kaffiauglýsingum skaltu ekki lesa þessa............ „En ef þú vilt endilega lesa þessa auglýsingu — þá get ég af eigin reynslu sagt þér að þetta er alvöru kaffi. Afa- og ömmukaffið frá ívari er kaffið sem kemur mér í gang á morgnana og eftir einn til þrjá bolla er ég til í fuskið. — Stálsleginn. Okkar á milli... kaffið frá fvari er öðruvísi en gengur og gerist, enda um úrvalsbaunir að ræða og innihald í lofttæmdum umbúðum. Reyndu bara — þú sannfærist og hvað er einn pakki af kaffi á milli vina...“ Utsölustaöir: Versl. Straumnes, Vesturbergi AFA- OG ÖMMUKAFFl^feSKjjflF Utsölustaðir: Sláturfélag Suðurlands, Glæsibæ Kjörval, Mosfellssv. Sláturfélag Suðurlands, Austurveri Kostakaup, Hafnarf. ) Kaupfélag Kjalarnesþings, Mosfellssveit Kjötbúð S.S. löufelli 'N v'vars / Arnarkjör, Garðabæ \ xKAFFJ/ Versl. Arnarhraun, Hafnarf. (VAR - SKIPHOLTI 21 - SlMI(91) 23188 og (91) 27799 Eyjólfur Melsted Nefnast slíkir smáviðvikamenn eftir peningnum, Lejonen Ritarit, eða ljóns- riddarar. Allar geta tilvisanir þessar átt við um spil og söngflokk þennan. Að þeir séu formlegir er visast síðasta lýs- ingarorðið sem notaö verður um þá. Þetta eru frískir, ungir menn sem velja sér að viðfangsefnum miðalda- söngva, renaissancesöngva og finnska nútímasöngva. Einnig leika þeir með á eftirlíkingar gamalla hljóðfæra. Frískleikinn vegur á móti því sem á vantar Ekki þarf lengi að hlusta til að kom- ast að raun um aö hér eru ekki mjög skólaðar raddir á ferð. Þeir eru heldur ekki neinir afburða spilarar á eftir- gerðarhljóðfærin, að organistanum, Kaj-Erik Gustafsson, undanteknum. Hermann Rechberger leikur skemmti- lega á saltara, en blæs ekki á blokk- flautur að sama skapi vel. Hinir spilar- amir falla í sama flokk með sín ein- földu hljóðfæri. Hljómur þeirra er alls ekki sannfærandi og upp á vantar með fæmina sem fyrr segir. — En ýmislegt annaö vinnur upp þaö sem á vantar og meira en þaö. Þeir vinna mikiö á með framkomu sinni og frískleika í músík- flutningi. Svo er það líka spuming hvort drykkju- og kersknivísur mið- alda njóti sín betur í alltof fágaðri gerð. En útsetningar Hermans Rech- bergers á miðaldasöngvunum eru vel og skemmtilega unnar. Þarf ekki að kunna orð... Besta skemmtun höfðu menn, hygg ég, af flutningi riddaranna á músík nú- lifandi tónskálda finnskra. Túlkun þeirra lætur alla málaörðugleika hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það er engum manni nauðsynlegt að kunna orð í finnsku þegar þeir syngja Drykkjumannasöng Kankaines, eða þá um raunir manns sem sagðar em þrjár í söng Pekke Kostiainen, til að skilja hvað við er átt. Lekur bátur, haltur hestur og þrasgjöm kona eru svo músíkalskt-myndrænt máluð að riddaramir hefðu eins getað haft margföldunartöfluna fyrir texta (á finnsku aö sjálfsögðu) og komið mein- ingunni samt í smáatriðum til skila. Vona ég að þessi ferskleikans blær verði líka á kirkjutónleikum þeirra félaga. EM. Falleg lína sem fáir standast MAXIS er burðarmikil og sterk samstæða. Tilvalin sem skilrúm, þar sem MAXIS er jafnfullkomin í bak og fyrir. Með MAXIS má byrja smátt og byggja upp. MAXIS er meiriháttar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.