Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MANUDAGUR12. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hörö barátta milli Harts og Mondales í for- kosningunum Walter Mondale, fyrrum varafor- seti, veittist í gær harkalega aö Gary Hart, aöalmótframbjóöanda sínum, en á morgun veröur gengiö til atkvæöa í forkosningum demókrata í níu ríkjum Bandaríkjanna. Hart sigraöi í forkosningunum í Wyoming á laugardag og hefur nú sigr- aö í fjórum ríkjum í röö, svo aö mönnum þykir ekki lengur Mondale líklegasta framboösefni flokksins, eins og jafnan var taliö í undirbúningi for- kosninganna. Framboösefnin, sem eru nú aðeins fimm eftir, þreyttu kappræöu í gær þar sem Mondale sakaöi Hart um aö vera loömæltan í ræðuflutningi og stefnu- yfirlýsingum. „Þaö eru málefnin sem skipta öllu. Viö kjósum ekki hyllingar eða ímynd. Viö veljum menn og okkur er fyrir bestu að velja einhvern sem veit hvaö hann er aö gera,” sagöi Mondale. Hart varaöi viö því aö menn færu til embættis i Hvíta húsinu bundnir í báöa skó af tengslum viö sérhagsmunahópa eins og verkalýöshreyfinguna (sem styðurMondale). Onnur framboösefni veittust, eins og Mondale, harkalega aö aöalsigur- vegara forkosninganna aö undan- förnu, nema Jesse Jackson blökku- mannaleiötogi, sem beindi spjótum sínum aö Reagan forseta. I forkosningunum á morgun veröur kosiö um 505 fulltrúa á landsþing demókrata í júní, þar sem forseta- frambjóöandinn verður valinn. Fjögur ríkjanna leggja til obbann af þessum 505. Niöurstöður skoöanakannana benda til þess aö Hart gæti unnið í Flórída og Massachusetts en Mondale í Alabama og Georgíu. John Glenn, sem áöur þótti veita Mondale helsta keppni um út- nefninguna, hefur gengiö slælega í for- kosningunum til þessa. Þrjú framboðs- efni hafa helst úr lestinni og hugs- anlegt þykir aö Glenn geri þaö sömuleiöis vegni honum ekkert skár á morgun. Gary Hart hefur tekið þá forystu í skoöanakönnunum aö Mondale þykir þurfa kraftaverk til þess aö snúa þróuninni í forkosningunum við. Gemayel forseti Líbanon (t.h.) faðmar Assad Sýrlandsforseta aö sér, en í heim- sókn tii Sýrlands samdist þeim svo að þjóðsáttarviðræöurnar hef jast í dag. ÞJÓÐSÁTTARVH)- RÆÐUR í DAG Eftir tíu ára blóöuga innanlands- styrjöld eru nú loks hafnar samninga- viöræöur um pólitiska framtíö Líbanon. Fulltrúar helstu valdaflokka landsins setjast við samningaborö í Sviss í dag. Auk Gemaeyl forseta eru fulltrúa átta aðila, kristinna, shiite-múslima, drúsa, sunni-múslima og fleiri, mættir til Lausanne, til þess að reyna aö semja um friö í Libanon, en fulltrúar hinna erlendu herja Israels og Sýr- lands, sem setu hafa í landinu, hafa áheyrnarrétt aö þessum þjóösáttar- viöræöum. ... ............. En svo margvíslegar og mótstæðar eru kröfurnar sem fyrir liggja um nýja og breytta stjórnarskrá og fjölda annarra atriöa aö ekki sýnist líklegt að saman gangi í bráö. Fyrsti fundurinn frestaðist til f jögur í dag tilaö bíöa komu áheymarfulltrúa Sýrlands, Abdel-Halim Khaddam, varaforseta. MikiU öryggisviðbúnaöur er á fund- arstaðnum, 3em er Beu Rivage-hótelið viö Genfarvatn. Drúsar og múslimar vilja gjör- breyta stjórnarskrá en sú gamla hefur í 40 ár tryggt kristnum mönnum völdin iLíbánoti. Tilræði við útlaga Ubýu í Bretlandi Fimm sprengjur í London og Manchester, sem taldar eru runnar undan rifjum Gaddafi Bretland hefur krafið Líbýustjóm um yfirlýsingu vegna nokkurra sprengjutilræða í London og Manchest- er. Tilræðin beindust að aröbum og arabískum fyrirtækjum en yfir 20 manns meiddust í þessum sprenging- um. Utanríkisráöuneytið kvaddi fulltrúa Líbýu til viötals og varaði þá við aö ekki mundi tjóa að endurtaka frá því 1980 morðárásir á líbýska útlaga. Var þeim skipað að mæta aftur til viötals í dag með skýrslu um afstöðu Líbýu- stjómar til þessara síðustu atburða. I viðtölum við fjölmiðla segja full- trúar breskra yfirvalda aö engar á- þreifanlegar sannanir finnist fyrir því, að Líbýu-menn hafi komið sprengjun- um fyrir en Líbýu-útlögum, búsettum í Bretlandi, hefur verið gert viðvart um að hugsanlega sé setiö um líf þeirra. 23 slösuðust, þar af þrír alvarlega, þegar ein sprengja sprakk í nætur- klúbbi í London en hann er mjög sóttur af aröbum. — Hjón og tíu mánaöa bam þeirra slösuðust þegar sprengja sprakk á heimili þeirra í Manchester. Sprakk hún þegar sérfræöingar reyndu að gera hana óvirka. — Skömmu áöur hafði önnur sprengja spmngið í nágrenni viö þetta sama hús, en án þess að valda meiðslum á fólki. I þessu húsi búa nokkrir Líbýu- menn. — Alls var um að ræða fimm sprengjur. Líbýskir útlagar sögðu nýlega í út- varpsviðtölum, aö þeir hefðu spurnir af að Muammar Gaddafi, ofursti og leiðtogi Líbýu, heföi ekki alls fyrir löngu talað um að hef ja að nýju hefnd- araögerðir gegn andstæðingum hans erlendis. 1980 myrti flugmaöur tvo Líbýu- menn í London og Líbýustúdent var stunginn til bana í Manchester. — Haföi áður spurst að í Líbýu hefði verið tekin ákvörðun um að fyrirkoma út- lægum óvinum Gaddafis. Um 8000 Bretar búa og starfa í Líbýu. Ólga i kaþólsku kirkjunni í Póllandi Hungurverkfall vegna prests sem fluttur vará milli sókna vegna gagnrýni sinnar á kommúnista Sjö manns hófu hungurverkfall í kaþólskri kirkju í einu af verkamanna- hverfum Varsjár. Þeir vilja neyða yfirvöld til þess að hætta við að flæma burt sóknarprest þeirra sem þykir hafa veriö opinskár í andstööu sinni viö kommúnistastjómlandsinsímessum.' Hungurverkfall þessara fjögurra karla og þriggja kvenna byrjaöi dag- inn áður en Jozef Glemp, kardináli og erkibiskup, var væntanlegur heim aft- ur til Póllands úr heimsókn sinni tU Suður-Ameríku. Glemp hefur veriö um tvær vikur á ferðalagi sínu, en áður en hann fór haföi hann flutt prestinn, Mieczyslav Nowak, á mUU prestakalla. Séra Nowak þjónaöi við St. Jósefs-kirkjuna í Ursus en í þeirri sókn hefur verkalýðs- hreyfingin „Eining” átt mikil ítök. — 12 sóknarbarnanna ætluöu þá í hung- urverkfaU en því var frestaö þar til kardináUnn sneri heim. Stjórnarandstaðan í Póllandi heldur því fram að Glemp erkibiskup hafi látið stjórnina svínbeygja sig til aö þagga niöur í prestum á borð við Nowák, sem í predikunum hafa djarf- lega stutt „Einingu” og gagnrýnt kommúnistastjómina. Biskupsins bíöur einnig deUa út af krossum sem yfirvöld hafa látiö fjar- lægja úr opinberum byggingum. Meðal annars úr skólum í bænum Garwolin þar sem höfð voru uppi mótmæh. Við sunnudagsguðsþjónustu í St. Jósefs-kirkju í gær var kirkjan troðfull af stuðningsfólki Einingar og prestsins. Hann var sjálfur farinn tU sinnarnýjusóknar. Kardínálinn hafði gefið þá skýringu á flutningi prestsins að hann heföi hækkað í metorðum og fengiö betra brauö. Síöan sagði kardínálinn aö presturinn hefði sjálfur óskað þess að verða fluttur en séra Nowak hefur hins vegar borið á móti því í viðtölum við nána vini. Meðal margra róttækra presta í Pól- landi er annars töluverður urgur út af því að í erlendum fjölmiðlum var höfð eftir kardínálanum á ferðalagi hans gagnrýni á leiötoga einingar, Lech Walesa, sem kardínáUnn hefur síðan boriö til baka og sagt rangt eftir sér haft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.