Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984. Um helgina Um helgina Sakna Ómars og Frúarinnar Ekki er laust viö aö ég hafi verið fastsetinn við sjónvarpið um helgina. Skonrokk, tvær kvikmyndir auk sakamálaþáttar, allt varö þetta þess valdandi að mér varð minna úr verki en til stóð. Það er alltaf viss glans yfir þeim föstudögum þegar Skonrokk er sýnt. Að vísu verð ég að játa að efnið hefur ekki verið algott í vetur, en var með skárra móti á föstudaginn. Hæst bar þó íslenska lagið með Jakobi Magnússyni og félögum. Kom satt að segja á óvart kvikmyndatakan. Húrra fyrir því. En myndin sem fylgdi í kjölfarið, sú sovéska, var ekki skemmtileg. Videoleigur eru góður mælikvarði á hvort almenn- ingur hyggst horfa á kvikmyndir kvöldsins og sá ég að fáar videospólur voru inni í þeirri videoleigu er ég skipti við. Það hafa því fáir sjónvarpsaðdáendur notið þeirrar myndar. En hrifinn er ég af því aö slíkar myndir séu sýndar á föstudögum. Þá er hægt að gera viðeigandi ráðstafanir og fá sér videomynd til að horfa á og slappa af. A laugardaginn eru það íþróttir aö vanda bæði í sjónvarpi og svo út- varpi. Eg hlusta á BBC ef þess er nokkur kostur og reyni að fylgjast með árangri Manchester United, liði sem ber hafuð og herðar yfir önnur lið á Bretlandi. Góðar fréttir úr þeim herbúðunum eins og vant er. En fréttatíminn, sem hefst um áttaleytið á hverjum degi, er ekki eins góður. Síöan Omar Ragnarsson og Frúin hafa yfirgefið fréttatímann horfi ég með öðru auganu á frétt- irnar. Allur hressileiki er horfinn. Maður saknar þess að sjá myndir frá staðnum eins og Omar er frægur fyrir. Til dæmis hefði hann ekki verið í vandræðum að taka myndir af flug- vélinni sem nauðlenti við Kötlutanga á sunnudaginn og sýna samdægurs. Fréttirnar voru góðar á tímabili en hafa vissulega dalað með fjarveru Omars. Það er því ósk mín að Omar komi til baka á Frúnni. Sjónvarpsaðdáendur hafa veriö þeirrar ánægju aðnjótandi undan- famar vikur að ýmsar góðar og jafhvel ágætar kvikmyndir hafa ver- iö sýndar á laugardagskvöldum. Grikkinn Zorba, Sjö hetjur, kvik- myndir Woody Allens og fleiri hafa haldiö manni hugföngnum við sjónvarpið. Tvær slíkar voru á laug- ardagskvöldið. Þó þær hafi ekki verið frábærar þá hafði ég gaman af þeim. Meira af góöum kvikmyndum er krafamín. En hafi kvikmyndirnar á laugar- dagskvöldið veriö sæmilegar þá var sakamálaþátturinn, sem verður reyndar fram haldið í kvöld, frábær. Pottþéttur söguþráður, vafasamar persónur og spenna. Ég er næstum friðlaus þar til í kvöld er úrslit ráðast. Samantekt um efni helgarinnar er því frekar jákvætt. Ekki hef ég nefnt þáttinn Kastljós og þá sérstaklega ferð Ögmundar Jónassonar til Afríku, en þar sá maður í fyrsta skipti árangur af herferð Islendinga gegn hungri. Eg vona að þessi þáttur verði til að opna augu Islendinga fyrir þeirri neyö sem þar ríkir. Þar sáum við að aðstoð okkar skiptir máli. Eiríkur Jónsson safnstjórl. Ragnar Tómas Árnason lést 3. mars sl. Hann fæddist í Reykjavík 13. mars 1917, sonur hjónanna Kristrúnar Tómasdóttur og Arna Benediktssonar. Eftirlifandi eiginkona hans er Jónína Vigdís Schram. Þau eignuðust fimm böm. Ragnar Tómas hóf þularstörf hjá Ríkisútvarpinu árið 1948 og starfaði þar í 20 ár. Hann vann með þular- störfum í nokkur ár við verslunarstörf ásamt því aö vera þingfréttamaður Alþingis á tímabili. Utför hans verður gerðfrá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Þorvarður Þorvarðsson fyrrverandi aðalféhirðir lést í Landspítalanum 8. mars. Trina Vetvik andaðist í Landspítal- anum 1. mars. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Melabraut 8 Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 12. mars, kl. 15. Grindavíkurskákmótið: Gutman vann Ingvar Asmundsson var maður dagsins er hann sigraði McCambridge í geysilega spennandi skák í loka- umferö Grindavíkurmótsins í gærdag. Hafði Ingvar svart og fékk heldur lakara út úr byrjuninni en sneri svo vöm í sókn, braut upp miöborðið og lagði í grimmilega kóngssókn og var þá ekki að sökum aö spyrja. Jóhann vann Hauk, Gutman vann Björgvin en aðrar skákir urðu jafntefli. Gutman varð þá efstur meö 8 v. og náði þar meö sínum þriðja og síðasta áfanga í stór- meistaratitil, 2.-3. Jón L., Christian- sen 7 v., 4. Helgi. 5.-6. McCambridge, Lombardy 6 v., 7. Knezevic 5.5 v., 8 Jóhann 5. v., Ingvar 4.5 v., 10. Elvar 4.0 v., 11. Haukur 5.5 v., Björgvin 3 v. -BH. Næstsíðata umferð var tefld á laugardag og urðu þá úrslit þessi: Björgvin —Elvar 1—0, Christiansen— Jóhann 0.5—0.5, Helgi—Knezevic 1—0, Ingvar—Lombardy 0.5—0.5, Haukur— McCambridge 0.5—0.5. LUKKUDAGAR 11. mars. 59395 SKÓLATASKA FRÁ I.H. AÐ VERÐMÆTI KR.500. 12. mars. 5735 FLUGDREKI FRÁ I.H. AO VERÐMÆTI KR. 100. Vinningshafar hringi í síma 20063 Haraldur Kristjánsson lést 1. mars sl. Hann fæddist 1. júní 1919 að Kirkjubóli í Korpudal í Onundarfirði, sonur hjón- anna Kristjáns Bjöms Guðleifssonar og Olínu Guörúnar Olafsdóttur. Har- aldur vann í mörg ár að bílaviðgeröum en síðast í Straumsvík. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Guömunds- dóttir. Eignuðust þau tvær dætur. Utför Haraldar verður gerö frá Lang- holtskirkju í dag kl. 13.30. Kristinn Marteinsson skipstjóri lést 5. mars sl. Hann fæddist 13. maí 1907 í Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð, sonur hjónanna Marteins Magnússonar og Stefaníu Elizabetar Lilliendahls. Sjósókn var ævistarf Kristins en síð- ustu árin vann hann við Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar í Neskaup- stað. Eftirlifandi kona hans er Rósa- munda Eiríksdóttir. Þau eignuöust tvær dætur. Utför Kristins veröur gerö frá Norðfjarðarkirkju í dag kl. 14. Baldur Kritjánsson píanóleikari verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, mánudaginn 12. mars, kl. 15. Sigurborg Eva Magnúsdóttir, Holts- götu 28 Ytri-Njarðvík, sem andaðist aöfaranótt 4. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 13.30. Guðríður Vilhjálmsdóttir, Vesturbrún 8, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 15. Bjöm Kristján Jónsson veröur jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 13.30. Sigríður Margrét Steindórsdóttir, Blesugróf 30, verður jarðsungin frá Askirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 15. Kristján Haukur Magnússon vélstjóri, Hábergi 38 Reykjavík, sem andaðist 6. mars, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 13.30. Anna Gunnarsdóttir frá Borgum í Þistilfirði, til heimilis að Sólvallagötu 45 Reykjavik, lést í Landspítalanum aðfaranótt 10. mars. Þóra Runólfsdóttir, Kleppsvegi 32, andaöist í Landakotsspítala fimmtudaginn 8. mars. Marsveinn Jónsson, Alfaskeiði 28 Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 8. mars. Fundir Kvenfélag Bústaðasóknar Athugið að fundinum sem vera átti Frá Jóni Halli Ingólfssyni, fréttaritara DV á Sauðárkróki: A sjöunda timanum í gærkvöldi gaus upp reykur í farþegarými tíu manna flugvélar, Cessna 402 í eigu Leiguflugs Sverris Þóroddssonar, skömmu eftir flugtak frá Akureyrarflugvelli og var ákvörðunarstaöur Reykjavík. Flug- maðurinn, Albert Baldursson, setti þá þegar hjólin aftur niður og hugðist lenda á Akureyri en þar gekk þá á með dimmu éli svo hann ákvað að fara til Sauðárkróks fremur en aö bíða þess aö hægt væri að taka hann niður á Akur- mánudaginn 12. mars er frestað til fimmtudags 15. mars í Safnaðarheimilinu kl. 20.30. Skemmtiatriði, mætið vei og stund- víslega. Stjómin. Afmælisfundur hjá Hvítabandskonum Hvítabandskonur halda afmælisfund að Hall- veigarstöðum sunnudaginn 11. mars kl. 14. Takið með ykkur gesti. eyrarflugvöll með radar. Lét hann viðkomandi vita um ákvörðun sína og á Sauðárkróksflug- velli var mikill viðbúnaður slökkviliðs, lögreglu, björgunarsveitar Slysa- varnafélagsins ásamt lækni og sjúkra- bíl er vélin lenti þar um kl. 18.45. Lendingin var óaðfinnanleg og yfir- gáfu farþegarnir níu, sem voru sjómenn á leið suður úr fríi, vélina í skyndi. Einnig var farangur rýmdur úr vélinni strax en einskis elds varð vart. Sjónvarvottar sáu glussa leka niður Kvenfélag Grensássóknar Safnaðarfundur verður mánudaginn 12. mars kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Eftir fundinn verða kynntar örvunaræfingar á vinnustöð- um, kaffiveitingar. Fundur hjá 10 ára stúdentum frá M.A. (árg. 74) veröur haldinn í Félagsstofnun stúdenta laug- ardaginn 10. mars. Fundarefni: Rætt um 10 ára afmælið í vor. með framhjólabúnaðinum og brotið glussarör sást í farangursgeymslu í nefi vélarinnar. Geta menn sér til í fljótu bragði að glussi hafi spýst á heita staði og orsakað reykinn. Einnig að sú ákvörðun flugmanns að taka ekki aftur upp hjólin hafi orðið til þess að þau voru tryggilega niöri við lendinguna þrátt fyrir að glussi læki stöðugt út og það hafi komið í veg fyrir magalendingu. En rannsóknanefnd flugslysa eða fulltrúar loftferðaeftir- litsins eru væntanlegir norður í dag. -JH, Sauðárkróki/-GS. Leiguf lugvél á leið f rá Akureyri til Reykjavíkur í gærkvöldi: Farþegarýmið fylltist af reykjarbrælu —tíu manns um borð sluppu heilir á húf i Víðtæk leit að konu í Bláfjöllum ínótt: Víðtæk leit stóö yfir á Bláfjalla- svæðinu í gærkvöldi og nótt aö konu sem farið hafði í skíðagöngu en ekki skilað sér til baka á tilsettum tíma. Konan fannst heil á húfi klukkan rúmlega fjögur í morgun og hafði FANNST HEIL 4 HÚFI í MORGUN villst af leiö. Konan fór frá Bláfjallaskálanum um hádegisbilið í gær og ætlaði aö vera komin þangað aftur um 14.30. Þegar hún var ekki komin klukkan 16.30, hófu starfsmenn í skálanum ásamt hjálparsveitarmönnum á svæðinu leit en án árangurs. Þá var kölluð til þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir kallaðar út. Alls tóku tólf björgunarsveitir, allt frá Akranesi austur á Hellu, þátt í leitinni og var leitað á um 50 vél- sleðum auk þess sem fjöldi leitar- manna var á gönguskíðum. Samtals munu um 200 manns hafa tekið þátt i leitinni. Það var svo á fimmta tímanum í morgun að konan fannst heil á húfi, köld og svöng en nokkuð vel á sig komin að öðru leyti. Var hún komin eina sjö kílómetra vestur af skálanum og hafði villst. -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.