Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 30
30
DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984.
Sól hf.:
Framleiðir fíöskur
úr terylene efni
„Þetta er 15 milljón króna fjárfest-
ing hjá okkur sagöi Davíö Scheving
Thorsteinsson hjá Sól hf. vegna
fyrirhugaðrar framleiöslu á flöskum
úr terylene eöa trevira efni. Hráefniö
sem notað er heitir Polyethylene-
terephthalate, PET, og er Sól hf. fyrsta
fyrirtækiö á Noröurlöndum sem
framleiðir PET flöskur.
Ariö 1973 fékk DuPont einkaleyfi á
aö nota PET til flöskuframleiöslu eftir
nær þriggja áratuga rannsóknir.
Framleiðsla hófst í Bandaríkjunum
1976.
Sól hf. hyggst nota þessar nýju teg-
und flaskna undir Soda Stream bragö-
efni — topp og salatolíur aö því er segir
í fréttatilkynningu frá þeim. Kostir
þessarar flösku eiga aö vera óhemju
styrkur en flaskan þolir fall úr tíu
metra hæð og vegur aðeins einn tuttug-
asta af þyngd jafnstórrar glerflösku.
Flaskan gefur ekki frá sér bragð í inni-
hald og er mjög þétt og hleypir ekki
súrefni í gegnum sig. Engin hættuleg
efni eru notuö við framleiösluna.
Sól hf. hefur fjárfest í vélum og mót-
um til þessa fyrirtækis fyrir rúmlega
llmilljónir króna.
Framleiðsluferill flöskunnar hefst á
því aö terylene efniö er þurrkaö viö 180
gráöur á Celsíus. Formót er steypt, hit-
aö, teygt og blásiö og því næst er
flaskan kæld. Afköst vélarinnar eru 10
flöskurámínútu.
-HÞ
JL-húsið:
GRILLIÐ
STÆKKAÐ
JL- hiisiö hefur nú stækkað veitinga-
sal sinn, sem opnaður var í nóvember
sl., með því aö taka í notkun pláss á
annarri hæö. Þar er rúm fyrir 50
matargesti í viöbót viö þá 60 sem fyrir
var á neöri hæðinni.
Griliiö, sem er opið á verslunartíma,
hefur upp á að bjóöa alla helstu grill-
réttina, auk þess sem boðið er upp á
rétt dagsins á hverjum degi. A efri
myndinni sést yfir afgreiöslu grillsins
en á þeirri neðri gefur að líta hluta
hinnar nýopnuðu aöstööu.
SigA.
Fiskiðjusamlag
Húsavíkur:
Hjólin snú-
ast að nýju
Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur,
fréttaritara DV á Húsavík.
Vinna hófst að nýju í Fiskiðjusam-
lagi Húsavíkur á fimmtudagsmorgun,
er Kolbeinsey ÞH10 kom meö 160 tonn
af fiski af Vestfjarðamiðum, eftir 6—7
daga veiöiferö. Vinna haföi þá legið
niöri vegna hráefnisskorts síöan í
siöustu viku.
Davíð Sch. Thorsteinsson heldur á flöskunni eins og hún lítur út tilbúin.
Sælgætisverksmiðjan Móna:
Flytur út 3 tonn
af súkkulaði og 65
þúsund páskaegg
Sælgætisverksmiðjan Móna hefur
gert samning við sænskt fyrirtæki
um útflutning á 65 þúsund páska-
eggjum og þremur tonnum af súkku-
laði. Er þetta í fyrsta sinn sem
íslenskur framleiöandi flytur út
páskaegg.
Að sögn Siguröar E. Marinósson-
ar framkvæmdastjóra Mónu, var
fyrsta sendingin af páskaeggjunum
ásamt þremur tonnum af súkkulaði
send út um miðjan febrúar. Næsti
gámur verður sendur út um miðjan
mars. Það er fyrirtæki í Malmö sem
flytur sælgætið inn og setur það í
smásölu.
Kvaöst Sigurður E. Marinósson
vonast til aö um framhald á þessum
útf lutningi yrði aö ræða.
Móna framleiðir um eitt hundraö
þúsund páskaegg fýrir innlendan
markaö. .jjp
HÚSAVÍKU RBÁTAR A
VERTÍÐ FYRIR VESTAN
Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur,
fréttaritara DV á Húsavík.
Fimm stærstu bátarnir á Húsavík
eru farnir á vertíð og landa nú hluta af
sínum dýrmæta kvóta, 4 í Olafsvík og 1
á Rifi. Afli hjá þeim haföi verið tregur
undanfarið, en sagt er aö þeir veiöi vel
fyrir vestan. Fiskvinnslufólk óttast
hungur og harðindi þegar líða tekur á
árið og kvótinn veröur uppurinn. -GB
Menn hafa veríð að fá botn í hlutína
^ n ■■■ -im. uu HELQARTILBOÐ.* Qisting í tveggja
i Borgarnesi.
Það var haft eftir Bakkabræðrum, að
botninn væri suður í Borgarfirði. Þetta
orðtak hefur verið að rætast á óvæntan hátt
fyrir marga, sem átt hafa í flóknari málum
en bræðurnir á Bakka. Menn kannast orðið
við það úr fréttum, að þegar mikið liggur
við og ekkert má trufia fara nefndir og ráð
stundum upp í Borgarnes til þess að fá
botn í hlutina. Þar Finna menn frið til að
hugsa og tala saman. Þar er Iíka að finna
þá tilbreytingu frá daglegu umhverfi, sem
oft nægir til þess að sjá hlutina í samhengi.
Frið og tilbreytingu má víða finna á íslandi
en í Borgarnesi hefur verið byggð upp að-
staða rétt utan við höfuðborgarsvæðið fyrir
fólk sem vill vera í friði án þess að missa í
leiðinni af þægindum nútímans. Mótelið er
tilvalið fyrir ráðstefnur, fundi og námskeið
en ekki síður fyrir einstaklinga, sem vilja
finna frið og ró rétt við bæjardyrnar hjá sér
án þess að leggja á sig mikil ferðalög eða
kostnað.
FERÐASKRIFSTOFA HÓTEL
RIKISINS BORGARNES
S: 25855 S: 93/7119
manna herbergi m/baði í tvær nætur ásamt
morgunverði og ferðum fram og til baka
frá Reykjavík með Sæmundi eða Akraborg.
Verð frá kr. 970.00 á mann. Leitið upplýs-
inga hjá Hótel Borgarnesi eða Ferðaskrif-
stofu ríkisins.