Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984. 5 Mikið atvinnuleysi í febrúar —fjöldi atvinnuleysisdaga jafngildir2.600 manna atvinnuleysi allan febrúarmánuð Rúmlega 20 þúsund fleiri atvinnu- leysisdagar voru skráöir í febrúar- mánuöi síðastliönum á landinu öllu miöað viö f ebrúarmánuö á síðasta ári. 1 febrúar voru skráöir atvinnuleysis- dagar á öllu landinu 56.479 en það jafngildir að rúmlega 2.600 manns hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. I febrúar 1983 jafngilti fjöldi atvinnu- leysisdaga því aö 1.676 manns heföu veriö atvinnulausir allan mánuðinn, í febrúar 1982 var þessi tala 944 manns og í febrúar 1981 673 manns. Atvinnu- ástand í febrúarmánuöi var því verra Borgarbfd Akureyri: HEFUR EKKIHAFN- AÐ ÍSLENSKUM KVIKMYNDUM „Þaö er rangt aö ég hafi neitaö aö taka Hrafninn flýgur til sýninga. Eg hef einfaldlega ekki veriö beðinn um þaö. En Atómstöðina mun ég sýna,” sagöi Amfinnur Arnfmnsson hjá Borgarbiói á Akureyri aðspuröur. DV innti Amfinn eftir þvi hvort rétt væri að hann heföi farið fram á 75 krónur af 150 króna miöaveröi viö sýningar á islenskum kvikmyndum. Sagðist Arnfinnur hafa farið fram á 75 krónur viö annan framleiöanda Nýs lífs sem ekki heföi orðiö viö þeirri ósk og heföi hann haldiö áfram sýningum fyrir 40 krónur af miðaverðinu. DV haföi spumir af skrifum í blaöinu Islendingi þar sem Borgarbiói á Akur- eyri var álasað fyrir aö vilja ekki sýna íslenskar myndir á borö við Hrafninn sökum þess aö þær bæru sig ekki. Neitaði Arnfmnur þessum málflutn- ingi alfariö en sagöist hins vegar mjög óánægöur meö aö fá ekki meira í sinn hlut en 40 krónur af miöaverðinu þegar „framleiðendur fá 110 krónur í sinn vasa. Við útvegum sal, ljós og hita, sýningarmann og miöasölu”, sagði Arnfinnur ogbættiviö: „Þaöerrangt aö ég sé á móti íslenskri kvikmynda- gerö eins og kemur fram í áróðri gegn mér. Eg er í viðskiptum og þeir sem framleiða þessar islensku kvikmyndir em líka aö hugsa um peningana. ” HÞ. ÁTVR á Selfossi: Margir hlakka til opnunarinnar Afengisverslunin að Vallholti 19 á Selfossi veitir mikla atvinnu hér. Allar innréttingar eru frá Kaupfélagi Amesinga og Sélósi. Þaö eru allt Selfy ssingar sem setja þær upp og hafa unnið aö standsetningu húsnæðisins. Allt er þetta mjög vandað enda kunna fagmenn hér vel til verka. Allt á að vera tilbúiö 20. mars, aö sögn Áma Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Margir hiakka til þess er áfengis- verslunm veröur opnuð, ekki síst húsmæður, til aö geta fengið létt vín með hinu ódýra og góða svínakjöti sem hefur veriö á boðstólum og veröur um næstu framtíð. -Regína/Selfossi Vitni gefi sig fram I hádeginu í gær varö árekstur á Suðurbraut í Kópavogi. Menn sem vom þar á ferö í brúnni Mazda-bifreið uröu vitni aö árekstrinum. Þeir era beðnir um að hafa samband viö lög- regluna í Kópavogi sem fyrst. Sá aöili sem talinn er hafa valdið árekstrinum ókíburtueftiráreksturinn. -ÞG Homafjörður: Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á Homafirði. Afli Homafjaröarbáta er nokkra minni þaö sem af er þessu ári en í fyrra. Þann 7. mars höfðu borist á land 1836 tonn af fiski i 312 löndunum, en á sama tíma i fyrra 2563 tonn í 368 löndunum. Vísir er aflahæsti báturinn meö 261,6 tonn í 20 róörum. Gissur hvíti er í 2. sæti með 223 tonn i 15 róörum. Þá hefur Gissur hviti komiö meö mestan afla aö landi eftir einn róður, eöa um 40 tonn. Nú hafa borist á land 14 þúsund tonn af loðnu og 8 tonn af hrognum. Rólegt hefur veriö í frystihúsinu aö undanfömu og hefur vinnu yfirleitt verið lokið kl. 17. Þá er sáralitið aö gera í saltfiski og þykir gott ef hægt er aö treina vinnuna til kl. 17. Söltunarstööin Stemma byrjaði aftur aö taka á móti fiski í síöustu viku og er hann frystur í gáma. Stemma gerir út tvo báta, Heinaberg og Þóri. I Þóri hefur veriö gerö tilraun til aö ísa fisk- inn jafnóðum i kassa og hefur þaö gefiö góða raun. Hjá Stemmu vinna 30—35 manns. Hér stendur nú yfir námskeiö í gömlu dönsunum og er dansaö í Sindrabæ og matsal frystihússins. Námskeiðiö er mjög fjölmennt. Kennari er Vilborg Jóhannsdóttir. -GB Verðir laganna ánægðir með heigina „Mjög róleg helgi,” var viðkvæði lögreglumanna víða um land þegar leitað var frétta nú um helgina. Nokkuö var um ölvun viö akstur aöfaranótt sunnudags í Kópavogi, þrjár rúöur brotnar í verslunum viö um allt land en veriö hefur um margra ára skeið. Samkvæmt upplýsingiun frá vinnu- máladeild félagsmálaráðuneytisins svarar fjöldi atvinnuleysisdaga í febrúarmánuöi til þess aö 2,3% af áætluöum mannafla á vinnumarkaöi hafi veriö án atvinnu. Segir í tilkynn- ingu vinnumáladeildarinnar aö ástæðumar fyrir þessu aukna atvinnu- leysi séu þær aö vertíð fór nú venju fremur seint af staö, gæftir hafa veriö stirðar og afli minni. Þannig er þorsk- aflinn um f jóröungi mrnni frá áramót- um en á síðasta ári, sem hafi veruleg áhrif á atvinnu i fiskvinnslu, sem víöast hvar er uppistaöa atvinnulifsins utan þéttbýlisstaöanna. Hlutdeild kvenna í skráðu atvinnuleysi var 46%. Atvinnuleysisdagar á höfuöborgar- svæðinu voru í febrúarmánuði 19.667, á Vesturlandi 2.942, á Vestf jörðum 664, á Norðurlandi vestra 4.688, á Norður- landi eystra 11.771, á Austurlandi 3.808, á Suðurlandi 4.292 og á Reykja- nesi 8.647. Þótt atvinnuleysi hafi verið meira i febrúarmánuði síöastliönum en veriö hefur í þeim mánuöi undanfarin ár hefur þaö þó minnkaö frá janúarmán- uöi. Atvinnuleysisdagar í febrúarmán- uði voru 27.500 dögum færri en i mánuöinum á undan og hlutfallslegt atvinnuleysi lækkaöi um 1,1 prósentu- stig. ÖEF Olyrrpa compact Rafeindaritvél í takt við tímann Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað. Prenthjólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Ldðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappirsfœrslu og dálkasetningu er stjómað án pess að fcero hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturpétting og ýmsar leturgerðir. KJARAINI ARMULI 22 - REYKJAVlK - SiMI 83022 Lakari afli en í fyrra Aðalgötuna á Sauöárkróki og maður datt í sjóinn í Þorlákshöfn í gærmorg- un og var bjargaö. Minniháttar árekstrar uröu, sem lögreglumenn vildu h'tið gera úr. Að vonum var gott hljóö i vöröum laganna. -ÞG Eittíivað fyrir Við leggjum áherslu á fjölbreytni í skrifborðs- stólum og vandaða vöru. 15 ára reynsla hefur kennt okkur margt og ennþá vinnum viö að því að bæta framleiðsluna og auka úrvalió. Líttu inn til okkar, viö höfum ábyggilega eitthvaó fyrir þig. STÁUÐJÁN-F SMIÐIUVEGI 5, K0PAVOGI. SÍMI 43211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.