Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 48
Eitt kort alstaðar.
Austurstræti 7
Sími 29700
KAFFIVAGNINN
GRANDAGARÐ110
VHD
HÚFUM
Bakarí vörurnah
TEGUNDIR AF KÚKUM
0G SMURÐU BRAUÐI
OPNUM ELDSNEMMA
- LOKliM SEINT
9709? AUGLÝSINGAR
■ SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR
AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
_______ÞVERHOLTI 11_
OCC1 <1 RITSTJÓRN
OtJU I I SÍÐUMÚLA 12-14
AKUREYRI SKIPAGÖTU 13
AFGREIÐSLA (96)25013
BLAÐAMAÐUR (96)26613
FLUGMANNIBJARGAÐ
ÖRMAGNA ÓR SJÓNUM
„Stórkostlegt. Eg hef aldrei veriö
eins mikiö lifandi og núna. ”
Þannig lýsir Harry W. Rhule, 47 ára
bandarískur ferjuflugmaöur, því
hvernig er aö vera á lífi eftir að hafa
veriö bjargað frá dauða á síöustu
stundu. Hann var aö þrotum kominn
þegar skipverjar togarans Vigra náöu
honum um borö um klukkan 16.30 í gær
um fimmtán sjómílum suður af Kötlu-
tanga.
„Flugvélin lenti á öldutoppi, fleyttist
af honum á næsta. Önnur aldan
stöövaöi hana alveg. Eg var búinn aö
opna dyrnar áður en ég lenti. Eg stökk
út á væng. Flugvélin flaut í um þaö bil
fimm mínútur áöur en hún sökk,”
sagöi Harry.
Næstu tuttugu mínúturnar synti
hann í köldu Atlantshafinu. Sjávarhit-
inn var sex gráöur. Hann haföi reynt
að fara í flotbúning. Til þess gafst
honum ekki nægur tími. Því synti hann
eins og hann var klæddur, án
björgunarvestis.
„Eg var í sjokki. Eg haföi engan
tíma til að hugsa um smámuni eins og
kulda,” sagöi Harry.
Hann lagði af staö frá Glasgow í
Skotlandi klukkan 9.25 í gærmorgun.
Fljótlega eftir flugtak lenti hann i ís-
ingu og meiri mótvindi en búist var viö
á leiöinni. Af einhverri ástæöu,
hugsanlega ísingu eöa tæknilegri
bilun, hætti eldsneyti aö streyma frá
einum af sex bensíntönkum vélarinnar
einni klukkustundu eftir aö hún flaug
yfir Hjaltlandseyjar.
Flugmaðurinn sem var einn í vélinni
haföi ekki verulegar áhyggjur af þessu
í fyrstu en lækkaði flugið niöur í 300 fet
í von um að losna við ísinguna. Þeirri
hæð hélt hann lengi en án þess að losna
viðísinn.
Þegar f lugið var rúmlega hálfnaö til-
kynnti hann aö líklega myndi hann
þurfa aö lenda í Vestmannaeyjum því
hann treysti sér ekki til aö ná til
Reykjavíkur. Leitar- og björgunar-
aðgerðir hófust þá á vegum Flugmála-
stjórnar, Slysavamafélagsins og
Vamarliösins.
Ferjuflugmaöurinn drap á öörum af
tveimur hreyflum Piper Twin Comm-
ance-vélar sinnar til aö spara eldsneyti
þegar hann nálgaðist strönd Islands.
Skömmu áöur en nýtanlegt eldsneyti
þraut kom hann auga á togarann
Vigra. Bensínið kláraðist og hann
nauölenti á sjónum.
Vigramenn urðu ekki varir viö
nauðlendinguna. Ein leitarvélanna gaf
þeim merki. Sáu þeir þá stél vélar-
innar og snem viö.
,,Eg var vongóöur um aö bjargast,
Þeir vissu af mér. En þegar ég sá
skipið sigla áfram framhjá mér fór ég
aö efast,” sagöi Harry.
Hann fékk síöar skýringu. Togarinn
haföi siglt hálfhring til aö ná honum á
hléboröa. Björgunarhring og neti var
svo kastað til hans. Sögöu skipverjar
aö hann hefði verið örmagna þegar
hann náöist. -KMU/OEF
Flugmaðurínn Harry W. Rhule, til hægrí, þakkar skipstjóranum á Vigra, Snæbirni össurarsyni, lífbjörgina.
DV-mynd: GVA,
„ Var mjög slæptur og aðeins
á skyrtunni og buxunum”
— sagði Atli Elíasson en það var hjá honum sem pilturinn bankaði upp á í morgun
„Hann bankaði upp á hjá okkur um
klukkan sjö í morgun. Hann var
mjög slæptur, blautur og kaldur og
aöeins á skyrtunni og buxunum,”
sagði Atli Elíasson, 44 ára Vest-
mannaeyingur, í samtali viö DV í
morgun en pilturinn sem bjargaðist
af Hellisey kom aö húsi hans í
morgun.
Atli býr viö götuna Suðurgerði 2, í
suðausturhluta bæjarins, aðeins um
100 metra frá Helgafelli. Ljóst þykir
aö pilturinn hefur unnið fádæma af-
rek.
„Hann sagöi viö mig að þeir hefðu
verið aö veiða er báturinn fór niöur
og sér heföi tekist aö synda í land,”
sagðiAtli.
Ekki lá Ijóst fyrir í morgun hvar
pilturinn kom aö landi. „Hann
minntist á það við mig aö hann heföi
klifrað upp er aö landi kom. Hafi
hann komið hér beint yfir hraunið þá
hefur hann fariö yfir mjög erfitt
svæði, auk þess sem hann var ber-
fættur.”
Þaö var sonur Atla sem kom til
dyra er pilturinn bankaöi upp á. Atli
hringdi strax á lögregluna og síöan
hlúöi fjölskyldan hans að piltinum.
„Eg fór svo ásamt lögreglunni með
piltinnniðurásjúkrahús.” -JGH
Faðir skipverjans
sem bjargaðist:
Sonurminn
ermeð fullri
meðvitund
„Guðíaugi liöur eftir atvikum vel
þrátt fyrir þetta gifurlega þrek-
virki,” sagöi Friöþór Guölaugs-
son vélvirkjameistari, faðir skip-
verjans sem bjargaðist af Hellis-
ey VE-503 í nótt,,þegar DV ræddi
viðhannímorgun.
„Sonur minn er meö fullri
meðvitund en annaö get ég ekki
sagt á þessu stigi málsins,” sagði
Friöþór.
-JSS/FV-Vestmannaeyjum.