Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 44
44
DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
LEIÐARLJÓS
Svarti
kassinn
og Tjömin
Fréttin hér á síðunni um
svarta kassann sem Golf-
straumurinn hreif með sér og
skilaði að öllum líkindum upp í
fjöru einhvers staðar á Suður-
landi lætur engan lesanda
ósnortinn.
Svarti kassinn og ferðalag
hans kemur heim og saman við
þær hugmyndir sem íslenska
þjóðin hefur gert sér um allt
það sem merkilegast þykir hér
íheimi.
Sjórinn og listin.
Hvar værum við stödd ef
sjórinn hefði ekki skilað okkur
fiski á disk í aldaraðir? Og til
hvers væri allt okkar streð ef
ekki væri fyrir listina? Svarti
kassinn var og er listaverk sem
velkst hefur í hafi og það eitt er
nægileg ástæða til að Sunnlend-
ingar stilli saman strengi sina
og hef ji leit að iistaverkinu.
Mikið er í húfi. Á Reykja-
vikurkynningu norður á Akur-
eyri þótti norðanmönnum hálf-
slappt að Reykvíkingar hefðu
ekki upp á neitt merkilegra að
bjóða en athyglisverða vatns-
veitu ef trúa skal fréttum fjöl-
miöla af þessari kynningu. Svo
mjög skammaðist Davíð Odds-
son borgarstjóri sin að hann
þorði vart að mæla upphátt
heldur hvíslaðist á við forseta
bæjarstjórnar á Akureyri eins
og sést berlega hér til hliöar.
Mergurinn máisins er ein-
mitt sá að svarti kassinn getur
aukiö orðstír höfuðborgarinnar
svo mjög að nær því öruggt má
telja að utanbæjarfólk flykkist
til Reykjavíkur og ekki er óiík-
legra að útlendingar sýni mál-
inu áhuga.
Svarti kassinn á að fljóta í
Tjörninni við Lækjargötu þar
sem enginn er Goifstraumur-
inn. Hann á að vera áningar-
staður sjó- og landfugla og aö
sjálfsögðu eiga endurnar að
hafa af honum frjáls afnot.
Svarti kassinn gæti orðið
skjaldarmerki Reykjavíkur-
borgar, svartur kassi á hvítum
grunni, einstakt í sinni röð.
Sunnlendingar og aðrir
landsmenn! GáuSÍ? AÖrur og
fínnið helv... kassann. Því fyrri
því betra. Það er aldrei að vital
nema Golfstraumurinnj
hremmi hann á ný. -EIR. ]
Skipverjar á Eyrarfossi að störfum: Svarti kassinn settur isjóinn 100 sjómifur vestur af Færeyjum.
Margt er brallað á sjó, II. hluti:
Hvar er svarti kassinn?
— auglýst eftir listaverki sem Golfstraumurinn hreif með sér
Eins og skýrt var frá í
SVIÐSLJOSI skömmu fyrir helgi hefur
eitt af skipum Eimskipafélagsins, Eyr-
arfoss, haft það fyrir sið undanfarin ár
að dæla sjó í sérhannaðan gám úti á
rúmsjó og síöan selt þýskum heilsu-
drykkjaframleiðanda. Einnig notar
Þjóðverjinn Islandssjóinn í hárþvotta-
lög sem kostar lOsinnum meira en
aðrir venjulegri út úr búö og þykir í
einu orði sagt frábær.
Frétt SVIÐSLJOSSINS vakti verð-
skuldaða athygii og því verður haldið
áfram aö segja frá hliðarafrekum
þeirra Eyrarfossmanna:
Fórn til hafsins
Síðla árs 1981 kom þýskur listmál-
ari, Hertel að nafni, að máli við Baldur
Asgeirsson, skipstjóra Eyrarfoss, og
bað hann um aðstoð við aö staðsetja og
koma fyrir listaverki einu sem verið
hafði á málverkasýningu hans í Ham-
borg. A sýningu þessari sýndi Hertel
eingöngu myndir frá sjávarsíðunni og
svo 100 kílóa trékassa sem í
var kompás af gömlu gerðinni. Kass-
inn var tjargaður að utan og innan með
20 Iögum af malbiki, pottþéttur og gat
þvíflotið. Nefndi listamaðurinn verkið
„Fórn til hafsins” og var hugmynd
hans að verkið flyti um öll heimsins höf
til eilífðarnóns.
„Hugmyndin var ágæt en lista-
manninum brá verulega í brún þegar
ég tjáði honum að Golfstraumurinn
myndi skila verkinu upp að Islands-
ströndum áður en langt um liði, ein-
hvers staðar á milli Vikur í Mýrdal og
Hafnar í Homafirði,” sagði Baldur
skipstjóri.
Listaverkið var sett fyrir borð í sjó-
inn um 100 sjómílur vestur af Færeyj-
um á 62. gráðu norður og 11. gráðu
vestur, en þaðan eru 170 sjómílur í Ing-
ólfshöföa. Vegna þess hversu langur
tími er liðinn frá því að þessir atburöir
gerðust er óliklegt annað en kassinn sé
þegar kominn á land þó að engar
fregnir hafi af því borist. Hlutir sem
fljóta í Golfstraumnum eru fljótir í
ferðum eins og best sýndi sig þegar
grískt oliuskip strandaði fyrir austur-
strönd Bandarikjanna fyrir nokkrum
árum. Þá sagði Hjálmar R. Bárðar-
son siglingamálastjóri að það tæki olí-
una sem úr skipinu lak 2 ár að ná til Is-
lands.
Gangið fjörur
Svarti kassinn frá Hamborg hlýtur
því að liggja í fjörunni einhvers staðar
á milli Víkur og Hafnar og hvetur
SVIÐSLJOSIÐ Sunnlendinga til að
ganga fjörar og finna listaverkið. Ef
það tekst mun SVIÐSLJOSIÐ beita sér
fyrir því að kassanum verði komið fýr-
ir í miðri Tjöminni í Reykjavík. Þar
gæti hann orðið ákjósanlegur áningar-
staður fugla og óbrotgjarn minnisvarði
um ágæt samskipti íslensku og þýsku
þjóöarinnar.
I Tjörninni er heldur enginn Golf-
straumur.
-EIR.
„DRAUMUR OKKAR BEGGJA”
Það vakti óskipta athygli við-
staddra á Reykjavíkurkynningu á
Akureyri fyrir skömmu þegar Davíö
Oddsson borgarstjóri og Valgeröur
Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar á
Akureyri, fóru allt í einu aö hvíslast á
eins og glögglega má sjá á myndinni
semhérfylgir.
Eins og fyrri daginn er SVIÐSLJOS-
IÐ fyrst með fréttirnar og getur upp-
lýst eftirfarandi: Davíð og Valgeröur
voru að hvíslast á um sameiginlegan
draum þeirra beggja — leiklistina.
„Við komumst að því þama í Sjall-
anum að bæði hafði okkur langað til að
leggja leiklistina fyrir okkur þegar í
æsku....”
—Sem hvíslarar?
„Nei, nei, sem alvöruleikarar. Nú
virðist Davíö una sér. vel í hlutverki
borgarstjórans en ég er ekki svo viss
um að ég verði mosagróin í hlutverki
íoi~CÍf bæjarstjórnar. En hlutverk
kvenréttindakonunnár ég áfram
að leika þar til tjaldið fellur,” sagöi
Valgerður Bjamadóttir.
-EIR.
Valgerður og Davíð hvíslast á i Sjallanum.
DV-mynd JBH/Akureyri