Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MANUDAGUR12. MARS1984. Neytendur Neytendur ^ . Neytendur Neytendur Raddirneytenda Nú er runninn upp timi vetrargarðuðunar. Rigningar- og frostlaust verður að vera þegar hún fer fram. Garðúðun: Tfmi fyrir vetrarúðun „Um þessar mundir er tími fyrir vetrargarðúöun. Tími vetrarúðunar er frá febrúar og fram í apríl. Ekki er ráð að úöa eftir aötrén eru byrjuð að lifna aö vori. Þá er einnig skilyrði fyrir vetrarúðun að það sé frostlaust og að það rigni ekki þann dag sem hún fer fram,” sagði Halldór Sverrisson, sérfræðingur í plöntu- sjúkdómum, í viðtali við DV. Halldór sagði að það efni sem hefði gefist best við vetrarúðun héti Akidan. Það er sérstakt olíuefni sem drepur egg fiörilda og blaölúsa. Þetta efni er mjög lítið eitrað og stafar mönnum engin hætta af því. Kostir vetrarúðunar eru m.a. þeir að þá sleppur maður við sumarúöun. Og við vetrarúðun drepast nær einungis þær skordýrategundir sem skaða trén en við sumarúðun verða gjarnan önnur skordýr fyrir barðinu á henni sem eru meö öllu hættulaus og jafnvel nytsöm fyrir trjá- gróðurinn. Hvaö sumarúðun snertir hefur verið algengast að nota efni sem nefnist Paration. Þetta efni er mjög áhrifaríkt og drepur allaf lirfur sem það kemst í tæri við. Þetta efni er hins vegar mjög eitrað. Það getur 'verið skaðlegt fyrir þá sem úða því og einnig verður að loka görðum um tíma eftir aö úðun hefur farið fram. Besti tími fyrir sumarúðun er í júní- mánuöi. Halldór nefndi að til væru önnur efni sem væru mjög lítið eitruð og gerðu sama gagn og t.d. Paration. Dæmi um slikt efni væri Permacect en fram að þessu hefur það veriö Utið notað hér á landi. Hann sagði að þörfin fyrir úöun væri breytileg eftir árum. SíðastUðin 2 ár hefur verið mikið um skaðleg skordýr i görðum. Menn geta sjálfir kannað hvort þörf er á úðun með því að fletta í sundur brumunum og athuga hvort í þeim leynast Urfur. Besti tíminn til að kanna þetta er um mánaöamótin maí/júní. TaUð er að aUtaf þurfi að úða víöi, oftast birki, stundum reyni en yfirleitt er hægt aö sleppa öspinni. Ef menn vilja sjálfir úða garða sína er ráðlegt aö nota Utiö eitruð efni eins og Permacect og önnur skyld efni. Efni og áhöld tU úðunar fást hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Þar kostar tæpur Utri af Akidan 300 krónur og er honum blandaö saman viö 20 lítra af vatni. -APH ARSUTGJOLD VISI- TÖLUFJÖLSKYLDU Raddir neytenda gefa okkur örUtla innsýn í hvað er á bak við tölurnar á upplýsingaseölunum í heimiUsbók- haldinu hér. Það er að segja þær raddir sem berast okkur í bréfum sem fylgja seðlunum. Af nógu er að taka úr bréfum sem fylgdu janúarseðlum. Við birtum hér brot úr einu þeirra. Kæra Neytendasíða. Hér kemur janúarseðiUinn. Við erum fjögur í heimUi, annað barnið í skóla og þarf að nesta það. Eg hef heitan mat bæði í hádeginu og á kvöldin. Mér finnst ekkert ódýrara að hafa smurt brauð og þess háttar í annað máliö. Til gamans má geta þess að á síðastliðnu ári eyddum við 101.041,15 krónum í mat og hreinlætis- vörur og 309.629,10 í „annað”. Ein að norðan. I þessu bréfi kemur fram að fram- færslukostnaður fjögurra manna fjöl- skyldunnar, rúmlega vísitölufjölskyldu var 410.670,25 krónur, eða rúm 102 þúsund krónur á einstakUng í fjöl- skyldunni. Matarkostnaöur fjölskyld- unnar hefurveriö 24,6% af heildarút- gjöldunum. lil sam“^urðar ma geta þess aö , neUdarútgjöld vísitölufjölskyldunnar, miöað við verðlag 1. febr. 1984, voru 588.789 krónur samkvæmt væntan- legum nýjum vísitölugrundveUi og í núgUdandi vísitölu. SambærUeg tala samkvæmt núgildandi vísitölugrunni, sem lögfestur var 1967, er 351.719 krónur. Vægi matvæla hjá fjöl- skyldunni fyrir norðan var 24,6% af heildarútgjöldum síðasta árs. I nýja vísitölugrunninum er vægi matvæla 21,4% og þeim eldri, sem nú gildir, 27,9%. Því má bæta við að fyrir skömmu var frumvarp til laga um visitölu framfærslukostnaöar lagt fyrh- alþingi. Búast má því við að þingmenn taki fljótlega afstöðu tU hins nýja vísi- tölugrunns, hvort hann skuli leysa þann gamla af hólmi. Um leið þá minnkun vísitölufjölskyldunnar úr 3,98 einstaklingum í 3,66. Margt hefur breyst í þjóöfélaginu síðan gamli vísitölugrunnurinn tók gildi, til dæmis neyslumynstur neyt- enda. I væntanlegum nýjum vísitölu- grirnni hefur til dæmis Uður um orlofs- feröir tU útlanda, sem með útgjöld- 'II?. ‘tu veitingahúsa- og hótelþjónustu, um 3,3% vægi. Þessi Uður er ekki í gild- andivísitölu. -ÞG Frjáls álagning: Hámarksverð ekki lengur til „Eftir að álagning var gefin frjáls á flestum vörum matvöruverslana er ekkert sem heitir lengur hámarksverð eða leyfilegt verð. Það er því alfariö bannaö að miða verð við leyfUegt verð eins í tíðkast hefur í nokkrum verslun- um fram að þessu,” sagði Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlagsstofnun þegar DV innti hann eftir því hvaða breytingar kæmu í kjölfar frjálsrar álagningar hvað snertir verðmerking- ar. Eins og flestum er Uklega kunnugt hafa verslanir gjarnan auglýst „okkar verð” og borið það saman við „leyft verð” sem var með 38% álagningu. Þessi hámarksálagning er nú úr sögunni og því ekki lengur hægt að nota þennan hátt tU að auglýsa vöru- verð eða við verðskráningu í verslunum. Jóhannes sagði að leyfilegt væri að vera með sértUboð á einstökum vörum þó svo að frjáls álagning sé gengin í gUdi. Þær verslanir sem fylgdu ákveðnu álagningarmynstri gætu að sjálfsögðu boöið upp á í tímabundnar verðlækkanir á ákveðnum vörum, þ.e. sértUboö. Fyrir skömmu var haft eftir verðlagsstjóra í einu dagblaðanna að svokallað k-tilboð væri strangt til tekið bannað. Slíkt samráð verslana um ákveðið verð brýtur í bága við þær reglur er gilda um verðlagningu þegar hún er frjáls. Sérstaklega á þetta við þegar kaupmenn standa saman um eitthvert ákveðið vöruverð í því augna- miði að halda viðkomandi verði háu. En hvað snertir k-tUboöin er markmiðið með þeim að lækka verð á ákveönum vörum hverju sinni. Með það i huga er ekki ólíklegt að þeim er standa aö baki þessara tilboða verði veitt undanþága. Enn sem komið er er ekki komin mikil reynsla á þessi nýju ákvæði um frjálsa álagningu. Jóhannes nefndi að víða í nágrannalöndum okkar, þar sem álagning væri frjáls, væri framleið- endum og heildsölum heimilt að gefa upp leiðbeinandi verð fyrir smásölu. Það væri ekki komin nein reynsla á það hvemig þessu yrði háttaö hér á landi en samkvæmt gildandi reglum væri ekkert sem bannaöi framleiðendum og heUdsölum aö gefa upp leiðbeinandi verð tU kaupmanna. Það væri hins vegar á valdi hvers kaupmanns hvort hann færi síðan eftir þessu verði eða lækkaði það eða hækkaöi. Slíkt fyrirkomulag gæti haft tvenns konar áhrif. Annars vegar þau að það aftraði kaupmönnum að hafa verð hærra en leiðbeinandi verðið og hins vegar gæti þetta dregið úr samkeppn- inni, sem væri ekki æskUegt. -APH. Heimilisbókhald DV: Verðlaunin á seð- il frá Akureyri Vinningshafi í heimiUsbókhaldi DV í janúar býr á Akureyri. Þegar dregið var úr seðlabunkanum kom upp seðUl Erlu Asmundsdóttur, Kringlumýri 10, Akureyri. Samkvæmt upplýsingum á seðUnum frá vinningshafanum eru heimUismenn fimm á þeim bæ. Verð- launin eru þrjú þúsund og fimm hundruð krónur sem verölaunahafimr getur varið að eigin vaU til kaupa á hehniUstæki. Við óskum vinningshafanum til, hamingju með verðlaunin. Síðar verður greint frá verðlaunaaf- hendingunni á Akureyri. -ÞG Ný þjónusta: „Við vonum að þetta sé ódýrasta málningin á markaðinum,” sagöi Gísli Blöndal hjá Hagkaupi er DV hafði samband við hann. En Hagkaup hefur nú hafið nýja þjónustu fyrir viðskipta- vini sína. Hafin hefur verið sala á málningu sem ekki hefur tíðkast áður. Gísli sagði aö það væri eðlilegt aö verslun sem Hagkaup byði upp á slíka þjónustu. Málningin er framleidd af SUppfélaginu og henni sérstaklega pakkað fyrh- Hagkaup. Stefnt er að því aö hafa á boðstólum sex liti og þá Uti sem eru vinsælastir hverju sinni. MáUiingin er seld í þrem mismunandi umbúðum og kostar 1 Utra fata 85,95 kr., 4 lítra 339 kr. og 10 lítra 789. Gísli f uUyrti að þessi málning væri mjög góð og væri aUt að 60% ódýrari en önnur málning á markaðinum. Þá eru einnig til sölu öll nauösynleg f áhöld sem þarf til að mála, s.s. penslar ogspartl. Apótek: Gfullnægjandi upplýsingar Okkur hefur borist bréf frá Eiríku A. Friðriksdóttur. I bréfinu vekur hún athygli á því að upplýsingar um heimUisfang og afgreiðslutíma apóteka séu af skomum skammti. Sem dæmi um þetta nefnir hún atburð sem hún varð vitni að sl. sumar. Hún var snemma á sunnudagsmorgni á gangi eftir Rauðarárstígnum. Við Austur- bæjarapótek sá hún hvar maður einn stóð og var að rýna í töflu í glugga apóteksins sem greinir frá því hvaöa apótek séu opin um helgar. Hann virt- ist vera í einhverjum vandræðum og kom það reyndar í ljós þegar Eiríka spurði hvort hann þyrfti á aðstoö að halda. Á töflunni kom skýrí tram kVnoi apötek voru opin en hvergi var þess getið hvar þau væru. HeimiUs- fangið vantaði. Maðurinn var utan- bæjarmaöur og á þessum tíma sólar- hringsins var eina leiðin að fá upp- lýsingar um heimUisföng apótekanna hjá lögreglunni. Eiríka bendir á að upplýsingum sé einnig mjög ábótavant hvað snertir heimUisföng apótekanna bæði í blöðum og í símsvara sem gefur upp af- greiðslutíma þeirra apóteka sem eru opinumhelgar. ,.Við leigjuih út flesí það sem þarf tU veisluhalds,” sagði Kristín Þor- steinsdóttur, annar eigandi Glasa- og diskaleigunnar. En hún ásamt Ingu Sveinbjörgu Jónsdóttur hefur sett á stofn leiguþjónustu fyrir veisluáhöld. Að sögn Kristínar getur fólk tekið á leigu nær aUt sem þarf til veisluhalda, Vonandi ber þetta fyrir augu þeirra er hlut eiga að máU. Aö bæta við heimiUsfangi viðkomandi apóteka ætti ekki að vera kostnaðarsamt verk en tU mikUla hagsbóta fyrir þá sem ekki vita hvar öU apótek eru staðsett. APH s.s. diska, hnífapör, dúka og föt svo eitthvað sé nefnt. Þessi þjónusta ætti án efa að geta komiö að notum þegar þarf að halda mannmargar veislur eins og t.d. fermingarveislur sem eru nú á næstu grösum. Aðsetur Glasa- og diskaleigunnar er að Njálsgötu 9 og síminn er 621177. -APH HÆGT AÐ LEIGJA VEISLUÚTBÚNAÐ íj ! 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.