Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 21
DV. ftÍÁNÚDÁGUR 12.MARS 1984! 21 Karl-Heinz til Ítalíu sjá bls. 25 Dalglish straxá skotskónum sjá bls. 28 Besti leikkafli ísl. liðsins í ferðinni” — þegar ísland vann Sviss 18-16 á laugardag. Stöðunni breytt úr 8-5 fyrir Sviss í 17-10 fyrir Island. Brynjar Kvaran snjall í markinu „I lok fyrri hálfleiksins og fratnan af þeim síöari sýndi islenska landsliöið þann besta leikkafla sem þaö hefur náð i þessari keppnisför til Frakklands og Sviss. Það small allt saman hjá ís- lensku strákunum þegar staðan var 8—5 fyrir Sviss. Þeir skoruðu tólf mörk gegn tveimur og breyttu stöðunni í 17— 10 fyrir tsiand. Eftir það leyfðu þeir sér aö taka léttar á málum og tveggja marka sigur var í lokin, 18—16. Að vísu skoraöi Atli Hilmarsson gott mark að okkar áliti rétt í leikslok en það var dæmt af. Vestur-þýsku dómararnir, sem dæmdu báða leikina við Sviss með miklum ágætum, vildu ekki skera úr um hvort mark Atla hefði verið skorað áður en leiktímanum lauk. Létu það al- gjörlega í vald hins svissneska tíma- varðar og.hann dæmdi marklð af,” sagði Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, eftir að það hafði sigrað Sviss i síðari landsleik þjóðanna 18—16 í Aaran í Sviss á laugardags- I kvöld. ,,Eg tel þaö gott að sigra Sviss tvívegis á útivelli og á laugardag vantaði okkur fjóra leikmenn sem geta styrkt íslenska liöið mikið, þá Alfreð Gíslason, Bjarma Guðmundsson, Sig- urð Sveinsson og Þorberg Aðalsteins- son. Liðið okkar byrjaði heldúr illa á „Tókst að berja saman vörnina” — sagði fyrirliðinn Þorbjöm Jensson „Nú, þetta er sæmilega gott þegar tekið er tillit til þess að þetta er undirbúningur fyrir meiri átök — B- keppnina í Noregi — og það er alltaf gott að sigra á útivelli. Heimaiiðin hafa raunverulega 4—5 mörk í for- skot, þegar leikurinn byrjar,” sagði fyrirliði islenska landsliðsins í hand- knattlcik, Valsmaðurinn Þorbjörn Jensson, eftir að Island hafði sigrað Sviss 18—16 á laugardagskvöld. „Það kom okkur á óvart hve gífur- leg barátta var hjá svissneska liðinu framan af leiknum miðað við fyrri leikinn á föstudagskvöld í Olten. En okkur tókst að berja saman vömina hjá okkur og náðum yfirburðastöðu, 17—10. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Þetta var ekki 100% leikur hjá okkur, síður en svo, en það stefnir í rétta átt. Landsliðshópurinn er mjög góður. Við höldum vel saman, höfum gaman af þessu og það er fyrir miklu,” sagði Þorbjöra Jensson. hsím. Þorbjöra Jensson fyrirliði - „börðum saman vöraina”. SOUTHAMTON MISNOTAÐIFÆRI — og jafntefli varð í bikarleiknum á Hillsborough Leikmenn Southampton, sem taldir eru sigurstranglegastir í ensku bikar- keppninni, voru klaufar að tryggja sér ekki slgur í leiknum í átta liða úrslitum við Sheff. Wed. á Hillsborough í Shef- field í gær. Leiknum var sjónvarpað beint og Southampton misnotaði góð færi. Sheff. Wed. átti í vök að verjast allan leikinn en á siðustu mínútunni munaði svo litlu að liðið næði sigri. Cunningham spyrati knettinum rétt yfir þverslá. En jafntefli varð án marka og liðin leika að nýju 20. mars. Að sögn Alan Green hjá BBC fékk Southampton fjögur opin færi í leiknum. Fyrst Moran á 30. mín. en spymti framhjá, þá Frank Worthing- ton en tókst að ýta knettinum innanfót- ar framhjá markinu af sex metra færi. I síðari hálfieiknum komst Wallace tvívegis frír að marki Sheff. Wed. Spyrnti yfir markvörðinn en líka þver- slána. Reuters-fréttum ber ekki saman við fréttamann BBC. Þar segir að Peter Shilton, markvörður South- ampton, hafi oft varið vel frá mót- herjunum. -hsím. Brynjar Kvaran—snjall í markinu. laugardagskvöld. Um miðjan fyrri hálfieikinn eða eftir 15 min. var staöan orðin 7—3 fyrir Sviss. Þá var Brynjar Kvaran settur í íslenska markið í stað Einars Þorvarðarsonar. Munurinn fór aö minnka en þó var staðan 8—5 fyrir Sviss eftir 25 mín. Island skoraði tvö síðustu mörkin í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 8—7 fyrir Sviss. Island jafnaði á 32. mín. í 8—8 og var komiö í 10—8 aðeins síðar. Hafði skorað fimm mörk í röð án svars frá svissnesku leikmönnunum. Brynjar var mjög snjall í markinu. Lék sinn besta leik á keppnistímabilinu. Komst í 17-10 Og íslenska liðiö hélt áfram sínum sterka leik. Það var um algjöra ein- stefnu að ræða. Eftir 50 mín. var staöan orðin 17—10 fyrir Island. A 55. mín. stóö 18—14 og Sviss skoraði tvö síðustu mörkin. Islensku strákamir slöppuðu nokkuö af lokakaflann, auk þess sem nokkur þreytumerki sáust. Eg tel þetta góð úrslit í báðum leikjunum við Sviss. Fyrir nokkru vann svissneska liðið Noreg í tveimur leikjum í Noregi með fjögurra og fimm marka mun. Tapaði síðan 18—15 fyrir Dönum í Kaupmannahöfn og síðan tveimur leikjum fyrir Vestur- Þjóðverjum í Þýskalandi. Við sáum síðari leikinn sem Þjóðverjar unnu 15—9. Þar lék svissneska liðið sterkan vamarleik en sóknarleikurinn var ekki góður. Já, við getum vel unað viö þessi úrslit í Sviss,” sagði Guðjón liðs- stjóri. Atii Hilmarsson komst mjög vel frá leiknum í Aaran. Var markahæstur með 7 mörk. Kristján Arason skoraöi fjögur mörk en misnotaði tvö vítaköst. Þorgils Ottar Mathiesen skoraði þrjú mörk og einnig Sigurður Gunnarsson. Sigurður skoraði öll sín mörk úr víta- köstum. Þá skoraði Steinar Birgisson eitt mark. KR-ingurinn ungi, Guðmundur Albertsson, lék sinn fyrsta iandsleik fyrir Island þarna í Aaran. Islenski landsliðshópurinn kemur heim seint í kvöld. Allir leikmennimir heilir, engrnn meiðst í ferðinni. hsim. Erika Hess. Hörkukeppni hjá konunum — í heimsbikarkeppn- inni í alpagreinum Það stefnir í hörkukeppni milii Eriku Hess, Sviss, og Hanni Wen- zei, Lichtenstein, i hcimsbikar- keppni kvenna í alpagreinum. Eftir keppni í svigi í Waterville Valley í Bandaríkjunum á laugardag var Hess með 224 stig samaniagt en Wenzel með 217 stig. Irene Epple, V-Þýskalandi, var í þriðja sæti með 178 stig. Tamara McKinney, USA, sigraði í sviginu á laugardag. Fékk tímann 1:37,78 mín. Brigitte Gadient, Sviss, varð önnur á 1:38,91 min. og Perrine Pelen, Frakklandi, þriðja á 1:38,96 mín. Erika Hess varð í fimmta sæti á 1:39,34 mín. og Hanni Wenzel i 8. sæti á 1:39,50 min. hsím. íslandsmet Guðrún Fema Agústsdóttir, Ægi, stórbætti Islandsmet sitt í 100 m bringusundi á móti í SundhöUinni i gær. Synti á 1:14,40 mín. en eldra met hennar var 1:15,45 min. -hsim. „VISSIALLTAF AÐ EG VÆRI LÖGLEGUR” og „Pétursmálið” í körfunni úr sögunni „Eg er mjög ánægður með þennan úrskurð dómstóls IBR. Eg vissi alltaf að ég væri löglegur með ÍR þrátt fyrir að aðrir menn hafi viljað halda öðru fram,” sagði Pétur Guðmundsson körf uknattleiksmaður í samtali við DV í gær en eins og við skýrðum frá á laugardag var dæmt i kærumálum gegn honum á fimmtudagskvöldið var. Dómstóllinn komst að þeirri niður- stöðu að Pétur væri löglegur með IR og þau félög sem kærðu hann i kjölfar ósigra gegn IR töpuðu því málinu. „Þetta er búið að vera mikiö leiðindamál og mér finnst alveg merki- legt hvað það hefur tekið langan tíma að fá úr því skorið hvort ég hafi verið löglegur eða ekki. Eg fagna engu að síður úrslitunum og því að þetta mál er loks úr sögunni,” sagði Pétur. Það er ljóst að þessi dómur dómstólsins, hvort sem hann er réttur eða rangur, fær menn til að hugsa málið. Fordæmið er fengið og núer það bara spurningin hvort íslenskir leik- menn sem leika með erlendum liðum streymi ekki inn í landið, jafnvel fyrir úrslitakeppnina sem framundan er í úrvalsdeildinni. Það virðist til dæmis fátt geta komið í veg fyrir að Flosi Sigurðsson sé löglegur með Val og Valsmenn eiga fleiri snjalla leikmenn ytra sem þeir geta náð í. En það sem alvarlegast er í þessu „Pétursmáli” öllu er hve óhemjulangan tíma það hefur tekið menn að komast að niður- stööu. Það getur vart gengið aö kæru- mál sem þessi úldni hjá dómstólum sem um þau eiga að fjalla. Þetta er hlutur sem þarf að bæta. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.