Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 4
4
DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984.
„FÉKK SMÁVELGIU í
MAGANN EFTIR Á”
— segir Jörgen Pétursson sem var uppi í krananum sem f éll niður
„Eg var á neöri pallinum og sá
eiginlega ekki hvaö geröist. Eg tók
ekki eftir þessu fyrr en kraninn var
kominn niöur,” sagöi Jörgen Péturs-
son, starfsmaður Steintaks hf. í sam-
tali viö DV. Jörgen var annar
mannanna sem voru uppi í bygging-
arkrananum, sem féll niður við
Seðlabankagrunninn á laugardag.
Jörgen og félagi hans, Orn Hauks-
•son, voru aö hækka kranann þegar
bóma hans seig niöur og hafnaöi á
þaki launadeildar fjármála-
ráöuneytisins.
„Þaö hristist ekkert uppi hjá
okkur og ég heyrði ekki neitt, því aö
bóman seig svo hægt niöur,” sagöi
Jörgen ennfremur.
— Voruö þiö í einhverri hættu?
„Nei, ég mundi ekki segja það, en
þaö heföi getað farið verr.”
— Brá þér ekkert við þetta ?
„Þaövarekkifyrr eneftirá. Þeg-
ar maður var kominn niöur og fór að
hugsa um þetta fékk maöur smá-
velgjuímagann.”
— Þú ert ekkert smeykur viö aö
fara aftur upp?
„Nei, ég vona að ég haldi mínu
striki,” sagöi Jörgen Pétursson.
-GB.
„Ég tók ekkl eftir þessu fyrr en
kraninn var kominn niöur,” sagöi
Jörgen Pétursson, sem var uppi í
krananum. DV-myndS.
Tveir menn vom uppi í þessum stóra
byggingarkrana í grunni Seðlabanka-
hússins þegar hann féll niður síðdegis
á laugardag. Mennina sakaði ekki og
þykir það hin mesta mildi að ekki fór
verr. Bóma kranans féll niður á þak
launadeildar f jármálaráöuneytisins.
Tveir starfsmenn verktakafyrir-
tækisins Steintaks voru aö byrja að
hækka kranann þegar hann sporöreist-
ist. Lítiö mun hafa vantað upp á að
kraninn væri kominn í jafnvægi, þegar
óhappið gerðist. DV-myndir S.
„Við vorum að byrja að hækka
kranann þegar þetta skeður,” segir
örn Hauksson, sem var uppi í kran-
anum sem féil niður. DV-mynd S.
„Hann fór
mjög hægt niður”
—segir Öm Hauksson um kranann sem
féll niður í Seðlabankagrunninum
„Við vorum að byrja aö hækka hann
upp um sex metra. Við þurfum að losa
um marga bolta og annaö, sem fylgir
þessari hækkun. Kraninn þarf aö vera
alveg í jafnvægi, en síðan hefur eitt-
hvað gefiö sig og þetta skeður,” sagði
Orn Hauksson, sem var uppi í kranan-
um sem féll niöur viö Seölabanka-
grunninn á laugardag.
— Kom mikill hnykkur?
„Nei, hann fór mjög hægt niður.”
örn sagöi að þeir hefðu verið aö hífa
meö krananum á laugardagsmorgun
og þáheföiallt veriöí bestalagi.
Orn sagði síðdegis á laugardag aö
ekki heföi veriö búiö að kanna
skemmdirnar á krananum. „Þaö eru
ekki sjáanlegar miklar skemmdir á
festingunum,”sagðihann. -S/GB.
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
Þegar geðveikin gengur aftur
Það glaðnar töluvert yfir
Þjóöviljanum þegar farið er að sýna
kvikmynd byggða á Atómstöðinni
eftir Halldór Laxness. Helsti visku-
stcinn kommúnista um þessar
mundir, Arni Bergmann, skrifar nú
um helgina langloku, þar sem rif jað
er upp „þjóðfélagsástand”, sem
leiddi til tilurðar Atómstöðvarinnar.
í þá daga eins og nú, þegar Ölafur
Ragnar Grimsson er öðru hverju að
panta atómsprengju handa okkur frá
Rússum, var atómsprengjan á næsta
leiti, og vissi raunar enginn hvar
hennar var þörf eða hvers vegna.
Bandarikjamenn áttu einir ráð ái
atómsprengju á þeim tima, en gera
átti hana aö einum allsherjar helveg
fyrir Islendinga. Kom þar fram, sem
oft áöur, að kommúnistum þóttu ekki
atómsprengjur meðfærilegar fyrr
en Rússar voru búnir að koma þeim
upp. Inn í þetta atómsprengjuhatur
kommúnista, á meðan svo stóð að
Bandarikjamenn áttu hana einir,
blandaðist svo heimfiutningur jarð-
neskra leifa Jónasar Hallgríms-
sonar, sem engir gátu komið niður á
pian gálgahúmors aðrir en komm-
únistar.
Þessi beina- og atómsprengjukokk-
teill er rifjaður upp núna af Árna
Bergmann í Þjóðviljanum til litils
fagnaðar fyrir þá, sem gert hafa
kvikmynd um Atómstöðina. Birtar
eru grátklökkar tilvitnanir i kvæði
Jónasar með tilvísun til hinnar ■
amerísku atómsprengju, svo smekk-
legt sem þaö nú er, og nefndir til
framhaldssvívirðingar þeir Jónas
frá Hriflu, Kristján Albertsson og
Guðmundur G. Hagalín. Ljóst er að
kommúnistum er ósárt að hafa
Jónas frá Hriflu enn í rógshorninu
hjá sér, einnig Kristján Albertsson,
en báðir þessir menn, hvor á sinn
hátt, reyndu að halda sér uppi
menningarlífi i landinu, sem ein-
hvers var vert, áður en kommúnistar
fóru að ráða skólunum og listunum.
Guðmundur G. Hagalin hafði svo
unnið sér þaö til óheigi að skrifa
bókina Gróður og sandfok, þar sem
lýst var vínnubrögðum kommúnista
með þeim hætti, að verstu spádómar
þeirrar bókar hafa komið á daginn.
Segja má að flutningur á jarðnesk-
um leifum Jónasar Hallgrímssonar
heim til tsiands hafi orðið meira
flimtingarmái hjá kommúnistum en
nokkur skynsemi nær til. Það hlýtur
auðvitað að vera þeirra mál og Arna
Bergmanns að vilja í tilefni kvik-
myndar láta alia þá gömlu geðveiki
kommúnista ganga aftur. Jónas
Hallgrímsson hvílir nú á Þingvöllum
ásamt Einari Benediktssyni. Þar
ættu fleiri að hvila, menn eins og Ás-
grímur og Kjarval, en á það má ekki
minnast, því þá byrja kansellíin að
stynja. Við greftrun Jónasar hér
réðust þeir til kistuburðar, sem ekki
höfðu talið ástæðu til að ráðast á
heimflutning Jónasar. Hljóðara
hefði orðið um þessi mál hefði ein-
hver kommúnistinn fengið að bera
hann. Það fengu þeir ekki og töldu
sér gróflega misboðið, en þeir höfðu
sendifuiltrúa á staðnum, alþekktan
menningarmann, sem rak hausinn
uppfyrir vegbrún að greftrun lokinni
og spurði hvað hér væri um að vera.
Hann var auðvitað ekki að koma af
fjöllum og gat með engu móti látið
vera að kynna með einhverjum hætti
návist sina á staðnum. Svona eru
þeir nú bilaðir.
Arni Bergmann var ekki á þeim
aldri, þegar atómsprengjan
amcríska og bein Jónasar voru i um-
ræðunni í Þjóðviljanum, að hann
kunni að meta þær aðstæður og þá
einangrun, sem kommúnistar urðu
að þola í þessum málum á sinum
tíma. Þess vegna er upprifjun Þjóð-
viljans á þessum málum, og hvernig
þeim var blandað saman, eins og
fram kemur i skáldsögunni, eitt
meiriháttar asnaspark, sem þeir
einir eru færir um, sem taka trú
fram yfir staðreyndir. Kommúnistar
höfðu engan sóma af þessum málum
og hafa hann því siður nú. Þá er það
sérkennilegt, að með þessum hætti
skuli ráðist á kvikmyndina, sem i
raun á ekkert skylt við þetta mál
nema vera dokumentasjón á skáld-
sögu. Kemur á daginn í myndinni, að
Búi Árland, skepnan sjálf og fulltrúi
Vilhjálms Þór, Jónasar frá Hriflu,
Olafs Thors og Kristjáns Albertsson-
ar, er glæsilegasti maðurinn í mynd-
inni, enda gat ekki öðruvísi farið.
Atómstöðin, kvikmyndin, átti að
vera alþjóðlegt framlag kommúnista
á tslandi til friðarmála. Hafði verið
mikið haft fyrir því að stemma
saman blaðrið í einstöku mönnum
þjóðkirkjunnar, friðarbröltið í Olafi
Ragnari og þessa kvikmynd. Nú eru
horfur á því að kvikmyndin verði
ekki að neinu gagni, vegna þess að
um hana vélaði listafólk, sem hefur
takmarkaðan áhuga á áróðurs-
málum. Þá ber þess að gæta aö á
sögutíma kvikmyndarinnar var
aðeins ein atómsprengja komin til.
sögunnar. Hún var okkar megin í
heiminum og þess vegna hatursefni
kommúnista. Jarðneskar leifar
Jónasar voru fluttar hingað fyrir til-
stilli borgaralegra afla í landinu.
Þess vegna hata kommúnistar
beinin. En frumhlaup Árna Berg-
mann í Þjóðviljanum verður ekki
skilið öðruvisi en að geðveiki geti
gengið aftur og hatrið sé enn við lýði.
Dagfari.