Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 12
rr
12
Frjálst.óháð dagbiað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverö á mánuöi 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr.
Helgarblaó25kr.
DV
Stjómin hefurbyr
Skoðanakönnun DV sýnir talsverða fylgisaukningu
ríkisstjórnarinnar frá fyrri könnun. Af öllu úrtakinu í
könnuninni nú sögðust 56,8 prósent vera fylgjandi ríkis-
stjórninni, sem er aukning um 8,6 prósentustig síðan DV
gerði skoðanakönnun í október síðastliðnum. Andvíg
ríkisstjórninni eru nú aðeins 17,2 prósent, sem er minnk-
un um 10,5 prósentustig síðan í október. Oákveðin eru nú
21,5 prósent, sem er fjölgun um 0,8 prósentustig og 4,5%
vilja nú ekki svara en voru 3,5% í október.
Ef aðeins eru teknir þeir, sem taka afstööu, eru nú
76,8% fylgjandi ríkisstjórninni en 23,2% andvíg.
Ríkisstjórnin nýtur því geysimikils fylgis og miklu
-meira en flokkarnir sem að henni standa höfðu í síðustu
þingkosningum. Ekki þarf lengi að leita orsaka fylgisins.
Þjóðin hafði beðið í ofvæni róttækra efnahagsaðgerða.
Hún verðlaunar þá ríkisstjórn, sem hefir komið verðbólg-
unni niður. I tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens
sýndu skoðanakannanir, að fylgi stjórnarinnar óx í hvert
sinn sem stjórnin leitaðist við að taka á efnahagsvandan-
um.
Landsmenn hafa verið reiðubúnir til að færa fórnir í
þessu skyni, eins og þessi könnun sýnir glöggt. Þess
vegna bregðast menn ekki við mikilli kjaraskerðingu
með því að rassskella ríkisstjórnina. Mikill meirihluti
segir sem svo að ríkisstjórnin hafi náð umtalsverðum
árangri og ekki skuli lagður steinn í götu hennar að sinni.
Þetta kemur einnig fram í ummælum stjórnarand-
stæðinga um skoöanakönnunina í helgarblaði DV.
Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, segir meðal annars: „Fólk er af þessu að dæma
ekki tilbúið að kollvarpa ríkisstjórninni. Sami hugsunar-
hátturinn var augljós við gerð kjarasamninganna.”
Stefán Benediktsson, þingmaður í Bandalagi jafnaðar-
manna, segir: „Kjarasamningarnir, sem nýlega hafa
verið gerðir, en í augum fólks nokkurs konar griða-
samningar milli launafólks og ríkisstjórnar. Launafólk
trúir, að endir sé orðinn á kjaraskerðingunni og verðlag
sé orðið stöðugt og komi ekki til með að hækka, og vonar,
að slíkt haldist sem allra lengst.. . ”
Það er hins vegar misskilningur, sem fram kemur hjá
sumum stjórnarandstæðingum, aö íslendingar hafi
jafnan sýnt stjórnarhollustu í skoðanakönnunum fyrri
ára. Slíkt var alls ekki uppi á teningnum, þegar stjórn
Geirs Hallgrímssonar var við völd eöa vinstri
stjórnirnar, sem á eftir komu.
Sömu flokkar og nú sátu að völdum í ríkisstjórn Geirs
Hallgrímssonar 1974—78. Sú stjórn reyndi töluverða
kjaraskerðingu snemma árs 1978. Skoðanakannanir
sýndu, að sú stjórn var mjög óvinsæl, þótt hún hefði yfir-
gnæfandi þingmeirihluta.
Því hefur núverandi stjórn heppnast það, sem ríkis-
stjórnin 1974—78 megnaði aldrei — að ná víðtækri sam-
stöðu þjóðarinnar um efnahagsaögerðir.
Núverandi ríkisstjórn getur einnig lært af ferli ríkis-
stjórnar Gunnars Thoroddsens, sem naut fylgis yfirgnæf-
andi meirihluta í upphafi en missti fylgi, þegar á leið.
Enn er staðan sú, að fólk vill veita stjórninni tækifæri en
ætlast jafnframt til mikils af henni. Þeirri spurningu er
auðvitað alls ósvarað, hvort núverandi ríkisstjórn reynist
valda því mikla verkefni, sem óleyst er.
Haukur Helgason.
Öllböm
hafa sér-
þarfir
Þann 19. desember sl. samþykkti
fræðsluráö Reykjavíkur aö koma á fót
starfsemi til aö bæta aðstööu afburða
greindra barna í grunnskólum Reykja-
víkur. Fyrst um sinn á starfsemin ein-
ungis aö ná til bama í Breiðholti og er
m.a. gert ráð fyrir aö þeim gefist kost-
ur á viðbótamámi í tengslum viö Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti. Aöur en
lengra er haldið vil ég taka þaö fram
aö ég er mjög ósammála þessari sam-
þykkt f ræösluráös og hér á eftir langar
mig til að færa nokkur rök fyrir þessari
afstööu minni.
Hvað er greind?
Þaö hefur löngum vafist fyrir mönn-
umaöskilgreinahugtakiögreind. Lík-
legast em þó flestir orðnir sammála
um aö greind sé mjög afstæö og sam-
ansett en ekki föst mælanleg stærö eins
ogtaliö vartilskammstíma. Afstaöan
til greindar er ekki einhlít heldur fer
eftir þjóðfélögum, menningarstigi,
aldursskeiöum, þjóöfélagshópum, fé-
lagslegu umhverfi, uppruna o.fl. Hin
sk. greindarpróf sem notuö hafa veriö
til skamms tíma mæla ööru fremur
hæfni barna til skólanáms en segja
manni aö öðm leyti lítiö um hina raun-
vemlegu greind sem börnin búa yfir. I
bók sinni „Böm í Reykjavík” bendir
Sigurjón Bjömsson sálfræðingur t.d. á
aö á lægstu greindarvísitölubilunum
eru drengir töluvert færri en stúlkur og
á hæsta bili em þeir tvöfalt fleiri. Aö
mínu mati segir þetta mun meira um
greindarprófin og um mismunandi
uppeldisskilyrði drengja og stúlkna
heldur en um raunvemlega greind
kynjanna.
Einmitt vegna þess hversu greind-
arhugtakiö er afstætt hlýtur að vera
mjög erfitt aö ákvaröa hvaöa börn eru
„afburða greind” og hver ekki. 1 til-
lögu sinni aö „Rannsóknar- og þjón-
ustustofnun fyrir böm meö sérstaka
námshæfileika” segir Bragi Jósepsson
aö úrtakiö megi finna með því aö mæla
greindarvísitölu og meö því aö taka*
mið af ýmsum öörum þáttum, s.s sköp-
unargáfu, andlegri og líkamlegri heil-
brigði, athafnaþörf, andlegri lífsorku,
viöhorfum til náms, sjálfsöryggi, lífs-
markmiöum o. fl. Sá galli er á gjöf
Njarðar að þessir þættir em ekki síður
afstæöir en greindarhugtakið og hljóta
alltaf aö fara eftir huglægu mati þess
sem dæma á. Börn sem búa viö erfið
félagsleg og uppeldisleg skilyrði munu
mjög líklega fara halloka út úr hefð-
bundnu mati á þessum þáttum. Eg ótt-
ast því aö sérstök flokkun á „afburöa
greindum” bömum muni enn auka
þann aðstöðumun barna sem fólginn er
í mismunandi félagslegri stööuþeirra.
Jafnrétti til náms
I greinargerð starfshóps á vegum
>,Ror 9CHM vr CTiTn/vrmvrÁM vn
DV. MANUDAGUR12. MARS1984.
Kjallarinn
INGIBJÖRG
SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
BORGARFULLTRÚI
KVENNAFRAMBODS
menntamálaráöuneytisins og fræðslu-
ráös, sem falið var að gera könnun á
námsgengi nemenda meö óvenjulegan
dugnaö, er lítillega f jallað um jafnrétti
til náms. Þar segir m.a.: „Jafnrétti
til náms er ekki endilega fólgiö í því aö
allir meðtaki ákveðinn, staölaöan
skammt af fræðilegu efni heldur fyrst
og fremst í því að hver maður sé efldur
til aö nýta hæfileika sína til hins ýtr-
asta.” Eg get vissulega tekið undir
þetta en mér finnst vanta mjög mikil-
vægan þátt inn í þessa skilgreiningu á
jafnrétti til náms. Jafnrétti til náms
felst nefnilega ekki síöur í því að reynt
sé að jafna þann aðstöðumun sem er á
milli bama vegna félagslegra og upp-
eldislegra aöstæðna þeirra. Þaö verö-
ur ekki gert nema meö því aö bæta til
muna aöstööu þeirra sem viö lökust
skilyrði búa. Heill og hamingja þeirra
er m.a. undir því komin.
Leysir engan vanda
Eins og fyrr segir gerir samþykkt
fræðsluráös ráö fyrir því aö „afburöa
greind” böm eigi kost á viöbótamámi
viö Fjölbrautaskólann í Breiöholti.
Satt aö segja heid ég aö þessi tilhögun
Riddarar samn- \
ingabordsins \
Enn á ný er aö renna upp sú stund aö
greiöa á atkvæöi um nýjan kjarasamn-
ing opinberra starfsmanna. Utkoman
er vissulega rýr en miöaö viö aðstæöur
bara þolanleg og gæti verið góö ef
maður hallaöi sér að grautarlíferni —
eða svo er oss sagt. Þaö er líka sagt að
prósenturnar eöa krónurnar í launum
þeirra sem vinna skipti sköpum um
þaö hvort þjóðarskútan flýtur eöa
sekkur — annað skiptir ekki máli.
Þjóðarátak og
sáttfýsi
Fyrir fáeinum árum, þegar verö-
bólguflóöið nálgaöist eöa fór í þriggja
stafa prósentutölu og lýst var yfir slag-
síöu á þjóðarskútunni, var kallaö á
þjóðarátak til aö rétta hana við.
Margar hendur fóm á loft, sumar
tregar, aörar fúsar af því aö þær héldu
aö meö því byggju þær í haginn fýrir
sig síöar meir. Forysta samtaka
launafólksins í landinu og þorri launa-
manna sýndi sáttfýsi, hélt aö þjóðar-
átakið væri þjóöarátak en ekki bara
kjararýmun. Þá var okkur sagt aö
léleg útkoma í kjarasamningum væri
þolanleg miðað viö aðstæður, eins og
raunar sagt var þar áöur og þar áður
og...
Stundum hefur það verið sagt með
réttu að ekki skipti miklu máli hvaö út
úr samningum kæmi. Ríkisvaldið og
samvinna þess og atvinnurekenda
heföi í höndum sér tæki og tól til aö
færa ráðstöfunartekjur og kaupmátt í
þaö horf sem þeim hentar. Þetta er
sagt með þaö á bak við eyrað aö sam-
tök launafólks hafa ekki styrk til aö
ALBERT EINARSSON
KENNARI
Þaö aö hafna leiö sáttfýsinnar en
standa á geröum samþykktum um
réttmætar kröfur er ekki aö efna til
ófriðar, heldur þvert á móti er það leið
til aö sætta andstæður í þjóöfélaginu —
andstæður ríkra og fátækra, friðsæls
heimilislífs og gegndarlausrar yfir-
vinnu, kynjamisrétti o.s.frv.
Riddarar
samningaborösins
Nær öll kjarabarátta undanliöinna
ára hefur fariö fram við samninga-
borðiö. Þar mætast verkalýöshreyfing-
in ogatvinnurekendur, rikisvald ogopin-
berir starfsmenn o.s.frv. Verkalýös-
hreyfingin leggur fram kröfur og at-
vinnurekendur svara og leggja fram
tilboð. Sáttasemjari leikur hlutverk
einvígisvottar. Svo sem oft fyrr á
tímum fóru einvígi fram á afviknum
„Það tapast ekkert við að segja nei við
þessum samningum.”
verjast árásum á kjörin. Veikleiki
bæði ASI og BSRB og annarra sam-
taka launafólks er m.a. fólginn í sátt-
fýsi. Það er t.d. óravegur á milli þeirra
kjaramálasamþyJdcta sem þing sam-
taka launafólks hafa gert og hugsaðar
hafa veriö sem stefnumarkandi í
launamálum félagsmanna og svo þess
sem fallist er á í kjarasamningum.
Þaö mætti ætla að þing þessi væru
samkundur án ábyrgöar í þessum
efnum.
stööum og úrslit síðan gerö lýönum
kunn. Þá haföi annar sigraö hinn og
lýöurinn húrraöi eöa púaöi eöa var
sama um.
Hvað gerist í Karphúsinu í Reykja-
vík veit ég ekki fremur en þú, lesandi
góöur, en úrslitin eru gerö lýðum kunn.
Þama voru fulltrúar frá félaginu mínu
og þínu aö semja — en um hvað veit ég
ekki. Eg heföi viljað hjálpa til viö aö
þrýsta á kröfurnar sem við
samþykktum aö berjast fyrir á síöasta