Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 10
10 . DV. MANUDAGUR12. MARS1984. wm ■H wmm. WMMm mmm Mmmmm m 1 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Smjörskipin verða bönnuð Tvisvar á dag, sumar jafnt sem vetur, leggur Eystrasaltsferjan „Funny Girl” frá bryggju í heima- höfn sinni Kiel og stefnir út á haf í fjögurra klukkustunda siglingu eitt- hvað út í bláinn. Farþegar um borð eru nokkur hundruð í hverri ferð, aðallega eftir- launafólk. Fargjaldið er rétt rúmar 20 krónur. Ur hverri ferð kemur þaö endumært af hressandi sjávarloft- inu, en aö kikna undan tollfríu áfengi, vindlingum, ilmvatni, sæl- gæti og matvöru, — aðallega smjöri. Nú hefur Evrópudómstóll EBE úrskuröað að „Funny Girl” og um 150 önnur slík „smjörskip” í einka- rekstri, sem gerö eru út frá þýskum höfnum við Eystrasaltiö og Norður- sjóinn, séu ólögleg og að banna verði þessa athafnasemi. Smjörskipin eru sérstakt þýskt fyrirbrigði sem EBE-skrifstofubákn- ið í Brussel hefur lengi litið hom- auga. Þeir hafa lengst af viljað meina að farþegar þessara skipa eigi engan rétt á fríverslun, sem annars býðst í millilandaferöum, vegna þess að þetta fólk er ekki að fara eitt né neitt. Einvörðungu út fyrir landhelg- ina. — Þýsk yfirvöld hafa ekki viljað samþykkja þetta sjónarmið. Þegar Evrópudómstóllinn úr- skuröaði fyrst gegn smjörskipunum 1981, áfrýjaöi Bonnstjórnin, en hefur nú til athugunar afleiðingar þessar- ar staðfestingar dómsins þann 14. febrúar síðasta. — Sjálfsagt veröur hún undir það síöasta að beygja sig, en íhugar í bili hvort ekki verði unnt að gera smjörskipin út um hríð eitt- hvað enn með því að láta farþegana stíga á land í Danmörku eða Hollandi stutta stund til innkaupaferða. Eigendumir hafa af því áhyggjur aö lengri feröir leiði til færri siglinga og þar af leiöandi hærra verðlags. Það er aöallega eftirlaunafólk eða aldraðir sem fylla farþegatölu smjörskipanna. Ekki aðeins til ódýrra innkaupa (EBE-smjör er niðurgreitt til útflutnings og því ódýrara utan landsteinanna) heldur einnig til upplyftingar. Margir fara nær daglega til þess aö verja degin- um í þægilegum sölum innan um orð- in gamalkunn andlit, spilandi á spil, sötrandi bjór eða sjúss eða fá sér gömlu dansa-snúning við undirleik rafmagnsorgels. — Þetta fólk segist ekki hafa efni á dýrari farg jöldum. A kulsömum febrúardegi, þegar illt er í sjóinn, er kannski ekki auð- velt aö gera sér grein fyrir skemmt- uninni af svona ferðalagi, en í reynd- inni hafa smjörskipin þama virkað eins og klúbbar, krár eða félagsmið- stöðvar nema væri kannski allt þrennt í einu. Gamla fólkið heldur viö þau mikilli tryggö og það er beiskt í huga til þeirra sem ætla að ræna það ánægjunni síðustu æviárin. Sum stærri skipin hafa viðkomu í erlendum höfnum og leyfa farþegun- um að fara frá borði. önnur hafa meiri sýndarmennsku á því, eins og .í’unny Girl”, sem auglýsir ferðir til Danmerkur þótt í flestum ferðunum fái farþegarnir ekki að fara í land. Landtakan í Dagenkop er eitt sjónar- spil þar sem áhöfnin kastar enda í land, rétt tyllir honum á bryggju- polla á meðan landgangurinn er lát- inn snerta bryggju í fáeinar sekúnd- ur. Svo er sleppt og siglt af staðaftur beint heim á leið. Önnur smærri skip, gjarnan fyrr- verandi fiskibátar sem breytt var i smjörskip, þegar þeir urðu undir í skiptingu aflakvótans, sigla ekki miklu lengra en rétt út fyrir þriggja mílna landhelgina, þar sem opna má fríverslunina. „Tollurinn” hjá þeim er þó helmingi minni en farþegum í „utanlandsferðunum”. Af þeim 150 smjörskipum, sem þarna er um að ræða, eru um 50 fyrr- verandi fiskibátar sem aldrei þýddi að gera út til lengri farþegasiglinga. Bæði út frá öryggissjónarmiðum og eins vegna takmarkaðs fjölda far- þega og verslunarmagns. — 40 til viðbótar eru sömuleiöis smá skip, þótt ekki séu fyrrverandi fiskiskip. Utgeröir þeirra allra horfa fram á gjaldþrot, ef starfsemin verður bönnuð, og eru þó margir skuldum vafðir eftir breytingamar á fiskibát- unum til f arþegaflutninga. Umsjón: Guðmundur Pétursson Forkosningar f 9 ríkjum samdægurs Eftir þrjá stórsigra á átta dögum og kannski þann fjórða núna um helgina (úrslit í Wyoming lágu ekki fyrir þegar þetta var skrifað) hefur Gary Hart náð aö kveikja meöal kjósenda í forkosningum demókrata feikilegan áhuga fyrir honum sjálfum. Og um leið er staðan gjörbreytt og þar með allar kosningaspár fyrir „þriöjudaginn stóra”, sem er á morgun, en þá fara fram samdægurs forkosningar í níu ríkjum. — Var Hart ekki vanþörf á að kynna sig rækilega í tæka tíð fyrir þá önn, því að framan af í kosningabaráttunni var hann meðal hinna minna þekktu framboðsefnanna, sem naumast þótti taka að nefna, meðan allt tal snerist um hvort John Glenn gæti veitt Walter Mondale einhverja keppni um útnef ningu demókrata. Nú er naumast minnst á John Glenn, Jesse Jackson og þá hina. Meira er velt vöngum yfir því, hvort og þá hvar Mondale geti stöðvað sigurgöngu Harts. Þegar slíkur skriður er kominn á eitt framboðs- efnið getur verið erfitt að stööva það. Bandarískir kjósendur hrífast meir af þeim, er sigrar, en hinum, sem undir verður, og dá þó mest þann er leikur hlutverk Davíðs í viðureign við Goh'at. Hlutur Harts gæti minnt á þaö eftir allar fylgiskannanir og spár manna um örugga útnefningu Mon- dales áður en forkosningamar hóf- ust. Oldungadeildarþingmaöurinn frá Kóloradó nýtur þess tvímælalaust þessa dagana að vera „nýtt andlit” í fréttunum á tímum, þar sem eitt aöalvandamál. stjórmnálafrömuða er „leiði kjósenda á gömlu andlitun- um”, sem þeir hafa eilíft haft fyrir sér á skjánum. Með því að ná þannig athyglinni fær Hart gott tækifæri til þess að kynna stefnu sína, sjálfan sig ogframboðsitt. Forkosningamar á morgun eru í Massachusetts, Georgíu, Alabama, Flórída, Oklahóma, Hawaii, Rhode Island, Washington og Nevada. Sam- tals er þar um að ræða val 505 full- trúa á landsþing demókrata í júní þar sem frambjóðandi flokksins veröur útnefndur til forsetakosning- anna næsta vetur. Það er rúmlega fjórðungur þeirra 1967 fulltrúa sem framboðsefni þarf að tryggja sér til að hljóta útnefningu og fara fram gegn Reagan 6. nóvember. Velgengni Harts í New Hampshire, Maine og Vermont er honum ekki jafnvís í Suðurríkjunum þar sem Mondale, fyrrum varaforseti, John Glenn, þingmaöur Ohio, og blökku- mannafrömuðurinn Jesse Jackson hafa allir lagt sig mjög fram í kosn- ingabaráttunni. — Eftir því sem fram hefur komið í viðtölum flokks- forkólfa í þessum níu ríkjum, sem gengið er til atkvæða í á morgun, verður baráttan þar tvísýn. I Alabama, þar sem 52 fulltrúar eru til skiptanna, virðist Mondale enn njóta forystu aö sögn A1 LaPierre, framkvæmdastjóra demókrata þar, en fylgi hans hefur mjög dvínað úr fyrri fylgiskönnun- um. Ekki má á milli sjá hver þeirra hreppir annað sætið, Jackson, Glenn eöa Hart, en Jackson hefur mjög lagt sig eftir atkvæðum blökkumanna í Suðurríkjunum. Þeir í Alabama kunna enn litil skil á stefnu Harts og stimpla hann almennt sem frjáls- lyndan. I Flórída, þar sem í húfi eru 123 fulltrúar, hefur skoðanakönnun Miami Herald leitt til úrslita, sem spá Mondale 38%, Hart 15, Jackson 7 og Glenn 5. — Helstu vonir Harts eru bundnar við að fylgismenn Reubin Askew, fyrrum ríkisstjóra Flórída, sem dregið hefur sig út úr forkosn- ingunum, snúist á sveif með honum. Þar hefur vaknað mikill áhugi á Hart og hagstæð úrslit í Wyoming gætu valdiöþarmiklu. I Georgíu, sem ræður 70 fulltrúum á landsþinginu, virðist af tali manna kapphlaupiö vera milli Glenn Jack- son og Mondale. Enn sem komið er leggja menn lítiö þar upp úr skyndi- skoti Harts á stjörnuhiminn. — Mondale og Jackson hafa aöallega stigiö í vænginn við kjósendur' blökkumanna, en Glenn hefur helst höfðað til íhaldsmanna sem annars mundu brjóta af sér flokksböndin og kjósa Reagan. I Hawaii, þar sem eru aðeins 19 fulltrúar í boði, eru ekki aðrir í fram- boði en Mondale og Jackson. I Massahusetts eru 100 fulltrúar til skiptanna, og þar hafa frjálslyndir jafnan átt vísan stuðning, enda hefur fylgi Harts vaxiö þar jafn og þétt. Virðast margir ætla að velja hann þrátt fyrir brambolt verkalýðsfor- ystunnar til fylgisöflunar fyrir Mon- dale. I Nevada eru fylgismenn Mon- dales betur skipulagðir og ráða yfir digrari kosningasjóöum en fylgis- menn hinna framboðsefnanna, en þó eru þar aðeins 15 fulltrúar í boði. En nýjabrumiö, Hart, hefur vakið feiki- athygli, enda hafa menn í Vesturríkj- unum ekki haft mikla trú á Mondale til að etja fram gegn Reagan. — John Glenn heyrist þar naumast nefndur á nafn. Framboðsefnin hafa verið á stöðugum þeytingi um Bandarikin eins og sjá má á siitnum skósóium Harts. I Oklahóma þar sem eru 43 fulltrú- ar í húfi hefur fylgi Harts fariö hraö- vaxandi síðustu daga en fylgismenn Mondales eru betur skipulagðir. Lengri undirbúningur þeirra gæti riöiö baggamuninn. I Rhode Island, þar sem valdir verða 22 fulltrúar , nýtur Glenn stuðnings helstu forystumanna flokksdeildarinnar á meðan Mondale hefur haft fylgi almennra flokks- manna. Stuðningsmannasamtök Mondales eru best skipulögð en eins og víðast annarsstaðar beinist athyglin síðustu daga öll að Hart. I Washington er kosiö um 61 full- trúa og þar ætti Mondale að eiga víst öruggt fylgi vegna afstööu sinnar til friðarhreyfinga og umhverfisvemd- armála. Alan Cranston, öldunga- deildarþingmaður frá Kaliforníu, átti fylgi friöarsinna víst, en hann hefur dregið sig út úr forkosninga- baráttunni eftir hrakfarirnar í þeim fyrstu. Hinir berjast hart um fylgis- menn hans en margir þeirra hafa gengiö í liö með Mondale. Auðvitaö hefur athyglin beinst að Hart undan- farna daga, en mönnum þykja skoðanir hans á ofangreindum málaflokkumnokKuðá reiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.