Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984. 25 fttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir oð Atla og félaga i Kaiserslautem Stutfgart töpuðu bæði íþýsku knattspyrnunni um helgina Þaö voru þeir Giinther Bruns og Frank Mill sem skoruðu mörkin fyrir Mönchengladbach sem yfirspilaði Stuttgart og sigur liðsins var mjög sanngjarn. Átján þúsund áhorfendur sáuleikinn. Fortuna Diisseodorf viröist alveg heillum horfið þessa dagana og leik- menn liðsins búnir aö gera í buxumar hvað varöar sigurmöguleika í deildinni eða toppbaráttu. Liðið tapaði stórt um helgina á heimavelli 1—5 gegn Kaiserslautern. Þeir Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev léku báðir meö Dússeldorf en áttu ekki góðan leik. Þetta var f jórði tapleikur Dusseldorf í röö og ljóst aö góðir sigrar hjá liðinu fyrr í vetur hafa stigið leikmönnum til höfuðs og leikur liðsins í heild er ekki hinn sami og áður. Mikill meistarabragur er á leik Hamburger SV þessa dagana og flestir veðja á þá sem líklega meistara. Liöið lék um helgina gegn Kickers Offenbach og vann auðveldan sigur 0— 4. Það var Felix- Magath sem átti stærstan þátt í þessum góða leik liðsins og var yfirburðamaður á veliinum. Þar kom aö því um helgina að Werd- er Bremen tapaði leik á heimavelli eftir 33 sigra í röð þar. Þaö var Eintracht Frankfurt sem lagöi liðið að velli 2—3 og komu þessi úrslit mjög á óvart. Samtals sáu 167 þúsund áhorfendur leikina í Þýskalandi um helgina og 27 mörk voru skoruð. Yfirleitt er alltaf mikið skorað af mörkum í þýsku knatt- spy munni og það er nokkuð sem áhorf- endur kunna að meta. Urslit í leikjum helgarinnar í þýsku knattspyrnunni urðu þessi: Mönchengladb.-Stuttgart 2—0 Mannheim-Bayern Miinchen 0—0 Braunsweig-Niirnberg 1—0 Bielefeld-Dortmund 0—0 Leverkusen-Uerdingen 3—1 Bochum-Köln 2—3 Diisseldorf-Kaisersl. 1—5 WerderBremen-Frankfurt 2—3 Kickers Off.-Hamburger 0—4 -SK. Karl Heinz Rummenigge til Inter Milan? Frá Hilmari Oddssyni, fréttaritara DV í Þýska- landi: Það er nú kannski að bera í bakkafullan lækinn að fara að geta þess hér að ítölsk félög hafi áhuga á Karl Heinz Rummen- igge. Mikið er búið að skrifa um þetta mál í blöð undanfarið. Þaö nýjasta í þessu máli er þaö að Inter Milan er nú taliö standa best að vígi í kapphlaupinu mikla um þenn- an snilling þýskrar knattspymu. Talið er að Milan hafi boðið 13 milljónir marka í kappann en það er langhæsta boð sem komið hefur hing- að til. Inter Milan er mjög sterkt fjárhagslega og áhangendur liðsins láta sig ekki vanta á leiki þess þrátt fyrir að liðið sé ekki í toppbarátt-. unni. Meðalaðsóknin er um 60 þúsund áhorfendur og ljóst að sú tala |á eftir að hækka mikiö ef af því verður að Karl Heinz fari til liðsins. -SK. Karl Heinz Rummenigge fer til ítalíu þegar keppnistimabilinu lýkur í | Þýskalandi. Arnór á leið í aðalliðið Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni DVíBelgíu. Araór Guðjohnsen lék með varaliði Anderlecht gegn Standard Liege á laugardag og gerir sér góðar vonir um að komast í aðallið Anderlecht um næstu helgi. Varalið Anderlecht tapaði, þó í Liege 4—1. Araór sagði að hann hefði fundið til í fætinum á æfingu á fimmtudag og þá orðið að hætta. Hins vegar hefði hann verið betri á föstudag og getað æft og leikið á laug- ardag. Talsverð meiðsli eru hjá Anderleeht. Fyrirliðinn Vercauteren meiddist í leiknum gegn Standard í Briissel. -KB/hsim. Jupp Heynckers, þjálfari Borussia Mönchengladbach, var ánægður með leik sinna manna gegn Stuttgart. 5. hrina vannst 16:14 „Þetta var afar spennandi leikur. Það var taugaspenna í leikmönnum og nokkuð um mistök til að byrja með,” sagði Gísli Haraldsson á Húsavík um leik Völsung og IS, tveggja efstu liðanna í kvennablakinu sem fram fór í Ydölum á föstudagskvöld. Völsungur sigraði með þremur hrinum gegn tveimur; 6—15, 15—5, 15—10, 10—15 og 16—14. Bestu menn leiksins voru Völsungsstúlkumar Jóhanna Guðjónsdóttir og Kristjana Skúladóttir sem sýndi mikla færni í vörn. Húsavíkurliðið er nú komið með tak á Islandsmeistarabikarnum, hefur tapað tveimur leikjum en IS hefur tapað þremur. Völsungur á þó eftir að leika við erfiðan andstæðing, Breiða- blik. IS-stúlkurnar léku einnig á Akureyri um helgina. Þar unnu þær KA 3—1, 15-9,15-8,9-15 og 15-6. I Hagaskóla mæftust Víkingur og Þróttur. Eldhressar Víkingsstúlkur gerðu sér lítiö fyrir og sigruðu. Leikurinn fór 3—2, 15—13, 10—15, 3— 15,15-16 og 15-4. Karlalið sömu félaga mættust einnig. Þróttur, efsta liðið í deildinni, vann Víking, neðsta liðið, 3—0,16—14, 15-11 og 15-12. -KMU, Bordeaux heillum horfið — Cannes sigraði í Lyon f 2. deild íFrakklandi Frá Araa Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi: Leikmenn Bordeaux virðast alveg heiil- um horfnir, hafa ieikið mjög illa eftir ára- mótin. A laugardag töpuðu þeir fyrir slöku liði Lens, þar sem Lens lék illa en Bordeaux enn verr. Miiller skoraði eina mark Bor- deaux í 3—1 tapinu rétt fyrir leikslok. Bordeaux hefur þó enn tveggja stiga forskot því leikmenn Monaco voru slakir á heima- velli og náðu aðeins jafntefii við Lille. Franski landsliðsmaðurinn Genghini skor- aði fyrir Monaco en LUle jafnaði. Það var klassískur Laval-leikur þegar lið KaUa Þórðar fékk Strasbourg i heimsókn. Laval sótti miklu meira en mikil tregða hjá framlínumönnunum að skora mark. Souto skoraði þó fallegt mark fyrir Laval á 30. mín. eftir undirbúning Sene en Kreamu tókst aö jafna fyrir Strasbourg á 70. min. eftir skyndisókn. I 2. deild lék Cannes hér í Lyon og vann sigur 0—1. Það var slæmt tap fyrir Lyon-liðið því Marseille hefur nú þriggja stiga forustu á það í 2. deildinni. Cannes í sjötta sæti sem áður. Teitur Þórðarson kom inn sem varamaður hjá Cannes í síðari hálfleiknum og gerði ekki miklar rósir. Urslit í 1. deild: Brest-Sochaux 0—0 Metz-Nancy 1—2 St. Etienne-Nimes 3—1 Monaco-Lille 1—1 ParisSG-Rennes 3—2 Auxerre-Bastia 1—1 Nantes-Toulouse 3—1 Laval-Strasbourg 1—1 Lens-Bordeaux 3—1 Touion-Rouen 1—0 Staða efstu liða er nú þannig: Bordeaux 39 18 6 6 53-27 42 Monaco 30 16 8 6 45-24 40 ParisSG 30 15 9 6 49-31 39 Auxerre 30 16 6 8 47—25 38 Nantes 29 15 6 8 34-21 36 -hsím. STAÐAN Staðan í úrvaisdeildinui í körfuknattleik eftir leiki heigarinnar. Urslit leikja: ÍBK—Valur KR—Haukar ÍR-UMFN Njarðvík Valur KR Haukar ir IBK 20 15 20 10 20 10 20 9 20 9 20 7 101-91 76—68 88—81 5 1627-1502 30 10 1668—1502 20 10 1476—1470 20 11 1484-1514 18 11 1425—1465 18 13 1232-1404 14 wóttir íþróttir íþróttir íþrótti íþróttir % * f 3 N Mosateppín úr Mosfellssveít, íslenskt ævíntýri frá Álafossí. <-------------—-------------------J ”*!h3T'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.